Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. júní 2022 19:32 Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir erfitt að segja til um tímaramma þegar kemur að rannsókninni. Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Lögregla hefur lítið viljað gefa upp um rannsókn málsins á þessu stigi, en segir þó að henni miði vel. Ekki hefur enn verið rætt við öll vitni í málinu en sú vinna er í gangi. Þá geti enn bæst í hóp þeirra sem lögregla muni taka vitnaskýrslur af. „Nú erum við bara í upplýsingaöflun og vinna úr þeim gögnum sem að við höfum verið að sækja. Það er fyrst og fremst sú vinna sem er í gangi, að skoða framburði og fleira,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónbn hjá rannsóknardeild lögreglu, aðspurður um næstu skref. Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna ógnandi hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. Þá sagði fyrrverandi nágranni að maðurinn hafi skapað ógn, mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma og taldi hann ljóst að maðurinn væri greinilega veikur. Lögregla telur sig ekki hafa getað brugðist öðruvísi við, líkt og Margeir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en líkt og viðgengst í alvarlegum ofbeldismálum verða þó sérfræðingar fengnir til að meta hinn grunaða. „Þetta er ekki bundið neitt sérstaklega við þetta mál frekar en önnur. Þetta er bara almennt sem að lögreglan hefur tök á að gera, leita til sérfræðinga til þess að meta einstaklinga, og þá með tilliti til ástands og þess háttar,“ segir Margeir. Geta ekki tjáð sig um dánarorsök Að svo stöddu getur lögregla ekkert sagt til um hvort játning liggi fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Réttarkrufning mun síðar fara fram til að skera úr um dánarorsök mannsins en Margeir segist ekki geta tjáð sig að svo stöddu um hvort þau hafi vísbendingar um hvernig maðurinn lést, og þá hvort hann hafi verið barinn. „Við bara bíðum eftir niðurstöðum og síðan skoðum við málið út frá því,“ segir hann. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til fyrsta júlí næstkomandi en hann hefur enn frest til að kæra þann úrskurð. Telji lögregla ástæðu til geta þau farið fram á lengra gæsluvarðhald en engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu. Það sem eftir stendur rannsóknar, þar á meðal mat á hinum grunaða og réttarkrufning, geti tekið langan tíma. „Það geta verið einhverjir mánuðir til að fá endanlega niðurstöðu í öllum þeim rannsóknum sem að fara fram,“ segir Margeir. Lögreglumál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Lögregla hefur lítið viljað gefa upp um rannsókn málsins á þessu stigi, en segir þó að henni miði vel. Ekki hefur enn verið rætt við öll vitni í málinu en sú vinna er í gangi. Þá geti enn bæst í hóp þeirra sem lögregla muni taka vitnaskýrslur af. „Nú erum við bara í upplýsingaöflun og vinna úr þeim gögnum sem að við höfum verið að sækja. Það er fyrst og fremst sú vinna sem er í gangi, að skoða framburði og fleira,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónbn hjá rannsóknardeild lögreglu, aðspurður um næstu skref. Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna ógnandi hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. Þá sagði fyrrverandi nágranni að maðurinn hafi skapað ógn, mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma og taldi hann ljóst að maðurinn væri greinilega veikur. Lögregla telur sig ekki hafa getað brugðist öðruvísi við, líkt og Margeir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en líkt og viðgengst í alvarlegum ofbeldismálum verða þó sérfræðingar fengnir til að meta hinn grunaða. „Þetta er ekki bundið neitt sérstaklega við þetta mál frekar en önnur. Þetta er bara almennt sem að lögreglan hefur tök á að gera, leita til sérfræðinga til þess að meta einstaklinga, og þá með tilliti til ástands og þess háttar,“ segir Margeir. Geta ekki tjáð sig um dánarorsök Að svo stöddu getur lögregla ekkert sagt til um hvort játning liggi fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Réttarkrufning mun síðar fara fram til að skera úr um dánarorsök mannsins en Margeir segist ekki geta tjáð sig að svo stöddu um hvort þau hafi vísbendingar um hvernig maðurinn lést, og þá hvort hann hafi verið barinn. „Við bara bíðum eftir niðurstöðum og síðan skoðum við málið út frá því,“ segir hann. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til fyrsta júlí næstkomandi en hann hefur enn frest til að kæra þann úrskurð. Telji lögregla ástæðu til geta þau farið fram á lengra gæsluvarðhald en engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu. Það sem eftir stendur rannsóknar, þar á meðal mat á hinum grunaða og réttarkrufning, geti tekið langan tíma. „Það geta verið einhverjir mánuðir til að fá endanlega niðurstöðu í öllum þeim rannsóknum sem að fara fram,“ segir Margeir.
Lögreglumál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira