PGA-mótaröðin setur kylfingana sem spila í dag í bann Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2022 14:24 Dustin Johnson og Phil Mickelson í Englandi í dag. Þeir hafa báðir fyrirgert rétti sínum til að spila á PGA-mótaröðinni. Getty/Charlie Crowhurst Forráðamenn vinsælustu golfmótaraðar heims, PGA-mótaraðarinnar, hafa nú ákveðið að banna þá kylfinga sem keppa munu á fyrsta móti sádi-arabísku LIV-mótaraðarinnar sem hefst í dag. Þetta þýðir að kylfingar úr fremstu röð á borð við Dustin Johnson, Phil Mickelson, Sergio Garcia, Ian Poulter og Lee Westwood hafa verið settir í bann frá mótum á PGA-mótaröðinni. Þetta staðfestir Jay Monahan, stjórnandi PGA-mótaraðarinnar, í bréfi til þeirra sem eiga aðild að mótaröðinni. Hann segir kylfingana sem um ræðir hafa „ákveðið að snúa baki við PGA-mótaröðinni“ og tekið þá ákvörðun af eigin fjárhagslegu ástæðum. Þeir geti því ekki notið sömu tækifæra og réttinda og aðrir á PGA-mótaröðinni. These are the players who have been suspended from the PGA Tour https://t.co/iRVZEPIdQn pic.twitter.com/O4ExiyNJS5— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 9, 2022 Fyrsta mótið á hinni umdeildu LIV-mótaröð hefst í Englandi í dag og verða leiknar 54 holur á þremur dögum. Á mótinu er hæsta verðlaunafé sem nokkru sinni hefur verið í boði á einu golfmóti eða alls 25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Forráðamenn LIV-mótaraðarinnar hafa þegar svarað og sakað forráðamenn PGA-mótaraðarinnar um hefnigirni með því að banna kylfingana. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þetta þýðir að kylfingar úr fremstu röð á borð við Dustin Johnson, Phil Mickelson, Sergio Garcia, Ian Poulter og Lee Westwood hafa verið settir í bann frá mótum á PGA-mótaröðinni. Þetta staðfestir Jay Monahan, stjórnandi PGA-mótaraðarinnar, í bréfi til þeirra sem eiga aðild að mótaröðinni. Hann segir kylfingana sem um ræðir hafa „ákveðið að snúa baki við PGA-mótaröðinni“ og tekið þá ákvörðun af eigin fjárhagslegu ástæðum. Þeir geti því ekki notið sömu tækifæra og réttinda og aðrir á PGA-mótaröðinni. These are the players who have been suspended from the PGA Tour https://t.co/iRVZEPIdQn pic.twitter.com/O4ExiyNJS5— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 9, 2022 Fyrsta mótið á hinni umdeildu LIV-mótaröð hefst í Englandi í dag og verða leiknar 54 holur á þremur dögum. Á mótinu er hæsta verðlaunafé sem nokkru sinni hefur verið í boði á einu golfmóti eða alls 25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Forráðamenn LIV-mótaraðarinnar hafa þegar svarað og sakað forráðamenn PGA-mótaraðarinnar um hefnigirni með því að banna kylfingana.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira