Myrtar fyrir að vilja skilja við eiginmenn sína Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. júní 2022 14:32 Hér hvíla systurnar Arooj og Aneesa Abbas, í fæðingarbæ sínum Gujrat í Pakistan. SOHAIL SHAHZAD/EPA Tvær ungar konur, búsettar í Barcelona á Spáni, voru myrtar í heimalandi sínu Pakistan, þegar þær neituðu að taka eiginmenn sína með heim til Spánar. Þær voru þvingaðar til að giftast frændum sínum fyrir nokkrum árum. Málið hefur beint sjónum Spánverja að þvinguðum hjónaböndum. Systurnar Arooj og Aneesa fluttu ungar til Barcelona ásamt pakistönskum foreldrum sínum. Þegar þær voru 18 ára var farið með þær til fæðingarlands sína, Pakistan, þar sem þær voru látnar giftast ungum frændum sínum. Þær sneru síðan aftur til Barcelona, þar sem þær hafa alið manninn síðan. Vildu skilja við eiginmenn sína Fyrir nokkru voru systurnar, 21 og 24 ára, beðnar um að snúa aftur til Pakistan til að sækja mennina sína, fara með þá til Barcelona þar sem þeir gætu, í krafti hjónabandsins, fengið dvalar- og atvinnuleyfi. Þær þverneituðu, vildu skilja við frændur sína og halda áfram lífi sínu í spænsku samfélagi þar sem þær áttu unnusta. Móðir þeirra og tveir bræður héldu hins vegar á dögunum til Pakistan til að heimsækja ættingja sína. Stúlkurnar fengu örskömmu síðar boð um að drífa sig til Pakistan, móðir þeirra væri alvarlega veik og hugsanlega dauðvona. Systurnar voru ekki fyrr komnar í þorpið sitt, en eldri bróðir þeirra og frændi, myrtu þær með köldu blóði. Fyrst reyndu þeir að kyrkja þær, en þegar það bar ekki árangur, fengu þær sitthvora byssukúluna í gegnum höfuðið. Mennirnir sex sem eru í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa skipulagt og myrt systurnar.SOHAIL SHAHZAD/EPA Á meðan á þessu gekk var móðurinni haldið fanginni á heimili fjölskyldunnar. Lögreglan hefur nú frelsað hana úr prísundinni og aðstoðað hana við að snúa aftur til Barcelona ásamt 13 ára syni sínum. Sex karlmenn úr fjölskyldunni hafa verið handteknir grunaðir um þaulskipulagt morð á systrunum, þeirra á meðal morðingjarnir tveir og eiginmennirnir tveir. Árekstur kynslóðanna hefur sorglegar afleiðingar Þetta mál hefur vakið gríðarlega athygli í spænsku þjóðfélagi og vakið upp umræður um þvinguð hjónabönd og heiðursmorð. Komið hefur fram í fjölmiðlum að félagsmálayfirvöld og , lögreglan hafa á síðustu árum afhjúpað um 30 þvinguð hjónabönd á Spáni, flest í Katalóníu. Á sama tíma hefur komið fram að framin séu um 500 heiðursmorð af þessum toga ár hvert í Pakistan. Málið hefur sömuleiðis vakið upp umræður um menningarárekstur kynslóðanna. Systurnar, Arooj og Aneesa, vildu aðlagast siðum og reglum þess samfélags sem þær bjuggu í. Þær voru fluttar að heiman, þær klæddust að vestrænum hætti og áttu pakistanska unnusta í Barcelona sem höfðu aðlagast samfélaginu sem ól þá. Það var ekki í takt við siði, venjur og hugsanir hinna eldri í fjölskyldunni, sem á endanum leiddi til þessara hræðilegu söguloka fyrir Arooj og Aneesa. Spánn Pakistan Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Systurnar Arooj og Aneesa fluttu ungar til Barcelona ásamt pakistönskum foreldrum sínum. Þegar þær voru 18 ára var farið með þær til fæðingarlands sína, Pakistan, þar sem þær voru látnar giftast ungum frændum sínum. Þær sneru síðan aftur til Barcelona, þar sem þær hafa alið manninn síðan. Vildu skilja við eiginmenn sína Fyrir nokkru voru systurnar, 21 og 24 ára, beðnar um að snúa aftur til Pakistan til að sækja mennina sína, fara með þá til Barcelona þar sem þeir gætu, í krafti hjónabandsins, fengið dvalar- og atvinnuleyfi. Þær þverneituðu, vildu skilja við frændur sína og halda áfram lífi sínu í spænsku samfélagi þar sem þær áttu unnusta. Móðir þeirra og tveir bræður héldu hins vegar á dögunum til Pakistan til að heimsækja ættingja sína. Stúlkurnar fengu örskömmu síðar boð um að drífa sig til Pakistan, móðir þeirra væri alvarlega veik og hugsanlega dauðvona. Systurnar voru ekki fyrr komnar í þorpið sitt, en eldri bróðir þeirra og frændi, myrtu þær með köldu blóði. Fyrst reyndu þeir að kyrkja þær, en þegar það bar ekki árangur, fengu þær sitthvora byssukúluna í gegnum höfuðið. Mennirnir sex sem eru í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa skipulagt og myrt systurnar.SOHAIL SHAHZAD/EPA Á meðan á þessu gekk var móðurinni haldið fanginni á heimili fjölskyldunnar. Lögreglan hefur nú frelsað hana úr prísundinni og aðstoðað hana við að snúa aftur til Barcelona ásamt 13 ára syni sínum. Sex karlmenn úr fjölskyldunni hafa verið handteknir grunaðir um þaulskipulagt morð á systrunum, þeirra á meðal morðingjarnir tveir og eiginmennirnir tveir. Árekstur kynslóðanna hefur sorglegar afleiðingar Þetta mál hefur vakið gríðarlega athygli í spænsku þjóðfélagi og vakið upp umræður um þvinguð hjónabönd og heiðursmorð. Komið hefur fram í fjölmiðlum að félagsmálayfirvöld og , lögreglan hafa á síðustu árum afhjúpað um 30 þvinguð hjónabönd á Spáni, flest í Katalóníu. Á sama tíma hefur komið fram að framin séu um 500 heiðursmorð af þessum toga ár hvert í Pakistan. Málið hefur sömuleiðis vakið upp umræður um menningarárekstur kynslóðanna. Systurnar, Arooj og Aneesa, vildu aðlagast siðum og reglum þess samfélags sem þær bjuggu í. Þær voru fluttar að heiman, þær klæddust að vestrænum hætti og áttu pakistanska unnusta í Barcelona sem höfðu aðlagast samfélaginu sem ól þá. Það var ekki í takt við siði, venjur og hugsanir hinna eldri í fjölskyldunni, sem á endanum leiddi til þessara hræðilegu söguloka fyrir Arooj og Aneesa.
Spánn Pakistan Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
„Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30
Ísland styrkir baráttuna gegn barnahjónaböndum í Malaví Nauðungarhjónaböndum barnungra stúlkna fjölgar nú á ný á tímum heimsfaraldursins. Slíkum hjónaböndum hafði fækkað á síðustu árum. Víða í heiminum er afturför í réttindamálum stúlkna. 12. október 2020 11:25