Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júní 2022 14:10 Fólk hefur þurft að bíða í löngum biðröðum á flugvöllum um alla Evrópu. Getty/Mr Cole Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. Flugvellir í Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Bretlandi hafa allir greint frá löngum biðröðum hjá sér seinustu daga. Í Frakklandi bilaði tölvukerfi á bæði Charles de Gaulle og Orly-flugvöllunum og urðu því miklar tafir á brottförum og komum farþegaflugs. Tölvukerfið sem um ræðir er notað af landamæraeftirlitinu þar í landi og gátu farþegar ekki komist í gegnum eftirlitið. Í Hamburg í Þýskalandi var öllum flugum seinkað og mátti enginn fara inn á eða út af flugvellinum í smá tíma. Samkvæmt þýska dagblaðinu Bild var flugvellinum lokað vegna lögreglurannsóknar en ekki er vitað hvers vegna það þurfti að loka honum. @bpol_nord pic.twitter.com/Uda55OBF9j— Hamburg Airport (@HamburgAirport) June 1, 2022 Á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þurftu farþegar að bíða í löngum biðröðum þar sem ekki hafði náðst að ráða nægilega marga starfsmenn til að starfa í öryggisleit flugvallarins. Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi glímir við sama vandamál. Verst er ástandið í Bretlandi þar sem flugfélög hafa þurft að aflýsa fjölda ferða og ríkja miklar deilur meðal ráðamanna og flugvallarstarfsmanna um hver beri ábyrgð á því. Ráðamenn vilja meina að flugvellirnir hafi ekki ráðið nægilega margt starfsfólk á flugvöllinn og að ferðaskrifstofur hafi selt fleiri flugsæti en eru í boði. Yfirmenn á flugvöllum segja að tafirnar megi rekja til aukinna réttinda sem starfsmenn þurfa að hafa til að mega starfa við öryggishlið vallanna. Fréttir af flugi Þýskaland Frakkland Danmörk Svíþjóð Bretland Holland Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Flugvellir í Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Bretlandi hafa allir greint frá löngum biðröðum hjá sér seinustu daga. Í Frakklandi bilaði tölvukerfi á bæði Charles de Gaulle og Orly-flugvöllunum og urðu því miklar tafir á brottförum og komum farþegaflugs. Tölvukerfið sem um ræðir er notað af landamæraeftirlitinu þar í landi og gátu farþegar ekki komist í gegnum eftirlitið. Í Hamburg í Þýskalandi var öllum flugum seinkað og mátti enginn fara inn á eða út af flugvellinum í smá tíma. Samkvæmt þýska dagblaðinu Bild var flugvellinum lokað vegna lögreglurannsóknar en ekki er vitað hvers vegna það þurfti að loka honum. @bpol_nord pic.twitter.com/Uda55OBF9j— Hamburg Airport (@HamburgAirport) June 1, 2022 Á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þurftu farþegar að bíða í löngum biðröðum þar sem ekki hafði náðst að ráða nægilega marga starfsmenn til að starfa í öryggisleit flugvallarins. Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi glímir við sama vandamál. Verst er ástandið í Bretlandi þar sem flugfélög hafa þurft að aflýsa fjölda ferða og ríkja miklar deilur meðal ráðamanna og flugvallarstarfsmanna um hver beri ábyrgð á því. Ráðamenn vilja meina að flugvellirnir hafi ekki ráðið nægilega margt starfsfólk á flugvöllinn og að ferðaskrifstofur hafi selt fleiri flugsæti en eru í boði. Yfirmenn á flugvöllum segja að tafirnar megi rekja til aukinna réttinda sem starfsmenn þurfa að hafa til að mega starfa við öryggishlið vallanna.
Fréttir af flugi Þýskaland Frakkland Danmörk Svíþjóð Bretland Holland Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira