Slapp með skrekkinn: „Hefði ég ekki náð því væri verið að setja mig saman eins og einhverja Legókubba“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 07:30 Markvörðurinn Sveinn Sigurður er óbrotinn. Um gömul brot var að ræða. Markvörðurinn lifði því í þeim misskilningi að hann hefði aldrei brotið bein. Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara óvenju góður, er bara með smá hausverk og nokkra sauma í andlitinu. Þetta fór betur en á horfðist þar sem ég fékk fréttir eftir myndatökuna að ég væri tvíbrotinn í andliti,“ sagði Sveinn Sigurður Jóhannesson, markvörður Vals, sem var borinn af velli eftir skelfilegan árekstur í leik gegn Fram á dögunum. Sveinn Sigurður hefur verið varamarkvörður Vals um árabil en fékk tækifærið er Guy Smit, hollenski markvörður liðsins, tognaði á læri nýverið. Sveinn Sigurður var að spila þinn þriðja leik á leiktíðinni er Valur heimsótti Fram í Safamýri. Um miðbik fyrri hálfleiks – í stöðunni 1-0 fyrir Val – kemur Sveinn Sigurður út úr teig sínum til að hreinsa boltann í burtu sem hann og gerir. Í kjölfarið fær hann hnéð á Jannik Holmsgaard, leikmanni Fram, af öllu afli í andlitið. Farið var yfir áreksturinn í Stúkunni en athygli vekur að Holmsgaard fékk gult spjald fyrir atvikið. Klippa: Sveinn Sigurður borinn af velli „Þegar myndirnar voru skoðaðar betur kom í ljós að ég var ekki brotinn, þetta voru ekki fersk brot heldur gömul brot. Ég sem hafði staðið í þeirri trú að ég hefði aldrei brotið bein. Ég hafði ekki hugmynd.“ „Læknirinn talaði um að þetta væru líklega svona tveggja ára gömul brot og fannst mjög sérstakt að ég skyldi ekkert hafa vitað af þeim.Þetta er sennilega úr einhverju gömlu samstuði sem ég hef ekkert verið að pæla í,“ sagði Sveinn Sigurður. „Mögulega er ég stundum full ákveðinn“ „Læknirinn sagði að ég væri með fallega hvítt bein á meðan hann saumaði sex til átta spor í andlitið á mér, móður minni til mikillar gleði,“ sagði Sveinn Sigurður og hló en ljóst er að húmorinn er til staðar þrátt fyrir höggið sem hann varð fyrir. „Þetta leit ekki vel út þegar læknirinn kom niður og sagði mér að ég væri tvíbrotinn í andlitinu og með heilahristing. En að þetta séu gömul brot er bara skemmtileg saga.“ Sveinn Sigurður segist ekki hafa lent í mörgum árekstrum til þessa á ferlinum og telur sig nokkuð heppinn. Mögulega er ég stundum full ákveðinn,“ bætti hann þó við en það hefur aldrei verið slæmt fyrir markvörð að vera ákveðinn. Ætlaði ekki að láta skipta sér út af „Þetta er náttúrulega ógeðslega svekkjandi og lét sjúkraþjálfarann (Einar Óla Þorvarðarson) heyra það þegar hann ætlaði að láta taka mig af velli. Ég ætlaði alls ekki að fara út af og spurði hann hvort hann gæti ekki bara vafið þetta á meðan ég var á sama tíma varla með meðvitund.“ „Ég bað hann svo afsökunar á æfingu í gær. Viðurkenndi að þetta hefði sennilega verið skynsöm ákvörðun hjá honum.“ Sigurði Sveini fannst þetta sérstaklega svekkjandi þar sem hann var loks kominn í markið og hann taldi Val vera með fulla stjórn á leiknum. „Ég hafði frekar góða tilfinningu á þessum tíma leiksins og svo kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Hefði getað farið mun verr Á einhvern undraverðan hátt tókst Sveini Sigurði að koma í veg fyrir frekari meiðsli með því að slæma hendi fyrr munn og nef rétt áður en höggið átti sér stað. „Ég hélt fyrst að ég væri handleggsbrotinn. Það voru teknar myndir af hendinni en hún er óbrotin, ljóst að þetta var samt alvöru högg. Hefði ég ekki náð því [að setja hendina fyrir andlitið] væri núna verið að setja mig saman eins og einhverja Legókubba,“ sagði Sveinn Sigurður og glotti við tönn. Sveinn Sigurður í leik gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings fyrr í sumar.Vísir/Hulda Margrét Markvörðurinn er sem stendur heima hjá sér enda á hann að taka því rólega næstu daga. Hann segist ekki vilja ögra meiðslum sem þessum og þakkar stuðninginn, bæði heima fyrir og hjá Val. Sveinn Sigurður vonast til að þetta verði ekki of langur tími á hliðarlínunni og að hann snúi aftur fyrr en síðar. Einnig telur hann að Guy Smit verði klár eftir landsleikjahlé „án þess þó að vita nokkuð um það.“ „Fæ örugglega einhverja geggjaða Batman-grímu“ „Þetta fór eins vel og hægt var miðað við hvernig þetta leit út í byrjun. Vonandi er þetta bara smá heilahristingur og ég get byrjað að æfa aftur sem fyrst. Fæ örugglega einhverja geggjaða Batman-grímu. Það fyndna er samt að ég hélt ég hefði aldrei brotið bein,“ sagði Sveinn Sigurður að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Sveinn Sigurður hefur verið varamarkvörður Vals um árabil en fékk tækifærið er Guy Smit, hollenski markvörður liðsins, tognaði á læri nýverið. Sveinn Sigurður var að spila þinn þriðja leik á leiktíðinni er Valur heimsótti Fram í Safamýri. Um miðbik fyrri hálfleiks – í stöðunni 1-0 fyrir Val – kemur Sveinn Sigurður út úr teig sínum til að hreinsa boltann í burtu sem hann og gerir. Í kjölfarið fær hann hnéð á Jannik Holmsgaard, leikmanni Fram, af öllu afli í andlitið. Farið var yfir áreksturinn í Stúkunni en athygli vekur að Holmsgaard fékk gult spjald fyrir atvikið. Klippa: Sveinn Sigurður borinn af velli „Þegar myndirnar voru skoðaðar betur kom í ljós að ég var ekki brotinn, þetta voru ekki fersk brot heldur gömul brot. Ég sem hafði staðið í þeirri trú að ég hefði aldrei brotið bein. Ég hafði ekki hugmynd.“ „Læknirinn talaði um að þetta væru líklega svona tveggja ára gömul brot og fannst mjög sérstakt að ég skyldi ekkert hafa vitað af þeim.Þetta er sennilega úr einhverju gömlu samstuði sem ég hef ekkert verið að pæla í,“ sagði Sveinn Sigurður. „Mögulega er ég stundum full ákveðinn“ „Læknirinn sagði að ég væri með fallega hvítt bein á meðan hann saumaði sex til átta spor í andlitið á mér, móður minni til mikillar gleði,“ sagði Sveinn Sigurður og hló en ljóst er að húmorinn er til staðar þrátt fyrir höggið sem hann varð fyrir. „Þetta leit ekki vel út þegar læknirinn kom niður og sagði mér að ég væri tvíbrotinn í andlitinu og með heilahristing. En að þetta séu gömul brot er bara skemmtileg saga.“ Sveinn Sigurður segist ekki hafa lent í mörgum árekstrum til þessa á ferlinum og telur sig nokkuð heppinn. Mögulega er ég stundum full ákveðinn,“ bætti hann þó við en það hefur aldrei verið slæmt fyrir markvörð að vera ákveðinn. Ætlaði ekki að láta skipta sér út af „Þetta er náttúrulega ógeðslega svekkjandi og lét sjúkraþjálfarann (Einar Óla Þorvarðarson) heyra það þegar hann ætlaði að láta taka mig af velli. Ég ætlaði alls ekki að fara út af og spurði hann hvort hann gæti ekki bara vafið þetta á meðan ég var á sama tíma varla með meðvitund.“ „Ég bað hann svo afsökunar á æfingu í gær. Viðurkenndi að þetta hefði sennilega verið skynsöm ákvörðun hjá honum.“ Sigurði Sveini fannst þetta sérstaklega svekkjandi þar sem hann var loks kominn í markið og hann taldi Val vera með fulla stjórn á leiknum. „Ég hafði frekar góða tilfinningu á þessum tíma leiksins og svo kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Hefði getað farið mun verr Á einhvern undraverðan hátt tókst Sveini Sigurði að koma í veg fyrir frekari meiðsli með því að slæma hendi fyrr munn og nef rétt áður en höggið átti sér stað. „Ég hélt fyrst að ég væri handleggsbrotinn. Það voru teknar myndir af hendinni en hún er óbrotin, ljóst að þetta var samt alvöru högg. Hefði ég ekki náð því [að setja hendina fyrir andlitið] væri núna verið að setja mig saman eins og einhverja Legókubba,“ sagði Sveinn Sigurður og glotti við tönn. Sveinn Sigurður í leik gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings fyrr í sumar.Vísir/Hulda Margrét Markvörðurinn er sem stendur heima hjá sér enda á hann að taka því rólega næstu daga. Hann segist ekki vilja ögra meiðslum sem þessum og þakkar stuðninginn, bæði heima fyrir og hjá Val. Sveinn Sigurður vonast til að þetta verði ekki of langur tími á hliðarlínunni og að hann snúi aftur fyrr en síðar. Einnig telur hann að Guy Smit verði klár eftir landsleikjahlé „án þess þó að vita nokkuð um það.“ „Fæ örugglega einhverja geggjaða Batman-grímu“ „Þetta fór eins vel og hægt var miðað við hvernig þetta leit út í byrjun. Vonandi er þetta bara smá heilahristingur og ég get byrjað að æfa aftur sem fyrst. Fæ örugglega einhverja geggjaða Batman-grímu. Það fyndna er samt að ég hélt ég hefði aldrei brotið bein,“ sagði Sveinn Sigurður að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira