Kauphöllin með starfslok Eggerts til skoðunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2022 16:41 Því er haldið fram af heimildamönnum Viðskiptablaðsins að Eggert hafi ekki sagt starfi sínu hjá Festi lausu heldur hafi honum verið sagt þar upp. Málið er til skoðunar hjá Kauphöllinni. Festi Kauphöllin er með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra Festar til skoðunar. Staðhæfingar félagsins um að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu virðast ekki halda vatni. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins sem birtist í dag. Þar staðfestir Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar að hún hafi starfslok Eggerts til skoðunar. Viðskiptablaðið greindi þá frá því í dag að heimildir blaðsins hermi að Eggerti hafi verið sagt upp störfum og hann fengið þær skýringar frá stjórn Festar að tími væri kominn á breytingar. Sjö ár væri hæfilegur tími á forstjórastóli. Þá segir í frétt blaðsins að mikil ólga sé innan hluthafahóps félagsins og að þorri tuttugu stærstu hluthafanna hafi fyrst frétt af starfslokum Eggerts þegar Festi sendi um það tilkynningu til Kauphallarinnar. Fram kom í tilkynningunni að Eggert hafi gert samkomulag um starfslok við Festi. Eggert hafi sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Reynist það rétt að Eggerti hafi verið sagt upp, en hann ekki sagt upp eins og sagði í tilkynningunni frá Festi, gæti félagið hafa brotið gegn upplýsingaskyldu skráðra félaga á markaði. Samkvæmt heimildum fréttastofu má rekja starfslok Eggerts til þess að hann hafi staðið þétt við bakið á Vítalíu Lazarevu, sem sakað hefur Þórð Má Jóhannesson, Hreggvið Jónsson og Ara Edwald um að hafa brotið á sér kynferðislega. Þórður Már og Hreggviður eru hluthafar í Festi og Þórður Már var þar stjórnarformaður þar til í janúar en hann sagði af sér sem stjórnarformaður í kjölfar þess að Vítalía steig fram og sagði frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía greindi frá því á Twitter um helgina að Eggert hafi verið einn fárra sem hafi hlustað á hana og rætt við hana og leyft henni að segja sína hlið á málinu. Síðan hefur Vítalía eytt Twitter-aðgangi sínum. „Einn af þeim fáu mönnum sem talaði við mig án þess að þekkja mig, hlustaði og gaf mér tækifærið á að segja mína hlið þegar ÞMJ var búinn að leggja allt aðra sögu á borðið hjá stjórninni,“ skrifaði Vítalía í tístinu og ýjaði að því að Þórður Már og Hreggviður væru á bak við vistaskipti Eggerts. „Þetta er spilling og ekkert annað. Ég veit hvernig þessir menn spila og hvert þeir stefna. Þeir halda að þeir séu ósnertanlegir. ÞMJ og HJ eru menn sem munu alltaf bakka hvorn annan upp enda leyndarmálin þeirra ansi mörg. Þetta er ekki búið.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þessi stuðningur Eggerts við Vítalíu ekki vinsæll innan Festar, þá kannski sérstaklega hjá Þórði Má og Hreggviði, sem hafi unnið að því að steypa Eggerti af forstjórastóli. Sagði af sér sem stjórnarformaður Mál Vítaíu komst fyrst í kastljósið í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur birtist. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður Jónsson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía lýsti og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig samdægurs úr stjórn Festar vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þá lýsti Vítalía því yfir í mars að hún hyggðist kæra Þórð Má, Ara og Hreggvið til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hafði þá bókað tíma hjá kærumóttöku kynferðisbrota hjá lögreglu en fréttastofa hefur ekki vitneskju um hvort hún sé búin að leggja fram kæru á hendur þeim. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23 Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins sem birtist í dag. Þar staðfestir Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar að hún hafi starfslok Eggerts til skoðunar. Viðskiptablaðið greindi þá frá því í dag að heimildir blaðsins hermi að Eggerti hafi verið sagt upp störfum og hann fengið þær skýringar frá stjórn Festar að tími væri kominn á breytingar. Sjö ár væri hæfilegur tími á forstjórastóli. Þá segir í frétt blaðsins að mikil ólga sé innan hluthafahóps félagsins og að þorri tuttugu stærstu hluthafanna hafi fyrst frétt af starfslokum Eggerts þegar Festi sendi um það tilkynningu til Kauphallarinnar. Fram kom í tilkynningunni að Eggert hafi gert samkomulag um starfslok við Festi. Eggert hafi sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Reynist það rétt að Eggerti hafi verið sagt upp, en hann ekki sagt upp eins og sagði í tilkynningunni frá Festi, gæti félagið hafa brotið gegn upplýsingaskyldu skráðra félaga á markaði. Samkvæmt heimildum fréttastofu má rekja starfslok Eggerts til þess að hann hafi staðið þétt við bakið á Vítalíu Lazarevu, sem sakað hefur Þórð Má Jóhannesson, Hreggvið Jónsson og Ara Edwald um að hafa brotið á sér kynferðislega. Þórður Már og Hreggviður eru hluthafar í Festi og Þórður Már var þar stjórnarformaður þar til í janúar en hann sagði af sér sem stjórnarformaður í kjölfar þess að Vítalía steig fram og sagði frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía greindi frá því á Twitter um helgina að Eggert hafi verið einn fárra sem hafi hlustað á hana og rætt við hana og leyft henni að segja sína hlið á málinu. Síðan hefur Vítalía eytt Twitter-aðgangi sínum. „Einn af þeim fáu mönnum sem talaði við mig án þess að þekkja mig, hlustaði og gaf mér tækifærið á að segja mína hlið þegar ÞMJ var búinn að leggja allt aðra sögu á borðið hjá stjórninni,“ skrifaði Vítalía í tístinu og ýjaði að því að Þórður Már og Hreggviður væru á bak við vistaskipti Eggerts. „Þetta er spilling og ekkert annað. Ég veit hvernig þessir menn spila og hvert þeir stefna. Þeir halda að þeir séu ósnertanlegir. ÞMJ og HJ eru menn sem munu alltaf bakka hvorn annan upp enda leyndarmálin þeirra ansi mörg. Þetta er ekki búið.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þessi stuðningur Eggerts við Vítalíu ekki vinsæll innan Festar, þá kannski sérstaklega hjá Þórði Má og Hreggviði, sem hafi unnið að því að steypa Eggerti af forstjórastóli. Sagði af sér sem stjórnarformaður Mál Vítaíu komst fyrst í kastljósið í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur birtist. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður Jónsson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía lýsti og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig samdægurs úr stjórn Festar vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þá lýsti Vítalía því yfir í mars að hún hyggðist kæra Þórð Má, Ara og Hreggvið til lögreglu fyrir kynferðisbrot. Hún hafði þá bókað tíma hjá kærumóttöku kynferðisbrota hjá lögreglu en fréttastofa hefur ekki vitneskju um hvort hún sé búin að leggja fram kæru á hendur þeim.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23 Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34 Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8. júní 2022 06:23
Segir Eggert einn fárra sem hafi hlustað á hana Vítalía Lazareva segir Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóra Festar hf., einn fárra manna sem hafi talað við hana eftir að hún steig fram og lýsti kynferðisofbeldi, sem hún sakar hátt setta menn í samfélaginu um að hafa beitt sig. 5. júní 2022 23:34
Eggert hættir sem forstjóri Festar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1. 2. júní 2022 16:49