Segja ekki rétt að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina Árni Sæberg skrifar 7. júní 2022 22:27 Hamarshöllin í Hveragerði áður en hún hrundi í óveðri. Vísir/Magnús Hlynur Nýr meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir fullyrðingar fyrrverandi bæjarstjóra um að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina ekki réttar. Dúkurinn fauk ofan af Hamarshöllinni, uppblásnu íþróttahúsi Hvergerðinga, í febrúar síðastliðnum. Þáverandi meirihluti bæjarstjórnar ákvað að reisa höllina á ný í sömu mynd en það féll í grýttan jarðveg meðal bæjarbúa og var eitt stærsta bitbeinið í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Eftir að meirihluti bæjarstjórnar féll í kosningunum sendi Aldís Hafsteinsdóttir, þáverandi bæjarstjóri, frá sér tilkynningu þess efnis að þegar væri búið að panta nýjan dúk að utan og það væri undir nýjum meirihluta komið hvort hann yrði afpantaður eða ekki. „Því er ljóst að nýr meirihluti ætti ekki að vera bundinn af fyrri ákvörðun og getur því tekið ákvörðun fljótlega um að hefja viðræður um afpöntun á dúk Hamarshallarinnar og hafið samstundis könnun á öðrum valkostum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði,“ sagði Aldís í tilkynningu á vef Hveragerðisbæjar. Nú hefur nýr meirihluti sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að ekkert sé hæft í þessum fullyrðingum Aldísar. „Síðan hefur komið í ljós að fyrrum meirihluti Sjálfstæðisflokksins virðist aldrei hafa pantað nýjan dúk frá Duol og aldrei var gerður samningur um slíkt, né liggja fyrir nein gögn um málið í málakerfi bæjarins. Óljóst er hvers vegna þáverandi bæjarstjóri ákvað að fylgja ekki eftir ákvörðun þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins um að panta nýjan dúk frá Duol. Þó er ljóst að upplýsingar sem koma fram í frétt frá fyrrum bæjarstjóra á vef bæjarins frá 28. apríl sl. um að samningur hafi verið undirritaður um kaup á nýjum dúk frá Duol er ekki rétt þar sem enginn samningur virðist liggja fyrir, heldur aðeins tilboð sem hefur einungis verið undirritað af hálfu Hveragerðisbæjar, en ekki Duol,“ segir í tilkynningunni. Þá séu upplýsingar sem koma fram í frétt frá fyrrum bæjarstjóra frá 21. maí síðastliðnum um að hægt sé að afpanta dúkinn jafnframt röng þar sem ekki sé hægt að afpanta það sem aldrei hefur verið pantað. Aðgerðaleysi komi í veg fyrir að ný höll rísi fyrir veturinn Í tilkynningunni segir að nýr meirihluti hafi óskað eftir upplýsingum um gang mála hvað varðar Hamarshöllina strax að kosningnum loknum en að engin svör hafi borist frá fráfarandi meirihluta. Þá hafi staðgengill bæjarstjóra kallað eftir upplýsingum frá Duol, framleiðanda dúksins, að beiðni nýs meirihluta. Í gær, þann 6. júní, barst svar frá Duol þar sem fram kemur að aldrei hafi verið gengið frá samningi um pöntun á dúknum og því hafi hvorki hönnun né framleiðsla farið af stað. Pöntun á efni í dúkinn sé í byrjunarfasa en vegna stöðu á heimsmarkaði getur það tekið tíma. Þá kemur fram í svari Duol að miðað við stöðuna sé möguleiki að afhenda nýtt loftborið íþróttahús úr verksmiðjunni í byrjun október. Í tilkynningunni segir að samkvæmt sérfræðingum hjá Hveragerðisbæ þurfi að blása húsið upp í síðasta lagi í ágúst en það megi aðeins gera í mjög stilltu veðri. Berist dúkurinn eftir þann tíma sé ekki víst að hægt verði að koma húsinu upp fyrir veturinn vegna þess að ekki sé hægt að treysta á gott veður. „Í þessu samhengi skipta miklu þær 6-8 vikur sem hafa tapast vegna aðgerðarleysis fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokksins í málinu. Eins og flestir Hvergerðingar þá héldu bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar að málið hefði verið sett í feril af fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokksins og að dúkurinn frá Duol væri þegar í framleiðslu. Því miður reyndist það ekki rétt,“ segir í tilkynningunni. Tveir möguleikar í stöðunni Í tilkynningunni segir að það sé markmið nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar að nýrri Hamarshöll verði komið upp sem allra fyrst. Hann ætli að leita allra leiða til að ná því markmiði og að það verði gert í samstarfi við Íþróttafélagið Hamar og minnihlutann í bæjarstjórn, kjósi hann svo. Því séu tveir möguleikar í stöðunni: Að koma upp loftbornu íþróttahúsi með samningi við Duol. Samkvæmt upplýsingum frá Duol er fyrsti mögulegi afhendingartími úr verksmiðju í byrjun október. Þó þarf að afla nánari upplýsinga frá Duol, s.s. um kostnað, hvort að tilboð sem rann út í apríl standi enn, flutningstíma og kröfur sem Íþróttafélagið Hamar gerði um aðstöðu. Núverandi meirihluti hefur þegar sett af stað vinnu meðal starfsmanna bæjarins að afla þessara upplýsinga. Samhliða hefur meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar óskað tilboða frá tveimur norskum aðilum á stálgrindarhúsum, þ.e. frá Besthall og MSO Sport & Invest. Húsin frá Besthall eru einangruð stálgrindarhús sem klædd eru með dúk en húsin frá MSO Sport & Invest eru stálgrindarhús sem eru einangruð með yleiningum. Teikningar af sökkli Hamarshallarinnar hafa verið sendar til þessara aðila sem skoða samhliða tilboðsgerð hvort að hægt sé að setja stálgrind á grunninn og hvort styrkja þurfi hann. Óskað hefur verið eftir upplýsingum um hvenær hægt verði að koma umræddum húsum upp. „Um leið og fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir í málinu mun meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar boða til aukabæjarstjórnarfundar til að taka ákvörðun hratt og vel um uppbyggingu Hamarshallarinnar og mun bæjarstjórn vinna náið með Íþróttafélaginu Hamri vegna málsins. Vonast er til þess að þessar upplýsingar liggi fyrir á næstu dögum og verði þá hægt að koma málinu áfram. Það er von meirihlutans að allir sem að málinu hafa komið, Íþróttafélagið Hamar og öll bæjarstjórn muni vinna saman að því að leysa úr þessari alvarlegu stöðu sem upp er komin,“ segir í lok tilkynningar nýs meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Birta ítarlega tímalínu um málið Í tilkynningunni er að finna ítarlega tímalínu um Hamarshallarmálið sem ætluð er til glöggvunar á gangi málsins og gagnaöflunar um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Hana má sjá hér að neðan auk tilkynningarinnar í heild sinni sem sjá má í tengdum skjölum. ·22. febrúar 2022 – Hamarshöllin fýkur af grunni sínum í heilu lagi í miklum vindi. ·10. mars 2022 - Bæjarstjórn ákveður að láta Verkís kanna fimm valkosti við uppbyggingu Hamarshallarinnar. ·5. apríl 2022 - Bæjarfulltrúi Framsóknar óskar eftir upplýsingum um stöðu skýrslu Verkís. Bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis óskar eftir að fá upplýsingar frá Verkís sem fyrst svo að góður tími gefist til að skoða skýrsluna og fylgigögnin. Ítrekað 10. apríl þar sem meirihlutinn svaraði ekki. ·10. apríl 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar fá drög að skýrslu Verkís um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Þar er þó aðeins gerð úttekt á tveimur kostum við uppbyggingu Hamrashallarinnar en ekki þeim fimm sem ákveðið var að skoða. Kostirnir tveir í skýrslu Verkís eru dýrasti kostur stálgrindarhúss og loftborið íþróttahús. ·10.-13. apríl 2022 - Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar óska ítrekað eftir að skýrsla Verkís verði lögð fram til kynningar á fundi bæjarstjórnar 13. apríl þar sem ljóst sé að hún sé ófullgerð og aðrir kostir séu í stöðunni sem sé mikilvægt að skoða. Þessu er hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins. ·12. apríl 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar fá hluta af fylgigögnum með skýrslu Verkís send eftir ítrekaðar beiðnir. ·13. apríl 2022 – Sjálfstæðisflokkurinn tekur ákvörðun um að kaupa nýtt loftborið íþróttahús og blása upp á grunni þess sem fauk þann 22. febrúar. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar sitja hjá þar sem skýrsla Verkís er ófullgerð og mörgum spurningum er ósvarað í málinu og leggja til að málinu sé frestað um tvær vikur (sem Sjálfstæðisflokkurinn hafnar). Það kemur fram í máli Sjálfstæðisflokksins að það megi ekki bíða að panta nýjan dúk frá Duol. ·16. apríl 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar senda fyrirspurn til Duol og óska eftir upplýsingum um tilboð og samning við Hveragerðisbæ. ·27. apríl 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar ítreka fyrirspurn til Duol og óska eftir upplýsingum um tilboð og samning við Hveragerðisbæ. ·28. apríl 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis leggja fram fyrirspurn í bæjarstjórn um hvers vegna Verkís skilaði ófullgerðri skýrslu til bæjarstjórnar og hvers vegna hún hafi ekki verið unnin eftir ákvörðun bæjarstjórnar (að kanna fimm valkosti). Fyrrum bæjarstjóri svarar því að líklega hafi hann ákveðið það í samráði við Verkís og tæknideild Hveragerðisbæjar sem er í andstöðu við ákvörðun bæjarstjórnar. ·28. apríl 2022 – Bæjarstjórn samþykkir undirskriftarsöfnun um að borgarafundur verði haldinn vegna Hamarshallarinnar. ·28. apríl 2022 – Fyrrum bæjarstjóri birtir frétt á vef Hveragerðisbæjar um að samningur um kaup á dúk frá Duol hafi verið undirritaður. Síðar kemur í ljós að ekki var um samning að ræða heldur undirritað tilboð af hálfu Hveragerðisbæjar. Engar upplýsingar eru í tilboðinu um afhendingartíma. ·29. apríl 2022 – Framkvæmdastjóri Duol í Slóveníu svarar fyrirspurn bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Framsóknar frá 16. apríl um að tilboð hafi verið sent til Hveragerðisbæjar þann 22. mars og það undirritað 26. apríl. ·6. maí 2022 – Undirskriftum um ósk um borgarafund skilað til Hveragerðisbæjar. Nægilega margar undirskriftir fengust. ·9. maí 2022 – Borgarafundur um Hamarshöllina haldinn í Skyrgerðinni. ·14. maí 2022 – Sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöður Okkar Hveragerði 39,6% og þrír bæjarfulltrúar, Framsókn 27,5% og tveir bæjarfulltrúar og Sjálfstæðisflokkurinn 32,8% og tvo bæjarfulltrúa. Ljóst að meirihluti Sjálfstæðisflokksins er fallinn. ·16. maí 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar kalla eftir upplýsingum um stöðuna á máli Hamarshallarinnar. Í ljós kemur að nánast engin gögn eru í málakerfi Hveragerðisbæjar um málið, engin samskipti við Duol og eingöngu undirritað tilboð af hálfu Hveragerðisbæjar. ·21. maí 2022 – Fyrrum bæjarstjóri birtir frétt á vef Hveragerðisbæjar um að hann hafi verið í samskiptum við Duol og þar hafi komið fram að hægt sé að afturkalla pöntun á dúknum. Fréttin reynist röng þar sem dúkurinn virðist aldrei hafa verið pantaður og því ekki hægt að afpanta hann. ·22. maí 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar kalla eftir upplýsingum frá fyrrum bæjarstjóra um samskipti við Duol, einkum afritum af tölvupóstum, uppskriftum símtala og minnisblöðum um málið. Einnig var kallað eftir upplýsingum um afhendingartíma dúksins og hvort samningur hefði verið undirritaður og ef ekki hvort að drög um hann lægju fyrir. Bæjarstjóri svarar ekki erindinu og engin gögn berast. ·29. maí 2022 – Nýr meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar tekur formlega við völdum í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar, sbr. 1. mgr. 15. gr. sveitarstjórnarlaga. ·30. maí 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar funda með skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar og spyrja um gögn málsins um Hamarshöllina og samskipti og samninga við Duol. Í málakerfi bæjarins er ekki að finna nein samskipti við Duol um pöntun á dúk né að hægt sé að afpanta hann, sbr. frétt fyrrum bæjarstjóra á vef Hveragerðisbæjar 21. maí. Miðað við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar virðist samningur aldrei hafa verið gerður við Duol og dúkurinn aldrei pantaður. ·31. maí 2022 – Að beiðni meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar sendir skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar erindi til Duol og kallar eftir upplýsingum og gögnum um samskipti við fyrrum bæjarstjóra (þar sem þau eru ekki til hjá Hveragerðisbæ), þ.m.t. um afhendingartíma og drög að samningi. ·2. júní 2022 – Að beiðni meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar ítrekar byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar fyrirspurn til Duol og aftur 3. júní. ·6. júní 2022 – Svör berast frá Duol þar sem fram kemur að aldrei hafi verið gengið frá samningi um pöntun á dúknum og því hafi hönnun á húsinu verið stöðvuð en fyrirtækið sé að hefja pöntun á efni. Einnig kemur fram að miðað við stöðuna sé möguleiki að afhenda nýtt loftborið íþróttahús úr verksmiðju í byrjun október. Þá á eftir að flytja dúkinn til landsins og koma honum upp. Tengd skjöl Fréttatilkynning_vegna_Hamarshallarinnar_í_HveragerðiDOCX23KBSækja skjal Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Íþróttir barna Hamar Tengdar fréttir Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22. febrúar 2022 09:54 Gagnrýna að endurreisa eigi 5.000 fermetra hús sem fauk í heilu lagi Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að endurreisa uppblásna íþróttahöll sem fauk í óveðri í febrúar án frekari greiningarvinnu. 14. apríl 2022 21:06 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Dúkurinn fauk ofan af Hamarshöllinni, uppblásnu íþróttahúsi Hvergerðinga, í febrúar síðastliðnum. Þáverandi meirihluti bæjarstjórnar ákvað að reisa höllina á ný í sömu mynd en það féll í grýttan jarðveg meðal bæjarbúa og var eitt stærsta bitbeinið í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Eftir að meirihluti bæjarstjórnar féll í kosningunum sendi Aldís Hafsteinsdóttir, þáverandi bæjarstjóri, frá sér tilkynningu þess efnis að þegar væri búið að panta nýjan dúk að utan og það væri undir nýjum meirihluta komið hvort hann yrði afpantaður eða ekki. „Því er ljóst að nýr meirihluti ætti ekki að vera bundinn af fyrri ákvörðun og getur því tekið ákvörðun fljótlega um að hefja viðræður um afpöntun á dúk Hamarshallarinnar og hafið samstundis könnun á öðrum valkostum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði,“ sagði Aldís í tilkynningu á vef Hveragerðisbæjar. Nú hefur nýr meirihluti sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að ekkert sé hæft í þessum fullyrðingum Aldísar. „Síðan hefur komið í ljós að fyrrum meirihluti Sjálfstæðisflokksins virðist aldrei hafa pantað nýjan dúk frá Duol og aldrei var gerður samningur um slíkt, né liggja fyrir nein gögn um málið í málakerfi bæjarins. Óljóst er hvers vegna þáverandi bæjarstjóri ákvað að fylgja ekki eftir ákvörðun þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins um að panta nýjan dúk frá Duol. Þó er ljóst að upplýsingar sem koma fram í frétt frá fyrrum bæjarstjóra á vef bæjarins frá 28. apríl sl. um að samningur hafi verið undirritaður um kaup á nýjum dúk frá Duol er ekki rétt þar sem enginn samningur virðist liggja fyrir, heldur aðeins tilboð sem hefur einungis verið undirritað af hálfu Hveragerðisbæjar, en ekki Duol,“ segir í tilkynningunni. Þá séu upplýsingar sem koma fram í frétt frá fyrrum bæjarstjóra frá 21. maí síðastliðnum um að hægt sé að afpanta dúkinn jafnframt röng þar sem ekki sé hægt að afpanta það sem aldrei hefur verið pantað. Aðgerðaleysi komi í veg fyrir að ný höll rísi fyrir veturinn Í tilkynningunni segir að nýr meirihluti hafi óskað eftir upplýsingum um gang mála hvað varðar Hamarshöllina strax að kosningnum loknum en að engin svör hafi borist frá fráfarandi meirihluta. Þá hafi staðgengill bæjarstjóra kallað eftir upplýsingum frá Duol, framleiðanda dúksins, að beiðni nýs meirihluta. Í gær, þann 6. júní, barst svar frá Duol þar sem fram kemur að aldrei hafi verið gengið frá samningi um pöntun á dúknum og því hafi hvorki hönnun né framleiðsla farið af stað. Pöntun á efni í dúkinn sé í byrjunarfasa en vegna stöðu á heimsmarkaði getur það tekið tíma. Þá kemur fram í svari Duol að miðað við stöðuna sé möguleiki að afhenda nýtt loftborið íþróttahús úr verksmiðjunni í byrjun október. Í tilkynningunni segir að samkvæmt sérfræðingum hjá Hveragerðisbæ þurfi að blása húsið upp í síðasta lagi í ágúst en það megi aðeins gera í mjög stilltu veðri. Berist dúkurinn eftir þann tíma sé ekki víst að hægt verði að koma húsinu upp fyrir veturinn vegna þess að ekki sé hægt að treysta á gott veður. „Í þessu samhengi skipta miklu þær 6-8 vikur sem hafa tapast vegna aðgerðarleysis fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokksins í málinu. Eins og flestir Hvergerðingar þá héldu bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar að málið hefði verið sett í feril af fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokksins og að dúkurinn frá Duol væri þegar í framleiðslu. Því miður reyndist það ekki rétt,“ segir í tilkynningunni. Tveir möguleikar í stöðunni Í tilkynningunni segir að það sé markmið nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar að nýrri Hamarshöll verði komið upp sem allra fyrst. Hann ætli að leita allra leiða til að ná því markmiði og að það verði gert í samstarfi við Íþróttafélagið Hamar og minnihlutann í bæjarstjórn, kjósi hann svo. Því séu tveir möguleikar í stöðunni: Að koma upp loftbornu íþróttahúsi með samningi við Duol. Samkvæmt upplýsingum frá Duol er fyrsti mögulegi afhendingartími úr verksmiðju í byrjun október. Þó þarf að afla nánari upplýsinga frá Duol, s.s. um kostnað, hvort að tilboð sem rann út í apríl standi enn, flutningstíma og kröfur sem Íþróttafélagið Hamar gerði um aðstöðu. Núverandi meirihluti hefur þegar sett af stað vinnu meðal starfsmanna bæjarins að afla þessara upplýsinga. Samhliða hefur meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar óskað tilboða frá tveimur norskum aðilum á stálgrindarhúsum, þ.e. frá Besthall og MSO Sport & Invest. Húsin frá Besthall eru einangruð stálgrindarhús sem klædd eru með dúk en húsin frá MSO Sport & Invest eru stálgrindarhús sem eru einangruð með yleiningum. Teikningar af sökkli Hamarshallarinnar hafa verið sendar til þessara aðila sem skoða samhliða tilboðsgerð hvort að hægt sé að setja stálgrind á grunninn og hvort styrkja þurfi hann. Óskað hefur verið eftir upplýsingum um hvenær hægt verði að koma umræddum húsum upp. „Um leið og fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir í málinu mun meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar boða til aukabæjarstjórnarfundar til að taka ákvörðun hratt og vel um uppbyggingu Hamarshallarinnar og mun bæjarstjórn vinna náið með Íþróttafélaginu Hamri vegna málsins. Vonast er til þess að þessar upplýsingar liggi fyrir á næstu dögum og verði þá hægt að koma málinu áfram. Það er von meirihlutans að allir sem að málinu hafa komið, Íþróttafélagið Hamar og öll bæjarstjórn muni vinna saman að því að leysa úr þessari alvarlegu stöðu sem upp er komin,“ segir í lok tilkynningar nýs meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Birta ítarlega tímalínu um málið Í tilkynningunni er að finna ítarlega tímalínu um Hamarshallarmálið sem ætluð er til glöggvunar á gangi málsins og gagnaöflunar um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Hana má sjá hér að neðan auk tilkynningarinnar í heild sinni sem sjá má í tengdum skjölum. ·22. febrúar 2022 – Hamarshöllin fýkur af grunni sínum í heilu lagi í miklum vindi. ·10. mars 2022 - Bæjarstjórn ákveður að láta Verkís kanna fimm valkosti við uppbyggingu Hamarshallarinnar. ·5. apríl 2022 - Bæjarfulltrúi Framsóknar óskar eftir upplýsingum um stöðu skýrslu Verkís. Bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis óskar eftir að fá upplýsingar frá Verkís sem fyrst svo að góður tími gefist til að skoða skýrsluna og fylgigögnin. Ítrekað 10. apríl þar sem meirihlutinn svaraði ekki. ·10. apríl 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar fá drög að skýrslu Verkís um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Þar er þó aðeins gerð úttekt á tveimur kostum við uppbyggingu Hamrashallarinnar en ekki þeim fimm sem ákveðið var að skoða. Kostirnir tveir í skýrslu Verkís eru dýrasti kostur stálgrindarhúss og loftborið íþróttahús. ·10.-13. apríl 2022 - Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar óska ítrekað eftir að skýrsla Verkís verði lögð fram til kynningar á fundi bæjarstjórnar 13. apríl þar sem ljóst sé að hún sé ófullgerð og aðrir kostir séu í stöðunni sem sé mikilvægt að skoða. Þessu er hafnað af meirihluta Sjálfstæðisflokksins. ·12. apríl 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar fá hluta af fylgigögnum með skýrslu Verkís send eftir ítrekaðar beiðnir. ·13. apríl 2022 – Sjálfstæðisflokkurinn tekur ákvörðun um að kaupa nýtt loftborið íþróttahús og blása upp á grunni þess sem fauk þann 22. febrúar. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar sitja hjá þar sem skýrsla Verkís er ófullgerð og mörgum spurningum er ósvarað í málinu og leggja til að málinu sé frestað um tvær vikur (sem Sjálfstæðisflokkurinn hafnar). Það kemur fram í máli Sjálfstæðisflokksins að það megi ekki bíða að panta nýjan dúk frá Duol. ·16. apríl 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar senda fyrirspurn til Duol og óska eftir upplýsingum um tilboð og samning við Hveragerðisbæ. ·27. apríl 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar ítreka fyrirspurn til Duol og óska eftir upplýsingum um tilboð og samning við Hveragerðisbæ. ·28. apríl 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis leggja fram fyrirspurn í bæjarstjórn um hvers vegna Verkís skilaði ófullgerðri skýrslu til bæjarstjórnar og hvers vegna hún hafi ekki verið unnin eftir ákvörðun bæjarstjórnar (að kanna fimm valkosti). Fyrrum bæjarstjóri svarar því að líklega hafi hann ákveðið það í samráði við Verkís og tæknideild Hveragerðisbæjar sem er í andstöðu við ákvörðun bæjarstjórnar. ·28. apríl 2022 – Bæjarstjórn samþykkir undirskriftarsöfnun um að borgarafundur verði haldinn vegna Hamarshallarinnar. ·28. apríl 2022 – Fyrrum bæjarstjóri birtir frétt á vef Hveragerðisbæjar um að samningur um kaup á dúk frá Duol hafi verið undirritaður. Síðar kemur í ljós að ekki var um samning að ræða heldur undirritað tilboð af hálfu Hveragerðisbæjar. Engar upplýsingar eru í tilboðinu um afhendingartíma. ·29. apríl 2022 – Framkvæmdastjóri Duol í Slóveníu svarar fyrirspurn bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis og Framsóknar frá 16. apríl um að tilboð hafi verið sent til Hveragerðisbæjar þann 22. mars og það undirritað 26. apríl. ·6. maí 2022 – Undirskriftum um ósk um borgarafund skilað til Hveragerðisbæjar. Nægilega margar undirskriftir fengust. ·9. maí 2022 – Borgarafundur um Hamarshöllina haldinn í Skyrgerðinni. ·14. maí 2022 – Sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöður Okkar Hveragerði 39,6% og þrír bæjarfulltrúar, Framsókn 27,5% og tveir bæjarfulltrúar og Sjálfstæðisflokkurinn 32,8% og tvo bæjarfulltrúa. Ljóst að meirihluti Sjálfstæðisflokksins er fallinn. ·16. maí 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar kalla eftir upplýsingum um stöðuna á máli Hamarshallarinnar. Í ljós kemur að nánast engin gögn eru í málakerfi Hveragerðisbæjar um málið, engin samskipti við Duol og eingöngu undirritað tilboð af hálfu Hveragerðisbæjar. ·21. maí 2022 – Fyrrum bæjarstjóri birtir frétt á vef Hveragerðisbæjar um að hann hafi verið í samskiptum við Duol og þar hafi komið fram að hægt sé að afturkalla pöntun á dúknum. Fréttin reynist röng þar sem dúkurinn virðist aldrei hafa verið pantaður og því ekki hægt að afpanta hann. ·22. maí 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar kalla eftir upplýsingum frá fyrrum bæjarstjóra um samskipti við Duol, einkum afritum af tölvupóstum, uppskriftum símtala og minnisblöðum um málið. Einnig var kallað eftir upplýsingum um afhendingartíma dúksins og hvort samningur hefði verið undirritaður og ef ekki hvort að drög um hann lægju fyrir. Bæjarstjóri svarar ekki erindinu og engin gögn berast. ·29. maí 2022 – Nýr meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar tekur formlega við völdum í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar, sbr. 1. mgr. 15. gr. sveitarstjórnarlaga. ·30. maí 2022 – Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar funda með skrifstofustjóra Hveragerðisbæjar og spyrja um gögn málsins um Hamarshöllina og samskipti og samninga við Duol. Í málakerfi bæjarins er ekki að finna nein samskipti við Duol um pöntun á dúk né að hægt sé að afpanta hann, sbr. frétt fyrrum bæjarstjóra á vef Hveragerðisbæjar 21. maí. Miðað við fyrirliggjandi gögn og upplýsingar virðist samningur aldrei hafa verið gerður við Duol og dúkurinn aldrei pantaður. ·31. maí 2022 – Að beiðni meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar sendir skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar erindi til Duol og kallar eftir upplýsingum og gögnum um samskipti við fyrrum bæjarstjóra (þar sem þau eru ekki til hjá Hveragerðisbæ), þ.m.t. um afhendingartíma og drög að samningi. ·2. júní 2022 – Að beiðni meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar ítrekar byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar fyrirspurn til Duol og aftur 3. júní. ·6. júní 2022 – Svör berast frá Duol þar sem fram kemur að aldrei hafi verið gengið frá samningi um pöntun á dúknum og því hafi hönnun á húsinu verið stöðvuð en fyrirtækið sé að hefja pöntun á efni. Einnig kemur fram að miðað við stöðuna sé möguleiki að afhenda nýtt loftborið íþróttahús úr verksmiðju í byrjun október. Þá á eftir að flytja dúkinn til landsins og koma honum upp. Tengd skjöl Fréttatilkynning_vegna_Hamarshallarinnar_í_HveragerðiDOCX23KBSækja skjal
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Íþróttir barna Hamar Tengdar fréttir Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22. febrúar 2022 09:54 Gagnrýna að endurreisa eigi 5.000 fermetra hús sem fauk í heilu lagi Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að endurreisa uppblásna íþróttahöll sem fauk í óveðri í febrúar án frekari greiningarvinnu. 14. apríl 2022 21:06 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22. febrúar 2022 09:54
Gagnrýna að endurreisa eigi 5.000 fermetra hús sem fauk í heilu lagi Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að endurreisa uppblásna íþróttahöll sem fauk í óveðri í febrúar án frekari greiningarvinnu. 14. apríl 2022 21:06