Allt að tíu sinnum meiri kostnaður en gert var ráð fyrir Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2022 12:08 Kostnaður við viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar reyndist margfalt hærri en gert var ráð fyrir. Vísir/Egill Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á framkvæmda- og rekstrarkostnaði Landeyjahafnar. Kostnaður við dýpkun hafnarinnar reyndist vera mikið hærri en gert var ráð fyrir. Stofnkostnaður við gerð Landeyjahafnar var um það bil á áætlun, um þrír milljarðir króna, þegar hún var opnuð í júlí árið 2010. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar kom þó snemma í ljós að dýpkunarframkvæmdir þyrftu að vera mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir. Áætlað var að kostnaður við dýpkun hafnarinnar yrði um 60 milljónir króna á ári en á tímabilinu 2011-2020 reyndist kostnaðurinn vera um 227-625 milljónir króna á ári. Samanlagt kostaði viðhaldið á þessum tíu árum um 3,7 milljarði króna. Ríkisendurskoðun gagnrýnir það að kostnaður við viðhaldsdýpkun hafi verið færður sem fjárfestingakostnaður en ekki rekstrarkostnaður. Nauðsynlegt að ráðast í úttekt Samkvæmt skýrslunni er það nauðsynlegt að ráðast í heildstæða úttekt á Landeyjahöfn svo hægt se að skera úr því hvað raunverulegar endurbætur kosti og hvort fýsilegt sé að grípa til aðgerða sem bæta nýtingu hafnarinnar í stað þess að kosta miklu til viðhaldsdýpkunar á ári hverju. Ríkisendurskoðun telur að Vegagerðin hefði þurft að ígrunda betur kaup á botndælubúnaði fyrir höfnina en í ljós kom að afköst búnaðarins myndu ekki réttlæta kostnað við uppsetningu og því var hætt við verkið eftir að búnaðurinn var keyptur. Landeyjahöfn Herjólfur Vestmannaeyjar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Stofnkostnaður við gerð Landeyjahafnar var um það bil á áætlun, um þrír milljarðir króna, þegar hún var opnuð í júlí árið 2010. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar kom þó snemma í ljós að dýpkunarframkvæmdir þyrftu að vera mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir. Áætlað var að kostnaður við dýpkun hafnarinnar yrði um 60 milljónir króna á ári en á tímabilinu 2011-2020 reyndist kostnaðurinn vera um 227-625 milljónir króna á ári. Samanlagt kostaði viðhaldið á þessum tíu árum um 3,7 milljarði króna. Ríkisendurskoðun gagnrýnir það að kostnaður við viðhaldsdýpkun hafi verið færður sem fjárfestingakostnaður en ekki rekstrarkostnaður. Nauðsynlegt að ráðast í úttekt Samkvæmt skýrslunni er það nauðsynlegt að ráðast í heildstæða úttekt á Landeyjahöfn svo hægt se að skera úr því hvað raunverulegar endurbætur kosti og hvort fýsilegt sé að grípa til aðgerða sem bæta nýtingu hafnarinnar í stað þess að kosta miklu til viðhaldsdýpkunar á ári hverju. Ríkisendurskoðun telur að Vegagerðin hefði þurft að ígrunda betur kaup á botndælubúnaði fyrir höfnina en í ljós kom að afköst búnaðarins myndu ekki réttlæta kostnað við uppsetningu og því var hætt við verkið eftir að búnaðurinn var keyptur.
Landeyjahöfn Herjólfur Vestmannaeyjar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira