Hrósar umgjörðinni hjá Stjörnunni en segir stuðninginn mega vera meiri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2022 12:00 Heiða Ragney Viðarsdóttir og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir mættu í upphitunarþátt fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna. stöð 2 sport Þróttarinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir og Stjörnukonan Heiða Ragney Viðarsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttir í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna sem hefst á morgun. Þróttur og Stjarnan eigast við í afar mikilvægum leik í Laugardalnum á morgun. Þróttur er í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í því fjórða. Álfhildur, sem er fyrirliði Þróttar, kveðst afar þakklát fyrir þann stuðning sem liðið hefur fengið undanfarin ár. „Ég kalla þau öll Köttara. Þau eru öll frábær og ég get ekki hætt að hrósa þeim fyrir hversu vel þau hafa staðið sig í gegnum síðustu ár. Það er ótrúlega gott að hafa þennan stuðning,“ sagði Álfhildur. „Þau láta vel í sér heyra á öllum leikjum og eru mjög dugleg að mæta sama hvar við erum.“ Álfhildur segir að Þróttarar séu brattir eftir góða byrjun á tímabilinu og leyfa sér að dreyma um titilbaráttu. „Það væri ótrúlega gaman. Okkur hefur gengið vel. Leikir sem hefðu endað með jafntefli í fyrrasumar höfum við unnið undir lokin. Það er greinilega skref fram á við þar. Auðvitað er stefnan alltaf að ná sem lengst.“ Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð eftir tvö nokkuð sannfærandi töp fyrir Breiðabliki og Val þar á undan. Heiða segist mátulega sátt með hvernig Stjörnukonur hafa byrjað tímabilið. „Eftir ÍBV-leikinn vorum við drullufúlar en það er alltaf erfitt að koma þangað og stig þar er alltaf gott. Tapið fyrir Breiðabliki, það var bara ekki góður leikur að okkar hálfu, en Valsleikurinn var allt öðruvísi og þessi 0-2 sigur segir ekki hvernig leikurinn var. Það voru engin færi í þessum leik og þær skoruðu bara úr hornum,“ sagði Heiða. „Þetta gefur ekki alveg raunhæfa mynd af því hvernig við höfum spilað. Við höfum spilað mjög vel. Þetta er kannski fínt spark í rassinn fyrir okkur því við ætluðum okkur stóra hluti. Þetta hefur haldið okkur niðri á jörðinni. Við þurfum bara að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og safna stigum.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 7. umferð Heiða er á sínu öðru tímabili hjá Stjörnunni en hún lék áður með Þór/KA. Helena bað hana um að bera félögin saman. „Umgjörðin er mjög ólík. Fyrir norðan er risa kvennaráð sem sér um hópinn. Það er rosa mikil samheldni, maður þekkir foreldra allra í liðinu og það mæta allir á leiki. Svo er endalaust af einhverjum vörutalningum. Við erum endalaust að safna pening sem þéttir hópinn,“ sagði Heiða. „Í Garðabænum er allt til staðar. Umgjörðin er rosa góð. Það er allt gert fyrir okkur. En aftur á móti kemur fólk ekki mikið á leiki þótt við séum með frábært þjálfarateymi og fáum frábæra umgjörð. Stuðningurinn innan Garðabæjar upplifi ég ekki mikinn eins og ég upplifði heima.“ Upphitunarþáttinn fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 7. umferð Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Þróttur og Stjarnan eigast við í afar mikilvægum leik í Laugardalnum á morgun. Þróttur er í 2. sæti deildarinnar en Stjarnan í því fjórða. Álfhildur, sem er fyrirliði Þróttar, kveðst afar þakklát fyrir þann stuðning sem liðið hefur fengið undanfarin ár. „Ég kalla þau öll Köttara. Þau eru öll frábær og ég get ekki hætt að hrósa þeim fyrir hversu vel þau hafa staðið sig í gegnum síðustu ár. Það er ótrúlega gott að hafa þennan stuðning,“ sagði Álfhildur. „Þau láta vel í sér heyra á öllum leikjum og eru mjög dugleg að mæta sama hvar við erum.“ Álfhildur segir að Þróttarar séu brattir eftir góða byrjun á tímabilinu og leyfa sér að dreyma um titilbaráttu. „Það væri ótrúlega gaman. Okkur hefur gengið vel. Leikir sem hefðu endað með jafntefli í fyrrasumar höfum við unnið undir lokin. Það er greinilega skref fram á við þar. Auðvitað er stefnan alltaf að ná sem lengst.“ Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð eftir tvö nokkuð sannfærandi töp fyrir Breiðabliki og Val þar á undan. Heiða segist mátulega sátt með hvernig Stjörnukonur hafa byrjað tímabilið. „Eftir ÍBV-leikinn vorum við drullufúlar en það er alltaf erfitt að koma þangað og stig þar er alltaf gott. Tapið fyrir Breiðabliki, það var bara ekki góður leikur að okkar hálfu, en Valsleikurinn var allt öðruvísi og þessi 0-2 sigur segir ekki hvernig leikurinn var. Það voru engin færi í þessum leik og þær skoruðu bara úr hornum,“ sagði Heiða. „Þetta gefur ekki alveg raunhæfa mynd af því hvernig við höfum spilað. Við höfum spilað mjög vel. Þetta er kannski fínt spark í rassinn fyrir okkur því við ætluðum okkur stóra hluti. Þetta hefur haldið okkur niðri á jörðinni. Við þurfum bara að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig og safna stigum.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 7. umferð Heiða er á sínu öðru tímabili hjá Stjörnunni en hún lék áður með Þór/KA. Helena bað hana um að bera félögin saman. „Umgjörðin er mjög ólík. Fyrir norðan er risa kvennaráð sem sér um hópinn. Það er rosa mikil samheldni, maður þekkir foreldra allra í liðinu og það mæta allir á leiki. Svo er endalaust af einhverjum vörutalningum. Við erum endalaust að safna pening sem þéttir hópinn,“ sagði Heiða. „Í Garðabænum er allt til staðar. Umgjörðin er rosa góð. Það er allt gert fyrir okkur. En aftur á móti kemur fólk ekki mikið á leiki þótt við séum með frábært þjálfarateymi og fáum frábæra umgjörð. Stuðningurinn innan Garðabæjar upplifi ég ekki mikinn eins og ég upplifði heima.“ Upphitunarþáttinn fyrir 7. umferð Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 7. umferð
Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira