Haaland hetja Norðmanna í Stokkhólmi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Haaland fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Haaland fagnar öðru marka sinna í kvöld. Michael Campanella/Getty Images

Erling Braut Haaland var hetja Norðmanna sem unnu 2-1 sigur á Svíum í Þjóðadeild karla í fótbolta í Stokkhólmi í kvöld.

Bæði lið voru með þrjú stig fyrir leik kvöldsins, eftir sigra þeirra beggja á fimmtudaginn var. Noregur vann Serbíu á útivelli 1-0 og Svíþjóð vann Slóveníu 2-0.

Haaland kom Noregi yfir á 20. mínútu með marki úr vítaspyrnu og tvöfaldaði forystuna með sínu öðru mark á 69. mínútu eftir stoðsendingu frá Alexander Sörloth. Anthony Elanga, leikmaður Manchester United, minnkaði muninn í uppbótartíma fyrir Svíþjóð og þar við sat.

Noregur vann 2-1 og er með sex stig eftir tvo leiki. Serbar unnu Slóvena 4-1 í kvöld og eru þeir með þrjú stig, líkt og Svíþjóð. Slóvenar eru án stiga eftir tvo leiki.

Norðmenn mæta Slóvenum eftir þrjá daga og Svíar taka á móti Serbíu. Liðin tvö eigast svo við öðru sinni þann 12. júní þegar Svíar heimsækja Osló.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira