Viðskipti innlent

Sjá fram á að vanta muni þúsundir iðnaðar­manna

Atli Ísleifsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa
Um 15 þúsund eru nú starfandi í byggingariðnaði hér á landi. 
Um 15 þúsund eru nú starfandi í byggingariðnaði hér á landi.  Vísir/Vilhelm

Samtök iðnaðarins segja að ef fyrirætlanir um fjölgun íbúðarhúsnæðis á næstu árum ganga eftir muni vanta þúsundir iðnaðarmanna til starfa en að stjórnvöld hafi ekki tekið mið af því í fjárframlögum til iðnnáms.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu og haft eftir Ingólfi Bender, aðalhagfræðingi Samtaka iðnaðarins, að nú séu um 15 þúsund manns starfandi í byggingageiranum. Fjölgunin síðasta ár sé ekki nóg til að standa undir eftirspurn og að flytja þurfi inn vinnuafl.

Hann segir að um sé að ræða ákveðna þversögn en á síðasta skólavetri hafi um sjö hundruð manns verið vísað frá iðnnámi vegna þess að stjórnvöld höfðu ekki lagt nægjanlegt fjármagn í iðnnám til að mæta þeirra bráðu mannaflaþörf sem væri í greininni.

Blaðið segir ennfremur frá því að fjöldi þeirra í byggingariðnaði hafi ekki náð þeim fjölda og var í mánuðina fyrir hrunið 2008 en þá hafi um 18 þúsund manns starfað í greininni.


Tengdar fréttir

Hlut­fall er­lends vinnu­afls aldrei hærra og þörf á aukningu

Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×