„Ég er ekkert að fara í Val í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 12:56 Heimir Hallgrímsson á vellinum í Volgograd á HM í Rússlandi 2018. Eftir að hafa hætt með íslenska landsliðið þjálfaði hann Al Arabi í tvö og hálft ár en hefur síðan verið án þjálfarastarfs. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson segir „leiðinlegt“ að lesa í fjölmiðlum orðróma þess efnis að hann sé að taka við knattspyrnuliði Vals af nafna sínum Heimi Guðjónssyni. Hann hafi ekki rætt við Val og stefni sjálfur enn á að þjálfa erlendis. Vangaveltur hafa verið uppi um stöðu Heimis Guðjónssonar í ljósi slæms gengis Vals það sem af er leiktíð, en liðið er nú þegar ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Bestu deildinni og úr leik í Mjólkurbikarnum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er í fríi fram í næstu viku og hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum varðandi stöðu Heimis hjá félaginu. Varaformaðurinn Jón Höskuldsson vildi ekki tjá sig við Vísi að öðru leyti en því að Heimir Guðjónsson væri „eins og er“ þjálfari Vals. Heimir Hallgrímsson er langstærsta nafnið hér á landi af þeim þjálfurum sem ekki eru í starfi. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi þjálfaði síðast Al Arabi í Katar þar til í fyrrasumar. „Alltaf verið í forgangi að fara út“ Hann gefur sjálfur lítið fyrir fullyrðingar þess efnis að hann verði næsti þjálfari Vals, sem endurbirtar hafa verið í sumum fjölmiðlum. „Vonandi kemst ég bara aftur út. Það er stefnan að fara aftur út,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi í dag. Fullyrðir hann þá sem sagt að hann sé ekki að taka við Val? „Það hefur ekkert verið talað við mig í þessu. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, því nú þekki ég Heimi Guðjóns vel,“ segir Heimir, óhress með umfjöllun um stöðu kollega síns. „Ég er með nokkra möguleika í gangi og er ekkert að fara að ákveða strax. En ég er ekkert að fara í Val í dag. Hvað verður í framtíðinni? Kannski einhvern tímann en ég er ekki á leiðinni í Val í dag. Ég stefni á að fara út og er með möguleika í dag á að fara út, og það hefur alltaf verið í forgangi að fara út,“ segir Heimir. Heimir stýrði Al Arabi frá desember 2018 og fram á fyrrasumar, eftir að hafa verið landsliðsþjálfari karla á Íslandi í tæp sjö ár og skilað liðinu á EM og HM. Aðspurður hvort að eitt ár teljist langur tími án þjálfarastarfs svarar Heimir: „Nei, ég hef bara þurft á þessum tíma að halda. Ég hef verið með möguleika á að fara út en ég vil bara velja rétt.“ Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um stöðu Heimis Guðjónssonar í ljósi slæms gengis Vals það sem af er leiktíð, en liðið er nú þegar ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Bestu deildinni og úr leik í Mjólkurbikarnum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er í fríi fram í næstu viku og hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum varðandi stöðu Heimis hjá félaginu. Varaformaðurinn Jón Höskuldsson vildi ekki tjá sig við Vísi að öðru leyti en því að Heimir Guðjónsson væri „eins og er“ þjálfari Vals. Heimir Hallgrímsson er langstærsta nafnið hér á landi af þeim þjálfurum sem ekki eru í starfi. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi þjálfaði síðast Al Arabi í Katar þar til í fyrrasumar. „Alltaf verið í forgangi að fara út“ Hann gefur sjálfur lítið fyrir fullyrðingar þess efnis að hann verði næsti þjálfari Vals, sem endurbirtar hafa verið í sumum fjölmiðlum. „Vonandi kemst ég bara aftur út. Það er stefnan að fara aftur út,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi í dag. Fullyrðir hann þá sem sagt að hann sé ekki að taka við Val? „Það hefur ekkert verið talað við mig í þessu. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, því nú þekki ég Heimi Guðjóns vel,“ segir Heimir, óhress með umfjöllun um stöðu kollega síns. „Ég er með nokkra möguleika í gangi og er ekkert að fara að ákveða strax. En ég er ekkert að fara í Val í dag. Hvað verður í framtíðinni? Kannski einhvern tímann en ég er ekki á leiðinni í Val í dag. Ég stefni á að fara út og er með möguleika í dag á að fara út, og það hefur alltaf verið í forgangi að fara út,“ segir Heimir. Heimir stýrði Al Arabi frá desember 2018 og fram á fyrrasumar, eftir að hafa verið landsliðsþjálfari karla á Íslandi í tæp sjö ár og skilað liðinu á EM og HM. Aðspurður hvort að eitt ár teljist langur tími án þjálfarastarfs svarar Heimir: „Nei, ég hef bara þurft á þessum tíma að halda. Ég hef verið með möguleika á að fara út en ég vil bara velja rétt.“
Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira