„Þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2022 22:31 Thibaut Courtois lyftir bikarnum fræga. Mustafa Yalcin/Anadolu Agency via Getty Images Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, var ótvíræður maður leiksins í sigri liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool í París í kvöld. Hann var eðlilega í skýjunum að leik loknum. „Á blaðamannafundinum í gær þá sagði ég að þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir,“ sagði sigurreifur Courtois. „Ég fékk góðu hlið sögunnar í kvöld.“ Eins og áður segir var Courtois maður leiksins í kvöld, en hann átti nokkrar alveg ótrúlegar vörslur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi hann ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið og virtist líða eins og hann væri að sanna eitthvað fyrir fólkinu sem efaðist um hann, „Ég sá margar færslur á Twitter sem beindust að mér þar sem fólk sagði að ég myndi verða fyrir vonbrigðum en í kvöld var það öfugt.“ „Ég þurfti að vinna úrslitaleik fyrir ferilinn minn. Fyrir alla þá vinnu sem ég hef lagt í þetta og til að fólk setji virðingu á nafnið mitt þar sem ég held að fólk sýni mér ekki þá virðingu sem ég á skilið. Sérstaklega á Englandi. Ég fékk mikla gagnrýni þar, meira að segja eftir frábært tímabil.“ Courtois var þó fljótur að færa sig í jákvæðara tal og hrósaði liðsfélögum sínum fyrir magnað tímabil í Meistaradeildinni. „Ég er virkilega stoltur af liðinu. Við héldum okkur við okkar skipulag og þegar liðið þurfti á mér að halda þá var ég til staðar. Við unnum nokkur af bestu liðum heims. Manchester City og Liverpool áttu ótrúleg tímabil. Þau börðust allt til enda í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool vann tvo titla og voru virkilega sterkir.“ „En við spiluðum frábæran leik í kvöld. Við fengum eitt færi og skoruðum úr því,“ sagði Belginn að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
„Á blaðamannafundinum í gær þá sagði ég að þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir,“ sagði sigurreifur Courtois. „Ég fékk góðu hlið sögunnar í kvöld.“ Eins og áður segir var Courtois maður leiksins í kvöld, en hann átti nokkrar alveg ótrúlegar vörslur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi hann ekki fengið þá virðingu sem hann á skilið og virtist líða eins og hann væri að sanna eitthvað fyrir fólkinu sem efaðist um hann, „Ég sá margar færslur á Twitter sem beindust að mér þar sem fólk sagði að ég myndi verða fyrir vonbrigðum en í kvöld var það öfugt.“ „Ég þurfti að vinna úrslitaleik fyrir ferilinn minn. Fyrir alla þá vinnu sem ég hef lagt í þetta og til að fólk setji virðingu á nafnið mitt þar sem ég held að fólk sýni mér ekki þá virðingu sem ég á skilið. Sérstaklega á Englandi. Ég fékk mikla gagnrýni þar, meira að segja eftir frábært tímabil.“ Courtois var þó fljótur að færa sig í jákvæðara tal og hrósaði liðsfélögum sínum fyrir magnað tímabil í Meistaradeildinni. „Ég er virkilega stoltur af liðinu. Við héldum okkur við okkar skipulag og þegar liðið þurfti á mér að halda þá var ég til staðar. Við unnum nokkur af bestu liðum heims. Manchester City og Liverpool áttu ótrúleg tímabil. Þau börðust allt til enda í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool vann tvo titla og voru virkilega sterkir.“ „En við spiluðum frábæran leik í kvöld. Við fengum eitt færi og skoruðum úr því,“ sagði Belginn að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. 28. maí 2022 21:34