Innlent

Tæplega fjögurra stiga skjálfti við Grindavík

Bjarki Sigurðsson skrifar
Grindavík og fjallið Þorbjörn í bakgrunni.
Grindavík og fjallið Þorbjörn í bakgrunni. Vísir/Vilhelm

Alls hafa mælst 36 skjálftar hér á landi síðan klukkan eitt í nótt, langflestir þeirra við Grindavík. Sá stærsti mældist 3,9 stig.

Upptök stærsta skjálftans eru þremur kílómetrum norðnorðvestur frá Grindavík og fylgdu fjölmargir eftirskjálftar, sá stærsti mældist 2,9 að stærð.

Skjálftavirkninni fór þó minnkandi eftir það en samkvæmt vef Veðurstofunnar mældust margir litlir skjálftar allt til klukkan hálf fimm í morgun.

Kort af skjálftum seinustu tvo sólarhringana.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×