Spáir því að Man City sé að fá tvær stórstjörnur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 07:10 Leggið nafnið á minnið. Marcelo Endelli/Getty Images Emi Martinez, markvörður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem og Argentínu, hefur mikla trú á samlanda sínum Julián Alvarez. Sá mun ganga í raðir Englandsmeistara Manchester City. Eftir miklar umræður síðasta vetur að Man City vantaði alvöru framherja þá mun liðið mæta til leiks með tvo nýja framherja á næstu leiktíð. Mikið hefur verið fjallað um komu Erlings Braut Håland enda er hinn 21 árs gamli Norðmaður einn mest spennandi leikmaður síðari ára. Hinn 22 ára gamli Alvarez er enginn aukvisi heldur. Englandsmeistararnir keyptu hann í febrúar en lánuðu hann svo aftur til River Plate í Argentínu. Þar hefur Alvarez farið á kostum, hefur hann skorað 14 mörk í 18 leikjum ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Emiliano Martinez tips Man City's Julian Alvarez to shine after failed Aston Villa attempt | @MullockSMirror https://t.co/PeN8eQr8Le— Mirror Football (@MirrorFootball) June 11, 2022 Martinez hefur gríðarlega trú á samherja sínum og hrósaði honum í hástert nýverið. „Við vitum allir hversu hæfileikaríkur Julián er. Hann er mjög auðmjúkur leikmaður sem fórnar sér fyrir liðið, hann hefur lagt hart að sér til að komast á þann stað sem hann er á. Hann á eftir að standa sig mjög vel í Manchester. Ég held raunar að hann verði stórstjarna.“ „Ég reyndi að fá hann til Aston Villa. Áður en við fórum á Suður-Ameríkukeppnina á síðasta ári þá sagði ég honum að koma til Villa. Það var hins vegar þá þegar ljóst að hann væri á leiðinni til City.“ „Julián mun spila vel með City. Við erum að tala um að hann er að fara vinna með einum besta þjálfara í heimi. Hann mun sýna gæði sín sem og skuldbindingu.“ Það er ljóst að Martinez hefur fulla trú á samlanda sínum sem hefur nú spilað níu A-landsleiki fyrir Argentínu. Ef allt fer að óskum verða þeir báðir í eldlínunni er Argentína hefur leik á HM í nóvember. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira
Eftir miklar umræður síðasta vetur að Man City vantaði alvöru framherja þá mun liðið mæta til leiks með tvo nýja framherja á næstu leiktíð. Mikið hefur verið fjallað um komu Erlings Braut Håland enda er hinn 21 árs gamli Norðmaður einn mest spennandi leikmaður síðari ára. Hinn 22 ára gamli Alvarez er enginn aukvisi heldur. Englandsmeistararnir keyptu hann í febrúar en lánuðu hann svo aftur til River Plate í Argentínu. Þar hefur Alvarez farið á kostum, hefur hann skorað 14 mörk í 18 leikjum ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Emiliano Martinez tips Man City's Julian Alvarez to shine after failed Aston Villa attempt | @MullockSMirror https://t.co/PeN8eQr8Le— Mirror Football (@MirrorFootball) June 11, 2022 Martinez hefur gríðarlega trú á samherja sínum og hrósaði honum í hástert nýverið. „Við vitum allir hversu hæfileikaríkur Julián er. Hann er mjög auðmjúkur leikmaður sem fórnar sér fyrir liðið, hann hefur lagt hart að sér til að komast á þann stað sem hann er á. Hann á eftir að standa sig mjög vel í Manchester. Ég held raunar að hann verði stórstjarna.“ „Ég reyndi að fá hann til Aston Villa. Áður en við fórum á Suður-Ameríkukeppnina á síðasta ári þá sagði ég honum að koma til Villa. Það var hins vegar þá þegar ljóst að hann væri á leiðinni til City.“ „Julián mun spila vel með City. Við erum að tala um að hann er að fara vinna með einum besta þjálfara í heimi. Hann mun sýna gæði sín sem og skuldbindingu.“ Það er ljóst að Martinez hefur fulla trú á samlanda sínum sem hefur nú spilað níu A-landsleiki fyrir Argentínu. Ef allt fer að óskum verða þeir báðir í eldlínunni er Argentína hefur leik á HM í nóvember.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira