Fæðing Rammaáætlunar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 13. júní 2022 18:31 Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða skal samkvæmt lögum lögð fram á Alþingi ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Fyrirliggjandi tillaga hefur verið lögð fram í þrígang en ekki náð fram að ganga. Engin hreyfing hefur verið hvað varðar rammaáætlun frá árinu 2016. Það er ábyrgðarhluti að meirihlutanum hafi ekki tekist að vinna málið hraðar en raun ber vitni í ljósi þeirra gríðarlegu samfélagslegu hagsmuna sem eru að baki. Það er því fagnaðarefni að rammaáætlun sé loks að ná fram að ganga. Það er augljóst hagsmunamál fyrir orkuskipti, orkugeirann en fyrst og síðast almenning í landinu. Jákvætt er að í fyrsta sinn eru tilgreindir virkjunarkostir í vindorku. Það er þýðingarmikið skref. Heilbrigt jafnvægi milli verndar og nýtingar Öllum er ljóst að verkefnið er að ná fram heilbrigðu jafnvægi milli nýtingar og verndar. Komandi kynslóðum stendur ógn af loftslagsbreytingum og orkuskipti eru grundvallarþáttur í að sporna gegn þeim. Metnaðarfull markmið og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum gera það að verkum að orkuskipti eiga að vera forgangsmarkmið. Ljóst er að sama skapi að aðgerða er þörf í þágu orkuskipta. Til þess þarf aukinn aðgang að endurnýjanlegri orku, sem hægt er að ná fram með betri nýtingu þeirra auðlinda sem þegar eru nýttar, með styrkingu dreifikerfis um landið allt, sparsemi í notkun og aukinni orkuvinnslu. Samhliða ógninni af loftslagsbreytingum er sífellt betri vitund og áhersla á mikilvægi og verðmæti óbyggðra víðerna sem ríkur vilji og hagsmunir eru til að standa vörð um. Markmið rammaáætlunar og hið flókna verkefni stjórnvalda er að ná fram jafnvægi milli nýtingar og verndar. Það hefur mikla þýðingu að hafa skýrar leikreglur og stjórntæki á borð við rammaáætlun til að stuðla að skilningi og sátt í samfélaginu. Hver er lærdómur þingsins? Lærdómur undanfarinna ára hlýtur að vera sá að færri kostur séu lagðir fram í hverri tillögu. Margir þessara kosta eru að auki mjög umdeildir. Hagsmunirnir að baki eru miklir og standa mörgum tilfinningalega nærri. Tímafrek meðferð málsins á þingi hefur t.d. verið gagnrýnd fyrir þær afleiðingar að ákvörðun nú byggi að einhverju marki á gögnum sem eru komin til ára sinna. Það er almennt galli við ákvarðanatöku, en í þessu tiltekna samhengi má benda á þá grósku sem hefur átt sér stað í umræðum um orkuskipti og orkuöryggi frá því að fyrirliggjandi tillaga var fyrst lögð fram. Annar lærdómur er að heildarendurskoðun á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun er tímabær til að festa í sessi og efla enn frekar hugmyndafræði rammaáætlunar sem stjórntæki um vernd svæða og orkunýtingu. Löggjöfin verður að vera þess umkomin að ná fram markmiðum um orkuöryggi, orkusjálfstæði og sjálfbærni. Ákvörðun tekin þar sem hin pólitíska ábyrgð liggur Alþingi er skv. lögum ekki bundið af tillögum verkefnisstjórnar og getur gert breytingar á fyrirliggjandi tillögu til þingsályktunar. Þetta er mikilvægt atriði og hin eðlilega aðferðafræði. Skynsamlegt er að endanleg ákvörðun sé á hendi þeirra sem bera á henni pólitíska ábyrgð. Þær ákvarðanir sem eru til umfjöllunar á Alþingi eru í eðli sínu byggðar á pólitísku heildarmati á hagsmunum sem vegast á. Það er því ekki eitt og sér gagnrýnivert að þingið geri breytingar á fyrirliggjandi tillögum. Ákvarðanir þingsins verða hins vegar að vera byggðar á sterkum rökum í þágu almannahagsmuna. Tillögur verkefnisstjórnar um virkjunarkosti byggja á mati faghópa sem skipaðir eru sérfræðingum og vísindamönnum. Þetta vinnulag leiðir til þess að gera verður ríkar kröfur til þingsins um að breytingar séu vandlega rökstuddar og ljóst sé á hvaða forsendum og rökum þær hvíla. Á þetta vantar hins vegar verulega um ákveðnar breytingartillögur meirihlutans. Ríkisstjórn kolfellur á prófinu Breytingatillögur um Héraðsvötn og Kjalölduveita eru alvarlegar og illa rökstuddar, en með þeim er stefnt að því að þessir kostir fari úr verndarflokki. Gera verður þá grundvallarkröfu að breytingartillögur standist það próf að þær séu rækilega rökstuddar, ljóst sé á hvaða forsendum þær byggja og síðast en ekki síst að þær séu í þágu heildarhagsmuna en ekki sérhagsmuna. Hér hafa ríkisstjórnarflokkarnir alvarlega brugðist hlutverki sínu. Hvað varðar Héraðsvötn verður að benda á hið augljósa, að rökstuðningur þar að baki er mjög veikur. Pólitísk hrossakaup ríkisstjórnarflokkanna hafa leitt af sér niðurstöðu sem fer algjörlega gegn faglegu mati sérfræðinga og verður ekki rökstutt með því að ríkir almannahagsmunir hafi verið af því að fara aðra leið en lögð var til. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar er áfellisdómur um vinnubrögð þeirra flokka sem þar standa að baki og dapurlegur lokasprettur á annars vandaðri vinnu umhverfis- og samgöngunefndar. Niðurstaða um Kjalölduveitu vekur upp spurningar sem og þær athugasemdir sem gerðar eru af hálfu meirihlutans við færslu kostsins. Ekki eru færð fram rök fyrir því hvað gerir að verkum að aftur þurfi að meta þann kost. frekari merki um pólitíska hagsmunagæslu sjást í misvísandi röksemdafærslu sem sett er fram um neðri-hluta Þjórsár. Annars vegar er talað um að líta á svæðið sem heild og að horfa eigi til allra þriggja virkjunarkosta í neðri-hluta Þjórsár við það mat. Engu að síður er áréttað að virkjunarkosturinn Hvammsvirkjun standi óbreyttur. Skilaboðin eru sennilega óljós af ástæðu en það getur ekki verið hlutverk ríkisstjórnarinnar að skila niðurstöðu sem gerir lítið annað en að skapa réttaróvissu fyrir alla hlutaðeigandi aðila. Mikilvægar forsendur vantar Viðreisn hefur talað fyrir því sjónarmiði að orkufyrirtæki skulu nýta sem best þá raforku sem má framleiða á núverandi virkjanasvæðum. Flokkunin frá verkefnastjórn virðist að meginstefnu byggja á sama sjónarmiði. Ríkisstjórnin er nú að víkja frá þessum viðmiðum án þess að fyrir liggi haldbær rökstuðningur. Ekki er heldur fjallað um hversu mikil raforka færist milli flokka með ákvörðunum ríkisstjórnarinnar, þ.e. hvaða áhrif það hefur á þá raforku sem verður í nýtingarflokki. Af hálfu umhverfisráðherra hefur verið talað um mikla raforkuþörf í þágu orkuskipta, en ekkert mat er um hver áhrif þessara breytingatillaga verða. Ekki er heldur fjallað um hagkvæmni virkjunarkosta sem færast milli flokka eða þjóðhagsleg áhrif þeirra. Hver verða áhrifin á markmið stjórnvalda um orkuskipti? Verða þau dýrari eða ódýrari við þessar breytingar meirihlutans? Það var dapurlegt að verða vitni að því hvernig lokasprettur ríkisstjórnarflokkanna var við annars góða vinnu nefndarinnar. Höfundur er varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Umhverfismál Viðreisn Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða skal samkvæmt lögum lögð fram á Alþingi ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Fyrirliggjandi tillaga hefur verið lögð fram í þrígang en ekki náð fram að ganga. Engin hreyfing hefur verið hvað varðar rammaáætlun frá árinu 2016. Það er ábyrgðarhluti að meirihlutanum hafi ekki tekist að vinna málið hraðar en raun ber vitni í ljósi þeirra gríðarlegu samfélagslegu hagsmuna sem eru að baki. Það er því fagnaðarefni að rammaáætlun sé loks að ná fram að ganga. Það er augljóst hagsmunamál fyrir orkuskipti, orkugeirann en fyrst og síðast almenning í landinu. Jákvætt er að í fyrsta sinn eru tilgreindir virkjunarkostir í vindorku. Það er þýðingarmikið skref. Heilbrigt jafnvægi milli verndar og nýtingar Öllum er ljóst að verkefnið er að ná fram heilbrigðu jafnvægi milli nýtingar og verndar. Komandi kynslóðum stendur ógn af loftslagsbreytingum og orkuskipti eru grundvallarþáttur í að sporna gegn þeim. Metnaðarfull markmið og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum gera það að verkum að orkuskipti eiga að vera forgangsmarkmið. Ljóst er að sama skapi að aðgerða er þörf í þágu orkuskipta. Til þess þarf aukinn aðgang að endurnýjanlegri orku, sem hægt er að ná fram með betri nýtingu þeirra auðlinda sem þegar eru nýttar, með styrkingu dreifikerfis um landið allt, sparsemi í notkun og aukinni orkuvinnslu. Samhliða ógninni af loftslagsbreytingum er sífellt betri vitund og áhersla á mikilvægi og verðmæti óbyggðra víðerna sem ríkur vilji og hagsmunir eru til að standa vörð um. Markmið rammaáætlunar og hið flókna verkefni stjórnvalda er að ná fram jafnvægi milli nýtingar og verndar. Það hefur mikla þýðingu að hafa skýrar leikreglur og stjórntæki á borð við rammaáætlun til að stuðla að skilningi og sátt í samfélaginu. Hver er lærdómur þingsins? Lærdómur undanfarinna ára hlýtur að vera sá að færri kostur séu lagðir fram í hverri tillögu. Margir þessara kosta eru að auki mjög umdeildir. Hagsmunirnir að baki eru miklir og standa mörgum tilfinningalega nærri. Tímafrek meðferð málsins á þingi hefur t.d. verið gagnrýnd fyrir þær afleiðingar að ákvörðun nú byggi að einhverju marki á gögnum sem eru komin til ára sinna. Það er almennt galli við ákvarðanatöku, en í þessu tiltekna samhengi má benda á þá grósku sem hefur átt sér stað í umræðum um orkuskipti og orkuöryggi frá því að fyrirliggjandi tillaga var fyrst lögð fram. Annar lærdómur er að heildarendurskoðun á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun er tímabær til að festa í sessi og efla enn frekar hugmyndafræði rammaáætlunar sem stjórntæki um vernd svæða og orkunýtingu. Löggjöfin verður að vera þess umkomin að ná fram markmiðum um orkuöryggi, orkusjálfstæði og sjálfbærni. Ákvörðun tekin þar sem hin pólitíska ábyrgð liggur Alþingi er skv. lögum ekki bundið af tillögum verkefnisstjórnar og getur gert breytingar á fyrirliggjandi tillögu til þingsályktunar. Þetta er mikilvægt atriði og hin eðlilega aðferðafræði. Skynsamlegt er að endanleg ákvörðun sé á hendi þeirra sem bera á henni pólitíska ábyrgð. Þær ákvarðanir sem eru til umfjöllunar á Alþingi eru í eðli sínu byggðar á pólitísku heildarmati á hagsmunum sem vegast á. Það er því ekki eitt og sér gagnrýnivert að þingið geri breytingar á fyrirliggjandi tillögum. Ákvarðanir þingsins verða hins vegar að vera byggðar á sterkum rökum í þágu almannahagsmuna. Tillögur verkefnisstjórnar um virkjunarkosti byggja á mati faghópa sem skipaðir eru sérfræðingum og vísindamönnum. Þetta vinnulag leiðir til þess að gera verður ríkar kröfur til þingsins um að breytingar séu vandlega rökstuddar og ljóst sé á hvaða forsendum og rökum þær hvíla. Á þetta vantar hins vegar verulega um ákveðnar breytingartillögur meirihlutans. Ríkisstjórn kolfellur á prófinu Breytingatillögur um Héraðsvötn og Kjalölduveita eru alvarlegar og illa rökstuddar, en með þeim er stefnt að því að þessir kostir fari úr verndarflokki. Gera verður þá grundvallarkröfu að breytingartillögur standist það próf að þær séu rækilega rökstuddar, ljóst sé á hvaða forsendum þær byggja og síðast en ekki síst að þær séu í þágu heildarhagsmuna en ekki sérhagsmuna. Hér hafa ríkisstjórnarflokkarnir alvarlega brugðist hlutverki sínu. Hvað varðar Héraðsvötn verður að benda á hið augljósa, að rökstuðningur þar að baki er mjög veikur. Pólitísk hrossakaup ríkisstjórnarflokkanna hafa leitt af sér niðurstöðu sem fer algjörlega gegn faglegu mati sérfræðinga og verður ekki rökstutt með því að ríkir almannahagsmunir hafi verið af því að fara aðra leið en lögð var til. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar er áfellisdómur um vinnubrögð þeirra flokka sem þar standa að baki og dapurlegur lokasprettur á annars vandaðri vinnu umhverfis- og samgöngunefndar. Niðurstaða um Kjalölduveitu vekur upp spurningar sem og þær athugasemdir sem gerðar eru af hálfu meirihlutans við færslu kostsins. Ekki eru færð fram rök fyrir því hvað gerir að verkum að aftur þurfi að meta þann kost. frekari merki um pólitíska hagsmunagæslu sjást í misvísandi röksemdafærslu sem sett er fram um neðri-hluta Þjórsár. Annars vegar er talað um að líta á svæðið sem heild og að horfa eigi til allra þriggja virkjunarkosta í neðri-hluta Þjórsár við það mat. Engu að síður er áréttað að virkjunarkosturinn Hvammsvirkjun standi óbreyttur. Skilaboðin eru sennilega óljós af ástæðu en það getur ekki verið hlutverk ríkisstjórnarinnar að skila niðurstöðu sem gerir lítið annað en að skapa réttaróvissu fyrir alla hlutaðeigandi aðila. Mikilvægar forsendur vantar Viðreisn hefur talað fyrir því sjónarmiði að orkufyrirtæki skulu nýta sem best þá raforku sem má framleiða á núverandi virkjanasvæðum. Flokkunin frá verkefnastjórn virðist að meginstefnu byggja á sama sjónarmiði. Ríkisstjórnin er nú að víkja frá þessum viðmiðum án þess að fyrir liggi haldbær rökstuðningur. Ekki er heldur fjallað um hversu mikil raforka færist milli flokka með ákvörðunum ríkisstjórnarinnar, þ.e. hvaða áhrif það hefur á þá raforku sem verður í nýtingarflokki. Af hálfu umhverfisráðherra hefur verið talað um mikla raforkuþörf í þágu orkuskipta, en ekkert mat er um hver áhrif þessara breytingatillaga verða. Ekki er heldur fjallað um hagkvæmni virkjunarkosta sem færast milli flokka eða þjóðhagsleg áhrif þeirra. Hver verða áhrifin á markmið stjórnvalda um orkuskipti? Verða þau dýrari eða ódýrari við þessar breytingar meirihlutans? Það var dapurlegt að verða vitni að því hvernig lokasprettur ríkisstjórnarflokkanna var við annars góða vinnu nefndarinnar. Höfundur er varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun