Blaðamenn DV og Fréttablaðsins brutu ekki siðareglur Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júní 2022 14:51 DV og Fréttablaðið eru bæði í eigu Torgs ehf. en eru með aðskildar ritstjórnir. Vísir/Vilhelm Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamaður DV, og Sigurjón Björn Torfason, blaðamaður Fréttablaðsins, brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands með umfjöllun um meint ofbeldi innan Orkuveitu Húsavíkur. Þann 23. apríl síðastliðinn birtist frétt á vef DV undir fyrirsögninni: „Viðkvæmt ofbeldismál skekur Orkuveitu Húsavíkur og bæjarskrifstofur – Skvetti sjóðandi kaffi yfir fatlaðan starfsmann“ og sama dag birtist frétt á vef Fréttablaðsins undir fyrirsögninni: „Segir ofbeldismál þaggað niður á Húsavík“. Skvetti sjóðandi vatni yfir samstarfsmann Þar var fjallað um árás á fatlaðan mann á kaffistofu í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Vinnufélagi mannsins veittist að honum og skvetti yfir hann sjóðandi kaffi þar sem honum mislíkaði það sem maðurinn sagði. Samkvæmt frétt DV er málið í ferli innanhúss hjá Orkuveitunni og sagt í góðum farvegi. Í grein DV var rætt við bróður þolanda árásarinnar sem var misboðið þegar árásarmaðurinn mætti aftur til vinnu eftir stutt leyfi. Fréttablaðið fjallaði um málið og vísaði beint í umfjöllun DV. Þar komu því fram sömu atriði og í frétt DV. Hvorki sá sem varð fyrir kaffinu né sá sem skvetti því voru nafngreindir í umfjöllun miðlanna tveggja. Kvartaði þar sem enginn hafði samband Sá sem skvetti kaffinu taldi fréttirnar ganga gegn hagsmunum hans og kærði umfjöllunina til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hann kvartaði yfir því að enginn hafi haft samband við sig við vinnslu fréttarinnar. Í svari Ágústs Borgþórs til siðanefndar kemur fram að í grein DV séu öll meginatriði málsins rétt og segir að engin ástæða hafi verið til þess að fá leyfi gerenda til að birta greinina. Hagsmunum gerendans hafi verið gætt og hann ekki nafngreindur. Í svari Sigurjóns Bjarnar og Fréttablaðsins segir að ekkert í kæru mannsins fjalli um greinina á vef Fréttablaðsins. Vildi að fréttirnar yrðu fjarlægðar Maðurinn krafðist þess að fréttirnar yrðu fjarlægðar þar sem hann hafi haft skaða af birtingu þeirra. Þá taldi hann Ágúst Borgþór ekki hafa farið eftir 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Niðurstaða siðanefndar BÍ var sú að blaðamennirnir hefðu ekki brotið siðareglur við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Þann 23. apríl síðastliðinn birtist frétt á vef DV undir fyrirsögninni: „Viðkvæmt ofbeldismál skekur Orkuveitu Húsavíkur og bæjarskrifstofur – Skvetti sjóðandi kaffi yfir fatlaðan starfsmann“ og sama dag birtist frétt á vef Fréttablaðsins undir fyrirsögninni: „Segir ofbeldismál þaggað niður á Húsavík“. Skvetti sjóðandi vatni yfir samstarfsmann Þar var fjallað um árás á fatlaðan mann á kaffistofu í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Vinnufélagi mannsins veittist að honum og skvetti yfir hann sjóðandi kaffi þar sem honum mislíkaði það sem maðurinn sagði. Samkvæmt frétt DV er málið í ferli innanhúss hjá Orkuveitunni og sagt í góðum farvegi. Í grein DV var rætt við bróður þolanda árásarinnar sem var misboðið þegar árásarmaðurinn mætti aftur til vinnu eftir stutt leyfi. Fréttablaðið fjallaði um málið og vísaði beint í umfjöllun DV. Þar komu því fram sömu atriði og í frétt DV. Hvorki sá sem varð fyrir kaffinu né sá sem skvetti því voru nafngreindir í umfjöllun miðlanna tveggja. Kvartaði þar sem enginn hafði samband Sá sem skvetti kaffinu taldi fréttirnar ganga gegn hagsmunum hans og kærði umfjöllunina til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hann kvartaði yfir því að enginn hafi haft samband við sig við vinnslu fréttarinnar. Í svari Ágústs Borgþórs til siðanefndar kemur fram að í grein DV séu öll meginatriði málsins rétt og segir að engin ástæða hafi verið til þess að fá leyfi gerenda til að birta greinina. Hagsmunum gerendans hafi verið gætt og hann ekki nafngreindur. Í svari Sigurjóns Bjarnar og Fréttablaðsins segir að ekkert í kæru mannsins fjalli um greinina á vef Fréttablaðsins. Vildi að fréttirnar yrðu fjarlægðar Maðurinn krafðist þess að fréttirnar yrðu fjarlægðar þar sem hann hafi haft skaða af birtingu þeirra. Þá taldi hann Ágúst Borgþór ekki hafa farið eftir 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Niðurstaða siðanefndar BÍ var sú að blaðamennirnir hefðu ekki brotið siðareglur við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira