UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 21:31 Fjölmargir stuðningsmenn Liverpool hafa sagt frá ofbeldi af hálfu frönsku lögreglunnar. Matthias Hangst/Getty Images Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. Leikurinn tafðist um meira en hálftíma þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, sem höfðu beðið í yfir tvær klukkustundir, stóðu enn í röð utan vallarins þegar leikurinn átti upprunalega að hefjast. Fjölmörg myndbönd birtust af franskri lögreglu að beita táragasi á stuðningsmenn liðsins sem voru margir hverjir enn í röð eftir að leikurinn hófst. Lögreglan í París hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins. Frönsk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem stórfelldu miðasvindli var kennt um ástandið sem skapaðist. UEFA commissions independent report into events surrounding UEFA Champions League final.— UEFA (@UEFA) May 30, 2022 Í yfirlýsingu UEFA í dag segir að yfirgripsmikil og óháð rannsókn muni fara fram, þar sem þónokkrir þættir verða til skoðunar. Þar á meðal er ákvarðanataka, ábyrgð og hegðun þeirra sem áttu hlut að máli á laugardagskvöld. Meðal hlutaðeigandi aðila eru UEFA sem skipulagsaðili, frönsk yfirvöld, lögreglan í París og stuðningsmenn Liverpool. Dr. Brandao Rodrigues, sem er portúgalskur þingmaður og fyrrum menntamálaráðherra þar í landi, mun leiða rannsóknina. Fram kemur í yfirlýsingu UEFA að hann geri það án greiðslu frá sambandinu (e. pro bono) til að gætt sé að heilindum. Real Madrid vann leikinn á laugardag 1-0 og vann þar með sinn 14. Meistaradeildartitil. Where were the police when my wife got mugged her watch stolen bruised and my son attack and beaten. Nowhere @GDarmanin . Pathetic excuses #UEFA #ChampionsLeagueFinal #France pic.twitter.com/EYXLjaQ2ug— Jason Mcateer (@MCATEER4) May 30, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Tengdar fréttir Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31 Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Leikurinn tafðist um meira en hálftíma þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, sem höfðu beðið í yfir tvær klukkustundir, stóðu enn í röð utan vallarins þegar leikurinn átti upprunalega að hefjast. Fjölmörg myndbönd birtust af franskri lögreglu að beita táragasi á stuðningsmenn liðsins sem voru margir hverjir enn í röð eftir að leikurinn hófst. Lögreglan í París hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins. Frönsk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem stórfelldu miðasvindli var kennt um ástandið sem skapaðist. UEFA commissions independent report into events surrounding UEFA Champions League final.— UEFA (@UEFA) May 30, 2022 Í yfirlýsingu UEFA í dag segir að yfirgripsmikil og óháð rannsókn muni fara fram, þar sem þónokkrir þættir verða til skoðunar. Þar á meðal er ákvarðanataka, ábyrgð og hegðun þeirra sem áttu hlut að máli á laugardagskvöld. Meðal hlutaðeigandi aðila eru UEFA sem skipulagsaðili, frönsk yfirvöld, lögreglan í París og stuðningsmenn Liverpool. Dr. Brandao Rodrigues, sem er portúgalskur þingmaður og fyrrum menntamálaráðherra þar í landi, mun leiða rannsóknina. Fram kemur í yfirlýsingu UEFA að hann geri það án greiðslu frá sambandinu (e. pro bono) til að gætt sé að heilindum. Real Madrid vann leikinn á laugardag 1-0 og vann þar með sinn 14. Meistaradeildartitil. Where were the police when my wife got mugged her watch stolen bruised and my son attack and beaten. Nowhere @GDarmanin . Pathetic excuses #UEFA #ChampionsLeagueFinal #France pic.twitter.com/EYXLjaQ2ug— Jason Mcateer (@MCATEER4) May 30, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Tengdar fréttir Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31 Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31
Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01