Hæst dæmdi hestur í heimi: Ég svíf bara, segir ræktandinn Árni Sæberg skrifar 7. júní 2022 19:52 Nýtt heimsmet var slegið þegar Helga Una Björnsdóttir sýndi stóðhestinn Viðar frá Skör á Hellu og hleut hann í aðaleinkunn 9,04. Eiðfaxi/Nicki Pfau Nýtt heimsmet var slegið á kynbótabrautinni á Gaddstaðaflötum á Hellu í dag þegar stóðhesturinn Viðar frá Skör hlaut 9,04 í aðaleinkunn. Er hann þar með hæst dæmdi kynbótahestur í heimi, en það var afreksknapinn Helga Una Björnsdóttir sem sýndi Viðar af mikilli fagmennsku. Fáheyrð einkunn var gefin bæði fyrir hæfileika og sköpulag. Með þessu er fyrra heimsmet Þráins frá Flagbjarnarholti fallið, sem hlaut 8,95 í aðaleinkunn árið 2018. Greint var frá heimsmetinu á www.eidfaxi.is „Ég svíf bara og er svolítið lítill í mér,“ sagði Karl Áki Sigurðsson, ræktandi Viðars, í samtali við fréttastofu, hrærður yfir árangri hestsins, en um stórviðburð er að ræða í hestaheiminum. „Það er einsdæmi að rækta svona hest. Það var alveg meiriháttar að horfa á sýninguna og Helga Una gerði það frábærlega.“ Viðar er undan Hrannari frá Flugumýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Ræktandi er Karl Áki, eins og fyrr segir, og eigendur Gitte og Flemming Fast, frá Danmörku. „Viðar sýndi strax mikla hæfileika 4 vetra gamall og þá þegar var sagt í gríni að þessi hestur ætti eftir að slá heimsmet. Ótrúlegir ganghæfileikar komu mjög fljótt í ljós og svo er geðslag hestsins algert úrval,“ segir Karl Áki, sem var í áhorfendabrekkunni að fylgjast með í dag. ,,Ég er ekki kominn niður á jörðina ennþá. Þetta er svo ótrúlegt þegar vel gengur.“ Í meðfylgjandi myndbandi frá streymisveitunni Alendis TV má sjá valin brot úr stjörnusýningu Helgu Unu á Viðari frá Skör í dag. Hér má sjá dóm Viðars frá Skör: IS2014101486 Viðar frá Skör Örmerki: 352206000096660 Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt Ræktandi: Karl Áki Sigurðsson Eigandi: Flemming Fast, Gitte Fast Lambertsen F.: IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II Ff.: IS1995165864 Kraftur frá Bringu Fm.: IS1992258600 Hending frá Flugumýri M.: IS2003287015 Vár frá Auðsholtshjáleigu Mf.: IS1992158707 Spuni frá Miðsitju Mm.: IS1997287054 Vordís frá Auðsholtshjáleigu Mál (cm): 146 – 135 – 141 – 64 – 145 – 39 – 46 – 43 – 6,7 – 30,5 – 19,0 Hófa mál: V.fr.: 8,9 – V.a.: 7,8 Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 = 8,89 Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 9,5 = 9,12 Hægt tölt: 8,5 Aðaleinkunn: 9,04 Hæfileikar án skeiðs: 9,14 Aðaleinkunn án skeiðs: 9,05 Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir Hestaíþróttir Hestar Rangárþing ytra Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Með þessu er fyrra heimsmet Þráins frá Flagbjarnarholti fallið, sem hlaut 8,95 í aðaleinkunn árið 2018. Greint var frá heimsmetinu á www.eidfaxi.is „Ég svíf bara og er svolítið lítill í mér,“ sagði Karl Áki Sigurðsson, ræktandi Viðars, í samtali við fréttastofu, hrærður yfir árangri hestsins, en um stórviðburð er að ræða í hestaheiminum. „Það er einsdæmi að rækta svona hest. Það var alveg meiriháttar að horfa á sýninguna og Helga Una gerði það frábærlega.“ Viðar er undan Hrannari frá Flugumýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Ræktandi er Karl Áki, eins og fyrr segir, og eigendur Gitte og Flemming Fast, frá Danmörku. „Viðar sýndi strax mikla hæfileika 4 vetra gamall og þá þegar var sagt í gríni að þessi hestur ætti eftir að slá heimsmet. Ótrúlegir ganghæfileikar komu mjög fljótt í ljós og svo er geðslag hestsins algert úrval,“ segir Karl Áki, sem var í áhorfendabrekkunni að fylgjast með í dag. ,,Ég er ekki kominn niður á jörðina ennþá. Þetta er svo ótrúlegt þegar vel gengur.“ Í meðfylgjandi myndbandi frá streymisveitunni Alendis TV má sjá valin brot úr stjörnusýningu Helgu Unu á Viðari frá Skör í dag. Hér má sjá dóm Viðars frá Skör: IS2014101486 Viðar frá Skör Örmerki: 352206000096660 Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt Ræktandi: Karl Áki Sigurðsson Eigandi: Flemming Fast, Gitte Fast Lambertsen F.: IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II Ff.: IS1995165864 Kraftur frá Bringu Fm.: IS1992258600 Hending frá Flugumýri M.: IS2003287015 Vár frá Auðsholtshjáleigu Mf.: IS1992158707 Spuni frá Miðsitju Mm.: IS1997287054 Vordís frá Auðsholtshjáleigu Mál (cm): 146 – 135 – 141 – 64 – 145 – 39 – 46 – 43 – 6,7 – 30,5 – 19,0 Hófa mál: V.fr.: 8,9 – V.a.: 7,8 Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 = 8,89 Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 9,5 = 9,12 Hægt tölt: 8,5 Aðaleinkunn: 9,04 Hæfileikar án skeiðs: 9,14 Aðaleinkunn án skeiðs: 9,05 Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir
Hestaíþróttir Hestar Rangárþing ytra Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira