„Fjandinn laus þessa nóttina“ Eiður Þór Árnason skrifar 29. maí 2022 07:20 Lögregla þurfti að sinna verkefnum af ýmsum toga í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm „Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina. Að sögn lögreglu var maður handtekinn í Grafarvogi vegna líkamsárásar þar sem hann réðst á nágranna sinn og var vistaður í fangaklefa. Þá hafi framleiðsla fíkniefna verið stöðvuð í Breiðholti og einn einstaklingur handtekinn en sleppt að lokinni skýrslutöku. Annar maður hafi verið handtekinn í Breiðholti vegna hótanna, eignaspjalla og vörslu fíkniefna. Var sá vistaður í fangaklefa. Talsverðar skemmdir vegna eldsvoða Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maður og kona hafi verið handtekin í Kópavogi vegna líkamsárásar og eignaspjalla og þau bæði vistuð í fangaklefum. Sömuleiðis hafi manni verið vísað út af veitingastað í sama sveitarfélagi eftir að hann hafði verið til vandræða þar innandyra. Eldur kviknaði í fyrirtæki í Laugardal og urðu þar talsverðar skemmdir. Líkt og Vísir greindi frá í gær er um að ræða rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði OSS í Skútuvogi. Að sögn lögreglu var maður í annarlegu ástandi sem var til vandræða handtekinn fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið með honum og í framhaldi var honum sleppt. Afskipti hafi síðan verið höfð af manni í annarlegu ástandi sem hafi dottið á höfuðið á rafmagnshlaupahjóli í Garðabæ. Maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabíl til aðhlynningar. Hótaði lögreglu Sömuleiðis kemur fram í dagbók lögreglu að maður hafi verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Var árásaþoli fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá hafi annar verið handtekinn sagður hafa angrað gesti í miðbænum. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og vistaður í fangaklefa þar sem hann var ekki í ástandi til að vera úti meðal fólks. Sá þriðji var handtekinn eftir að hafa verið til vandræða niðri í miðbæ. Að sögn lögreglu neitaði maðurinn að gefa upp nafn, reyndi að sparka í lögreglu og hafði í hótunum. Var sá vistaður í fangaklefa. Höfðu afskipti að krökkum með kannabis Lögregla handtók mann í Garðabæ vegna ölvunaraksturs og umferðaróhapps en maðurinn var vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Annar ökumaður hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi þegar hann var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig segir í dagbók lögreglu að afskipti hafi verið höfð af fimm ungum krökkum sem voru að reykja kannabis. Málið hafi verið afgreitt með foreldrum og barnavernd. Einnig hafi lögregla komið nokkrum borgurum til aðstoðar þar sem voru í svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga sökum ölvunar. Alls hafi níu ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og/eða fíkniefna. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Næturlíf Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Fleiri fréttir „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Sjá meira
Að sögn lögreglu var maður handtekinn í Grafarvogi vegna líkamsárásar þar sem hann réðst á nágranna sinn og var vistaður í fangaklefa. Þá hafi framleiðsla fíkniefna verið stöðvuð í Breiðholti og einn einstaklingur handtekinn en sleppt að lokinni skýrslutöku. Annar maður hafi verið handtekinn í Breiðholti vegna hótanna, eignaspjalla og vörslu fíkniefna. Var sá vistaður í fangaklefa. Talsverðar skemmdir vegna eldsvoða Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maður og kona hafi verið handtekin í Kópavogi vegna líkamsárásar og eignaspjalla og þau bæði vistuð í fangaklefum. Sömuleiðis hafi manni verið vísað út af veitingastað í sama sveitarfélagi eftir að hann hafði verið til vandræða þar innandyra. Eldur kviknaði í fyrirtæki í Laugardal og urðu þar talsverðar skemmdir. Líkt og Vísir greindi frá í gær er um að ræða rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði OSS í Skútuvogi. Að sögn lögreglu var maður í annarlegu ástandi sem var til vandræða handtekinn fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið með honum og í framhaldi var honum sleppt. Afskipti hafi síðan verið höfð af manni í annarlegu ástandi sem hafi dottið á höfuðið á rafmagnshlaupahjóli í Garðabæ. Maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabíl til aðhlynningar. Hótaði lögreglu Sömuleiðis kemur fram í dagbók lögreglu að maður hafi verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Var árásaþoli fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá hafi annar verið handtekinn sagður hafa angrað gesti í miðbænum. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og vistaður í fangaklefa þar sem hann var ekki í ástandi til að vera úti meðal fólks. Sá þriðji var handtekinn eftir að hafa verið til vandræða niðri í miðbæ. Að sögn lögreglu neitaði maðurinn að gefa upp nafn, reyndi að sparka í lögreglu og hafði í hótunum. Var sá vistaður í fangaklefa. Höfðu afskipti að krökkum með kannabis Lögregla handtók mann í Garðabæ vegna ölvunaraksturs og umferðaróhapps en maðurinn var vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Annar ökumaður hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi þegar hann var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig segir í dagbók lögreglu að afskipti hafi verið höfð af fimm ungum krökkum sem voru að reykja kannabis. Málið hafi verið afgreitt með foreldrum og barnavernd. Einnig hafi lögregla komið nokkrum borgurum til aðstoðar þar sem voru í svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga sökum ölvunar. Alls hafi níu ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og/eða fíkniefna.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Næturlíf Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Fleiri fréttir „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Sjá meira