Innlent

Kristinn metinn hæfastur í Landsrétt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kristinn Halldórsson dómstjóri hefur verið metinn hæfastur til að gegna embætti Landsréttardómara af dómnefnd.
Kristinn Halldórsson dómstjóri hefur verið metinn hæfastur til að gegna embætti Landsréttardómara af dómnefnd. Vísir/Vilhelm

Kristinn Halldórsson dómstjóri var metinn hæfastur sjö umsækjenda í embæti dómara við Landsrétt af dómnefnd. 

Embættiði var auglýst laust til umsóknar í Lögbirtingablaðinu 11. mars síðastliðinn. Alls bárust átta umsóknir um embættið en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka þann 20. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 

Aðrir sem sóttu um stöðuna voru Arnaldur Hjartarson héraðsdómari, Ásgerður Ragnarsdóttir héraðsdómar, Hildur Briem héraðsdómari, Jónas Friðrik Jónsson lögmaður, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, Pétur Dam Leifsson héraðsdómari, Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari. 

Í dómnefndinni sitja Eiríkur Tómasson, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson og Þorgeir Örlygsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×