Allt jafnt hjá Ítalíu og Þýskalandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Joshua Kimmich skoraði mark Þýskalands í kvöld en var ekki par sáttur með leikinn.
Joshua Kimmich skoraði mark Þýskalands í kvöld en var ekki par sáttur með leikinn. Alex Grimm/Getty Images

Ítalía og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í Þjóðadeildinni í kvöld. Evrópumeistararnir fengu Þýskaland í heimsókn í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni 2022. Ítalir – sem komust ekki á HM í Katar – lutu í gras fyrir Argentínu í Álfubikar á dögunum og mistókst einnig að ná í sigur í kvöld.

Fyrri hálfleikur var einkar tíðindalítill en í þeim síðari lifnaði þó aðeins yfir mannskapnum. Aðallega hvað spjaldasöfnun varðar en alls fóru átta gul spjöld á loft.

Mörkin urðu þau tvö, á 70. mínútu kom Lorenzo Pellgrini heimamönnum yfir en þremur mínútum síðar jafnaði Joshua Kimmich metin. Staðan 1-1 og þar við sat.

Liðin leika í riðli 3 í A-deild með Englandi og Ungverjalandi. Staðan eftir fyrstu umferð er sú að Ungverjar tróna á toppnum, Þjóðverjar og Ítalir koma þar á eftir og Englendingar reka lestina.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira