„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2022 15:44 Breski blaðamaðurinn og brasilískur ferðafélagi hans voru á ferð djúpt inn í Amason-regnskóginum. Diego Baravelli/picture alliance via Getty Images) Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og Brasilíumaðurinn Bruno Araújo Pereira hafa verið týndir frá því á sunnudag. Voru þeir á ferð um Javari-dalinn í Amason-skóginum, skammt frá landamærum Perú. Phillips var við rannsóknarstörf vegna bókar sem hann vinnur að um náttúruvernd í regnskóginum. Pereira er sérfræðingur í málefnum ættbálka svæðisins. Voru þeir á ferð um svæðið á bát. Ekkert hefur heyrst til þeirra síðan á sunnudag. Fékk líflátshótanir BBC greinir frá því að Pereira hafi áður átt í útistöðum við veiðimenn sem stunda ólöglegar veiðar á svæðinu, og meðal annars fengið líflátshótanir. Samtök sem vinna að réttindum ættbálka svæðisins létu yfirvöld vita af hvarfi Phillips og Pereira eftir að þeir létu ekki vita af sér í bænum Atalaia do Norte á sunnudag eins og ráðgert var. Lögreglan í Brasilíu hefur hafið sakamálarannsókn vegna hvarfsins og yfirheyrt fjölda aðila, þar á meðal einn sem er með stöðu grunaðs í málinu. Talið er að sá sé einn af þeim sem sáu þá félaga síðast á lífi. Þá leitar lögregla að manninum sem talinn er hafa sent Pereira líflátshótun. Peço às autoridades, por favor, que atuem com urgência e façam todo o possível para encontrarmos Dom Phillips e Bruno Pereira! 🙏🏾💙 pic.twitter.com/nvhOGsuBum— Richarlison Andrade (@richarlison97) June 7, 2022 Hópurinn sem lét lögreglu vita af hvarfinu segja að lögregla hafi ekki sinnt málinu nægjanlega vel frá upphafi og látið hjá líðast að kanna ýmsa þræði þess. Alessandra Sampaio, Phillips, hefur grátbeðið yfirvöld í Brasilíu um að gera meira til að komast til botns í málinu. Hver sekúnda telji. Hvorki hefur fundist tangur né tetur af mönnunum tveimur. Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af hvarfinu, ef marka má orð hans frá því í gær. „Tveir menn á bát á svæði sem þessu, algjörlega brjálað. Það er ekki hægt að ráðleggja mönnum að fara í svona ævintýri. Hvað sem er getur gerst,“ sagði Bolsanaro, áður en hann bætti við vangaveltum um hvað kunni að hafa gerst. „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Brasilía Umhverfismál Bretland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og Brasilíumaðurinn Bruno Araújo Pereira hafa verið týndir frá því á sunnudag. Voru þeir á ferð um Javari-dalinn í Amason-skóginum, skammt frá landamærum Perú. Phillips var við rannsóknarstörf vegna bókar sem hann vinnur að um náttúruvernd í regnskóginum. Pereira er sérfræðingur í málefnum ættbálka svæðisins. Voru þeir á ferð um svæðið á bát. Ekkert hefur heyrst til þeirra síðan á sunnudag. Fékk líflátshótanir BBC greinir frá því að Pereira hafi áður átt í útistöðum við veiðimenn sem stunda ólöglegar veiðar á svæðinu, og meðal annars fengið líflátshótanir. Samtök sem vinna að réttindum ættbálka svæðisins létu yfirvöld vita af hvarfi Phillips og Pereira eftir að þeir létu ekki vita af sér í bænum Atalaia do Norte á sunnudag eins og ráðgert var. Lögreglan í Brasilíu hefur hafið sakamálarannsókn vegna hvarfsins og yfirheyrt fjölda aðila, þar á meðal einn sem er með stöðu grunaðs í málinu. Talið er að sá sé einn af þeim sem sáu þá félaga síðast á lífi. Þá leitar lögregla að manninum sem talinn er hafa sent Pereira líflátshótun. Peço às autoridades, por favor, que atuem com urgência e façam todo o possível para encontrarmos Dom Phillips e Bruno Pereira! 🙏🏾💙 pic.twitter.com/nvhOGsuBum— Richarlison Andrade (@richarlison97) June 7, 2022 Hópurinn sem lét lögreglu vita af hvarfinu segja að lögregla hafi ekki sinnt málinu nægjanlega vel frá upphafi og látið hjá líðast að kanna ýmsa þræði þess. Alessandra Sampaio, Phillips, hefur grátbeðið yfirvöld í Brasilíu um að gera meira til að komast til botns í málinu. Hver sekúnda telji. Hvorki hefur fundist tangur né tetur af mönnunum tveimur. Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af hvarfinu, ef marka má orð hans frá því í gær. „Tveir menn á bát á svæði sem þessu, algjörlega brjálað. Það er ekki hægt að ráðleggja mönnum að fara í svona ævintýri. Hvað sem er getur gerst,“ sagði Bolsanaro, áður en hann bætti við vangaveltum um hvað kunni að hafa gerst. „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“
Brasilía Umhverfismál Bretland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira