„Ég er ekkert að fara í Val í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 12:56 Heimir Hallgrímsson á vellinum í Volgograd á HM í Rússlandi 2018. Eftir að hafa hætt með íslenska landsliðið þjálfaði hann Al Arabi í tvö og hálft ár en hefur síðan verið án þjálfarastarfs. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson segir „leiðinlegt“ að lesa í fjölmiðlum orðróma þess efnis að hann sé að taka við knattspyrnuliði Vals af nafna sínum Heimi Guðjónssyni. Hann hafi ekki rætt við Val og stefni sjálfur enn á að þjálfa erlendis. Vangaveltur hafa verið uppi um stöðu Heimis Guðjónssonar í ljósi slæms gengis Vals það sem af er leiktíð, en liðið er nú þegar ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Bestu deildinni og úr leik í Mjólkurbikarnum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er í fríi fram í næstu viku og hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum varðandi stöðu Heimis hjá félaginu. Varaformaðurinn Jón Höskuldsson vildi ekki tjá sig við Vísi að öðru leyti en því að Heimir Guðjónsson væri „eins og er“ þjálfari Vals. Heimir Hallgrímsson er langstærsta nafnið hér á landi af þeim þjálfurum sem ekki eru í starfi. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi þjálfaði síðast Al Arabi í Katar þar til í fyrrasumar. „Alltaf verið í forgangi að fara út“ Hann gefur sjálfur lítið fyrir fullyrðingar þess efnis að hann verði næsti þjálfari Vals, sem endurbirtar hafa verið í sumum fjölmiðlum. „Vonandi kemst ég bara aftur út. Það er stefnan að fara aftur út,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi í dag. Fullyrðir hann þá sem sagt að hann sé ekki að taka við Val? „Það hefur ekkert verið talað við mig í þessu. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, því nú þekki ég Heimi Guðjóns vel,“ segir Heimir, óhress með umfjöllun um stöðu kollega síns. „Ég er með nokkra möguleika í gangi og er ekkert að fara að ákveða strax. En ég er ekkert að fara í Val í dag. Hvað verður í framtíðinni? Kannski einhvern tímann en ég er ekki á leiðinni í Val í dag. Ég stefni á að fara út og er með möguleika í dag á að fara út, og það hefur alltaf verið í forgangi að fara út,“ segir Heimir. Heimir stýrði Al Arabi frá desember 2018 og fram á fyrrasumar, eftir að hafa verið landsliðsþjálfari karla á Íslandi í tæp sjö ár og skilað liðinu á EM og HM. Aðspurður hvort að eitt ár teljist langur tími án þjálfarastarfs svarar Heimir: „Nei, ég hef bara þurft á þessum tíma að halda. Ég hef verið með möguleika á að fara út en ég vil bara velja rétt.“ Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um stöðu Heimis Guðjónssonar í ljósi slæms gengis Vals það sem af er leiktíð, en liðið er nú þegar ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Bestu deildinni og úr leik í Mjólkurbikarnum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er í fríi fram í næstu viku og hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum varðandi stöðu Heimis hjá félaginu. Varaformaðurinn Jón Höskuldsson vildi ekki tjá sig við Vísi að öðru leyti en því að Heimir Guðjónsson væri „eins og er“ þjálfari Vals. Heimir Hallgrímsson er langstærsta nafnið hér á landi af þeim þjálfurum sem ekki eru í starfi. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi þjálfaði síðast Al Arabi í Katar þar til í fyrrasumar. „Alltaf verið í forgangi að fara út“ Hann gefur sjálfur lítið fyrir fullyrðingar þess efnis að hann verði næsti þjálfari Vals, sem endurbirtar hafa verið í sumum fjölmiðlum. „Vonandi kemst ég bara aftur út. Það er stefnan að fara aftur út,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi í dag. Fullyrðir hann þá sem sagt að hann sé ekki að taka við Val? „Það hefur ekkert verið talað við mig í þessu. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, því nú þekki ég Heimi Guðjóns vel,“ segir Heimir, óhress með umfjöllun um stöðu kollega síns. „Ég er með nokkra möguleika í gangi og er ekkert að fara að ákveða strax. En ég er ekkert að fara í Val í dag. Hvað verður í framtíðinni? Kannski einhvern tímann en ég er ekki á leiðinni í Val í dag. Ég stefni á að fara út og er með möguleika í dag á að fara út, og það hefur alltaf verið í forgangi að fara út,“ segir Heimir. Heimir stýrði Al Arabi frá desember 2018 og fram á fyrrasumar, eftir að hafa verið landsliðsþjálfari karla á Íslandi í tæp sjö ár og skilað liðinu á EM og HM. Aðspurður hvort að eitt ár teljist langur tími án þjálfarastarfs svarar Heimir: „Nei, ég hef bara þurft á þessum tíma að halda. Ég hef verið með möguleika á að fara út en ég vil bara velja rétt.“
Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti