Fyrstu skrefin á vinnumarkaði Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 14. júní 2022 08:01 Nú er sá tími ársins þegar skólar hnýta lokahnútinn á skólaárið og nemendur þyrpast fagnandi út í sumarið. Vinnuskólar sveitarfélaga taka til starfa en þar eru margir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og er vinnuskólinn oft fyrsta launaða starfið þeirra. Stuðlum að jákvæðri upplifun Sveitarfélög starfrækja vinnuskóla og eru með mörg ungmenni á launaskrá yfir sumartímann. Mikilvægt er að stuðla að jákvæðri upplifun þegar ungt fólk stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Í vinnuskólanum eru nemendur yfirleitt á aldrinum 14 til 17 ára og einnig er oft boðið upp á sumarstörf fyrir ungmenni á aldrinum 18 til 20 ára og háskólanema. Flokksstjórar eru iðulega í kringum tvítugsaldurinn, 18 ára og eldri, og hafa þá oftast unnið sér inn reynslu og þekkingu á starfsemi vinnuskólans. Þeir bera ábyrgð á að leiðbeina, skipta verkum og kenna rétt handtök og líkamsbeitingu við vinnu. Flokksstjórar vinna einnig við hlið nemenda til að vera þeim góðar fyrirmyndir. Öryggisatriði eru á ábyrgð verkstjóra og flokksstjóra en atvinnurekendur þurfa að tryggja öryggi starfsmanna samanber reglugerð nr. 426/1999 um vinnu barna og unglinga. Ungt fólk á vinnumarkaði og öryggismál Gera þarf áhættumat og viðeigandi ráðstafanir byggðar á niðurstöðum þess til að tryggja öryggi og heilsu ungmenna áður en þau hefja störf. Taka þarf tillit til aldurs og þroska barna og ungmenna og meta sérstaklega hvaða hættur geta ógnað öryggi ungra starfsmanna. Vinnueftirlitið hefur sent frá sér leiðbeiningar þar sem bent er á ýmis öryggismál er varða sumarvinnu ungs fólks. Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga er vakin athygli á þessum leiðbeiningum og þeirri staðreynd að ungmennum er hættara við slysum en þeim sem eldri eru. Helgast það meðal annars af skorti á þjálfun og starfsreynslu, þau eiga eftir að taka út þroska auk þess sem börn og ungmenni hafa oft ekki þekkingu á þáttum er varða öryggi og heilbrigði við vinnu. Reynsluleysið getur haft í för með sér að þau átta sig ekki á þeim hættum sem kunna að leynast í starfsumhverfinu. Þetta þurfum við sem eldri erum að kenna þeim. Fram kemur í upplýsingum frá Evrópsku vinnuverndarstofnuninni að 50% meiri líkur eru á að ungmenni á aldrinum 18 til 24 ára slasist við vinnu sína en nokkur annar aldurshópur vinnandi fólks. Þessa miklu slysatíðni má ekki síst rekja til skorts á fullnægjandi verkstjórn. Skylda atvinnurekenda Atvinnurekendur hafa þá skyldu að tryggja starfsmönnum örugg vinnuskilyrði, viðeigandi persónuhlífar (svo sem öryggisvesti, hanska, hlífðargleraugu og fleira) og fræðslu og þjálfun til að koma í veg fyrir slys. Við val og skipulagningu á störfum ungmenna þarf að leggja áherslu á að líkamlegu og félagslegu öryggi þeirra og heilbrigði sé ekki ógnað og að vinnan hafi ekki truflandi áhrif á menntun þeirra eða þroska. Forvarnafræðsla er nauðsynleg hér sem í öðrum störfum. Huga þarf að slysaforvörnum og forvörnum gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Markmiðið er ávallt að allir komi heilir heim. Reglur um vinnu barna og unglinga Í vinnuskólanum er yfirleitt áhersla á garðyrkju, gróðursetningu, hirðingu á lóðum og opnum svæðum sveitarfélagsins og skipulagt tómstundastarf. Ungmenni undir 18 ára aldri mega ekki vinna með hættuleg tæki eða að hættulegum verkefnum. Börn á aldrinum 13 til 14 ára mega vinna létt og hættulaus störf í takmarkaðan vinnutíma, til dæmis við garðyrkju og þjónustustörf. Þau mega ekki vinna nálægt hættulegum vélum eða með hættuleg efni. Einnig mega þau ekki lyfta þyngri byrði en 8 til 10 kg nema hjálpartæki séu notuð, til dæmis hjólbörur. Unglingar á aldrinum 15 til 17 ára mega vinna flest störf nema þau sem teljast hættuleg eða mjög erfið líkamlega. Þeir mega ekki vinna með hættuleg efni eða vélar. Ítarlegri upptalningu á hæfilegum störfum barna og ungmenna er að finna í reglugerð um vinnu barna og unglinga. Vinna barna og unglinga skal fara fram undir eftirliti einstaklings sem er orðinn 18 ára og börn til 18 ára aldurs hafa ekki heimild til að skrifa undir ráðningarsamning nema með samþykki foreldra. Sláttuvélar og sláttuorf Þegar unnið er með vélar eins og sláttuvél og sláttuorf þarf að gæta þess að réttar persónuhlífar séu til staðar og að það sé gert undir leiðsögn leiðbeinanda. Sláttuvélar í vinnuskólum verða að vera með haldrofa þannig að vélin drepi á sér þegar takinu er sleppt. Rétt er einnig að taka fram að strigaskór eru ekki ásættanlegur skóbúnaður við slátt. Tryggja þarf að þeir sem vinna við slátt fái öryggisskó með stáltá og einnig ber að nota heyrnarhlíf og andlitshlíf. Allir starfsmenn vinnuskóla ættu síðan að vera í öryggisvestum við alla vinnu svo þeir sjáist vel. Rétt er að ítreka að öryggisatriði eru á ábyrgð flokksstjóra og það er á ábyrgð vinnustaðar að öllum öryggisreglum sé framfylgt án undantekninga. Rétt viðbrögð við slysum og skráning þeirra Mikilvægt er að hafa viðbragðsáætlun ef slys verða og fara vel yfir hana áður en vinnuskólinn fer af stað. Í henni ættu meðal annars að vera leiðbeiningar um viðbrögð flokksstjóra ef slys á sér stað, hvernig hafa skal samband við neyðarlínu 112 og hvað þarf að koma fram í samtalinu (hver hringir, hvað gerðist, staðsetning) og fleira. Nauðsynlegt er að skrá slys hjá Vinnuskólanum og alvarleg slys á starfsmönnum ber að tilkynna þegar í stað til Vinnueftirlits og lögreglu (112) og láta fara fram vettvangsrannsókn. Tilkynning þarf að koma innan sólarhrings frá slysi og má ekki raska vettvangi fyrr en rannsókn hefur farið fram. Atvinnurekanda ber einnig að tilkynna öll slys rafrænt til Vinnueftirlitsins sem leiða til fjarveru frá vinnu í einn dag eða fleiri daga, umfram þann dag sem slysið varð. Tilkynna skal vinnuslys innan viku frá slysdegi. Góðar fyrirmyndir Oft er sagt að það skipti meira máli hvað þú gerir en hvað þú segir. Ef við viljum innræta börnum og unglingum gott vinnusiðferði og hegðun þá liggur beinast við að sýna sjálf þá hegðun í verki. Eins er mikilvægt að sýna ungum starfskröftum tillitssemi og þolinmæði. Sem fyrr segir eru margir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði í vinnuskólanum og fá þá tækifæri til að gera það undir góðri handleiðslu í sínu sveitarfélagi. Oftar en ekki er markmið þeirra að fegra umhverfi okkar og halda því í horfinu. Því er hollt að minna sig og aðra á að taka vel á móti nýju vinnuafli, sýna þeim tillitssemi og hvetja áfram þegar vinnuflokkar vinnuskólans verða á vegi okkar. Það stuðlar að jákvæðri upplifun þeirra af starfinu og víst gerir það okkur öllum gott að iðka þakklæti í dagsins önn. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Vinnumarkaður Börn og uppeldi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Nú er sá tími ársins þegar skólar hnýta lokahnútinn á skólaárið og nemendur þyrpast fagnandi út í sumarið. Vinnuskólar sveitarfélaga taka til starfa en þar eru margir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og er vinnuskólinn oft fyrsta launaða starfið þeirra. Stuðlum að jákvæðri upplifun Sveitarfélög starfrækja vinnuskóla og eru með mörg ungmenni á launaskrá yfir sumartímann. Mikilvægt er að stuðla að jákvæðri upplifun þegar ungt fólk stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Í vinnuskólanum eru nemendur yfirleitt á aldrinum 14 til 17 ára og einnig er oft boðið upp á sumarstörf fyrir ungmenni á aldrinum 18 til 20 ára og háskólanema. Flokksstjórar eru iðulega í kringum tvítugsaldurinn, 18 ára og eldri, og hafa þá oftast unnið sér inn reynslu og þekkingu á starfsemi vinnuskólans. Þeir bera ábyrgð á að leiðbeina, skipta verkum og kenna rétt handtök og líkamsbeitingu við vinnu. Flokksstjórar vinna einnig við hlið nemenda til að vera þeim góðar fyrirmyndir. Öryggisatriði eru á ábyrgð verkstjóra og flokksstjóra en atvinnurekendur þurfa að tryggja öryggi starfsmanna samanber reglugerð nr. 426/1999 um vinnu barna og unglinga. Ungt fólk á vinnumarkaði og öryggismál Gera þarf áhættumat og viðeigandi ráðstafanir byggðar á niðurstöðum þess til að tryggja öryggi og heilsu ungmenna áður en þau hefja störf. Taka þarf tillit til aldurs og þroska barna og ungmenna og meta sérstaklega hvaða hættur geta ógnað öryggi ungra starfsmanna. Vinnueftirlitið hefur sent frá sér leiðbeiningar þar sem bent er á ýmis öryggismál er varða sumarvinnu ungs fólks. Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga er vakin athygli á þessum leiðbeiningum og þeirri staðreynd að ungmennum er hættara við slysum en þeim sem eldri eru. Helgast það meðal annars af skorti á þjálfun og starfsreynslu, þau eiga eftir að taka út þroska auk þess sem börn og ungmenni hafa oft ekki þekkingu á þáttum er varða öryggi og heilbrigði við vinnu. Reynsluleysið getur haft í för með sér að þau átta sig ekki á þeim hættum sem kunna að leynast í starfsumhverfinu. Þetta þurfum við sem eldri erum að kenna þeim. Fram kemur í upplýsingum frá Evrópsku vinnuverndarstofnuninni að 50% meiri líkur eru á að ungmenni á aldrinum 18 til 24 ára slasist við vinnu sína en nokkur annar aldurshópur vinnandi fólks. Þessa miklu slysatíðni má ekki síst rekja til skorts á fullnægjandi verkstjórn. Skylda atvinnurekenda Atvinnurekendur hafa þá skyldu að tryggja starfsmönnum örugg vinnuskilyrði, viðeigandi persónuhlífar (svo sem öryggisvesti, hanska, hlífðargleraugu og fleira) og fræðslu og þjálfun til að koma í veg fyrir slys. Við val og skipulagningu á störfum ungmenna þarf að leggja áherslu á að líkamlegu og félagslegu öryggi þeirra og heilbrigði sé ekki ógnað og að vinnan hafi ekki truflandi áhrif á menntun þeirra eða þroska. Forvarnafræðsla er nauðsynleg hér sem í öðrum störfum. Huga þarf að slysaforvörnum og forvörnum gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi. Markmiðið er ávallt að allir komi heilir heim. Reglur um vinnu barna og unglinga Í vinnuskólanum er yfirleitt áhersla á garðyrkju, gróðursetningu, hirðingu á lóðum og opnum svæðum sveitarfélagsins og skipulagt tómstundastarf. Ungmenni undir 18 ára aldri mega ekki vinna með hættuleg tæki eða að hættulegum verkefnum. Börn á aldrinum 13 til 14 ára mega vinna létt og hættulaus störf í takmarkaðan vinnutíma, til dæmis við garðyrkju og þjónustustörf. Þau mega ekki vinna nálægt hættulegum vélum eða með hættuleg efni. Einnig mega þau ekki lyfta þyngri byrði en 8 til 10 kg nema hjálpartæki séu notuð, til dæmis hjólbörur. Unglingar á aldrinum 15 til 17 ára mega vinna flest störf nema þau sem teljast hættuleg eða mjög erfið líkamlega. Þeir mega ekki vinna með hættuleg efni eða vélar. Ítarlegri upptalningu á hæfilegum störfum barna og ungmenna er að finna í reglugerð um vinnu barna og unglinga. Vinna barna og unglinga skal fara fram undir eftirliti einstaklings sem er orðinn 18 ára og börn til 18 ára aldurs hafa ekki heimild til að skrifa undir ráðningarsamning nema með samþykki foreldra. Sláttuvélar og sláttuorf Þegar unnið er með vélar eins og sláttuvél og sláttuorf þarf að gæta þess að réttar persónuhlífar séu til staðar og að það sé gert undir leiðsögn leiðbeinanda. Sláttuvélar í vinnuskólum verða að vera með haldrofa þannig að vélin drepi á sér þegar takinu er sleppt. Rétt er einnig að taka fram að strigaskór eru ekki ásættanlegur skóbúnaður við slátt. Tryggja þarf að þeir sem vinna við slátt fái öryggisskó með stáltá og einnig ber að nota heyrnarhlíf og andlitshlíf. Allir starfsmenn vinnuskóla ættu síðan að vera í öryggisvestum við alla vinnu svo þeir sjáist vel. Rétt er að ítreka að öryggisatriði eru á ábyrgð flokksstjóra og það er á ábyrgð vinnustaðar að öllum öryggisreglum sé framfylgt án undantekninga. Rétt viðbrögð við slysum og skráning þeirra Mikilvægt er að hafa viðbragðsáætlun ef slys verða og fara vel yfir hana áður en vinnuskólinn fer af stað. Í henni ættu meðal annars að vera leiðbeiningar um viðbrögð flokksstjóra ef slys á sér stað, hvernig hafa skal samband við neyðarlínu 112 og hvað þarf að koma fram í samtalinu (hver hringir, hvað gerðist, staðsetning) og fleira. Nauðsynlegt er að skrá slys hjá Vinnuskólanum og alvarleg slys á starfsmönnum ber að tilkynna þegar í stað til Vinnueftirlits og lögreglu (112) og láta fara fram vettvangsrannsókn. Tilkynning þarf að koma innan sólarhrings frá slysi og má ekki raska vettvangi fyrr en rannsókn hefur farið fram. Atvinnurekanda ber einnig að tilkynna öll slys rafrænt til Vinnueftirlitsins sem leiða til fjarveru frá vinnu í einn dag eða fleiri daga, umfram þann dag sem slysið varð. Tilkynna skal vinnuslys innan viku frá slysdegi. Góðar fyrirmyndir Oft er sagt að það skipti meira máli hvað þú gerir en hvað þú segir. Ef við viljum innræta börnum og unglingum gott vinnusiðferði og hegðun þá liggur beinast við að sýna sjálf þá hegðun í verki. Eins er mikilvægt að sýna ungum starfskröftum tillitssemi og þolinmæði. Sem fyrr segir eru margir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði í vinnuskólanum og fá þá tækifæri til að gera það undir góðri handleiðslu í sínu sveitarfélagi. Oftar en ekki er markmið þeirra að fegra umhverfi okkar og halda því í horfinu. Því er hollt að minna sig og aðra á að taka vel á móti nýju vinnuafli, sýna þeim tillitssemi og hvetja áfram þegar vinnuflokkar vinnuskólans verða á vegi okkar. Það stuðlar að jákvæðri upplifun þeirra af starfinu og víst gerir það okkur öllum gott að iðka þakklæti í dagsins önn. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar