Blaðamenn DV og Fréttablaðsins brutu ekki siðareglur Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júní 2022 14:51 DV og Fréttablaðið eru bæði í eigu Torgs ehf. en eru með aðskildar ritstjórnir. Vísir/Vilhelm Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður DV, og Sigurjón Björn Torfason, blaðamaður Fréttablaðsins, brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands með umfjöllun um meint ofbeldi innan Orkuveitu Húsavíkur. Þann 23. apríl síðastliðinn birtist frétt á vef DV undir fyrirsögninni: „Viðkvæmt ofbeldismál skekur Orkuveitu Húsavíkur og bæjarskrifstofur – Skvetti sjóðandi kaffi yfir fatlaðan starfsmann“ og sama dag birtist frétt á vef Fréttablaðsins undir fyrirsögninni: „Segir ofbeldismál þaggað niður á Húsavík“. Skvetti sjóðandi vatni yfir samstarfsmann Þar var fjallað um árás á fatlaðan mann á kaffistofu í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Vinnufélagi mannsins veittist að honum og skvetti yfir hann sjóðandi kaffi þar sem honum mislíkaði það sem maðurinn sagði. Samkvæmt frétt DV er málið í ferli innanhúss hjá Orkuveitunni og sagt í góðum farvegi. Í grein DV var rætt við bróður þolanda árásarinnar sem var misboðið þegar árásarmaðurinn mætti aftur til vinnu eftir stutt leyfi. Fréttablaðið fjallaði um málið og vísaði beint í umfjöllun DV. Þar komu því fram sömu atriði og í frétt DV. Hvorki sá sem varð fyrir kaffinu né sá sem skvetti því voru nafngreindir í umfjöllun miðlanna tveggja. Kvartaði þar sem enginn hafði samband Sá sem skvetti kaffinu taldi fréttirnar ganga gegn hagsmunum hans og kærði umfjöllunina til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hann kvartaði yfir því að enginn hafi haft samband við sig við vinnslu fréttarinnar. Í svari Ágústs Borgþórs til siðanefndar kemur fram að í grein DV séu öll meginatriði málsins rétt og segir að engin ástæða hafi verið til þess að fá leyfi gerenda til að birta greinina. Hagsmunum gerendans hafi verið gætt og hann ekki nafngreindur. Í svari Sigurjóns Bjarnar og Fréttablaðsins segir að ekkert í kæru mannsins fjalli um greinina á vef Fréttablaðsins. Vildi að fréttirnar yrðu fjarlægðar Maðurinn krafðist þess að fréttirnar yrðu fjarlægðar þar sem hann hafi haft skaða af birtingu þeirra. Þá taldi hann Ágúst Borgþór ekki hafa farið eftir 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Niðurstaða siðanefndar BÍ var sú að blaðamennirnir hefðu ekki brotið siðareglur við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Þann 23. apríl síðastliðinn birtist frétt á vef DV undir fyrirsögninni: „Viðkvæmt ofbeldismál skekur Orkuveitu Húsavíkur og bæjarskrifstofur – Skvetti sjóðandi kaffi yfir fatlaðan starfsmann“ og sama dag birtist frétt á vef Fréttablaðsins undir fyrirsögninni: „Segir ofbeldismál þaggað niður á Húsavík“. Skvetti sjóðandi vatni yfir samstarfsmann Þar var fjallað um árás á fatlaðan mann á kaffistofu í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Vinnufélagi mannsins veittist að honum og skvetti yfir hann sjóðandi kaffi þar sem honum mislíkaði það sem maðurinn sagði. Samkvæmt frétt DV er málið í ferli innanhúss hjá Orkuveitunni og sagt í góðum farvegi. Í grein DV var rætt við bróður þolanda árásarinnar sem var misboðið þegar árásarmaðurinn mætti aftur til vinnu eftir stutt leyfi. Fréttablaðið fjallaði um málið og vísaði beint í umfjöllun DV. Þar komu því fram sömu atriði og í frétt DV. Hvorki sá sem varð fyrir kaffinu né sá sem skvetti því voru nafngreindir í umfjöllun miðlanna tveggja. Kvartaði þar sem enginn hafði samband Sá sem skvetti kaffinu taldi fréttirnar ganga gegn hagsmunum hans og kærði umfjöllunina til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hann kvartaði yfir því að enginn hafi haft samband við sig við vinnslu fréttarinnar. Í svari Ágústs Borgþórs til siðanefndar kemur fram að í grein DV séu öll meginatriði málsins rétt og segir að engin ástæða hafi verið til þess að fá leyfi gerenda til að birta greinina. Hagsmunum gerendans hafi verið gætt og hann ekki nafngreindur. Í svari Sigurjóns Bjarnar og Fréttablaðsins segir að ekkert í kæru mannsins fjalli um greinina á vef Fréttablaðsins. Vildi að fréttirnar yrðu fjarlægðar Maðurinn krafðist þess að fréttirnar yrðu fjarlægðar þar sem hann hafi haft skaða af birtingu þeirra. Þá taldi hann Ágúst Borgþór ekki hafa farið eftir 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Niðurstaða siðanefndar BÍ var sú að blaðamennirnir hefðu ekki brotið siðareglur við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira