Líklegt að Bandaríkin verði við heitustu vopnaósk Úkraínumanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2022 23:31 Hér sést svokallað HIMARS-eldflaugakerfi, eitt af þeim eldflaugakerfum sem ríkisstjórn Bandaríkjanan íhugar sterklega að senda til Úkraínu. Þessi mynd er tekin á Filipps-eyjum. Dondi Tawatao/Getty Images) Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta er talin mjög líkleg til að verða við óskum úkraínskra yfirvalda um að senda háþróuð langdræg eldflaugakerfi til Úkraínu. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn rætt við úkraínska kollega sína um hvaða hættur fylgi því að gera árásir á rússnesk landsvæði. CNN greinir frá því að Bandaríkjastjórn sé mjög nálægt því að verða við heitustu ósk Úkraínumanna þegar kemur að vopnasendingum. Volódímir Selenskí Úkraínuforseti, sem og aðrir embættismenn Úkraínu, hafa ítrekað óskir sínar um að fá svokölluð MLSR- og HIMARS eldflaugakerfi til Úkraínu. Hafa rætt við Úkraínumenn um hættuna sem fylgir því að gera árásir á Rússland Um er að ræða eldflaugakerfi sem getur skotið fjölmörgum eldflaugum á skömmum tíma hundruð kílómetra. Kerfin eru mun þróaðri en þau kerfi sem úkraínski herinn býr yfir. Vilja Úkraínumenn meina að sending af slíku eldflaugakerfi gæti snúið stríðinu Úkraínu í vil. Úkraínumenn hafa einnig óskað eftir svokölluðu HIMARS-eldflaugakerfi, léttari og færanlegri útgáfu af MLSR-kerfinu. Úkraínumenn hafa að undanförnu kvartað yfir því að hafa lítt geta svarað tíðum loftárásum Rússa í austurhluta Úkraínu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa hingað til verið báðum áttum með að senda slík kerfi til Úkraínu, ekki síst vegna ótta um að Úkraínumenn myndu nota þau til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Sergei Lavrov varaði einmitt við því í dag að vopnasendingar vestrænna ríkja sem myndu gera Úkraínumönnum kleift að framkvæma slíkar árásir myndu hafa afleiðingar. Þær myndu fela í sér óásættanlega stigmögnun. Reuters greinir frá því í kvöld að bandarískir embættismenn og kollegar þeirra á vesturlöndum hafi að undanförnu átt samræður við úkraínska embættismenn um þetta. Það er að ef gerðar yrðu árásir á rússneskt landsvæði gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ekki búið að taka endanlega ákvörðun Í frétt Reuters kemur fram að bandarískir embættismenn telji að Úkraínumenn geti haft betur í stríðinu. Því sé kominn fram aukinn vilji til að senda þróaðri vopn til Úkraínu. Í frétt CNN kemur fram að ekki sé búið að ákveða að senda eldflaugakerfin til Úkraínu, en sem stendur hallist ríkisstjórnin frekar að því en ekki. Bandaríkin Hernaður Rússland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
CNN greinir frá því að Bandaríkjastjórn sé mjög nálægt því að verða við heitustu ósk Úkraínumanna þegar kemur að vopnasendingum. Volódímir Selenskí Úkraínuforseti, sem og aðrir embættismenn Úkraínu, hafa ítrekað óskir sínar um að fá svokölluð MLSR- og HIMARS eldflaugakerfi til Úkraínu. Hafa rætt við Úkraínumenn um hættuna sem fylgir því að gera árásir á Rússland Um er að ræða eldflaugakerfi sem getur skotið fjölmörgum eldflaugum á skömmum tíma hundruð kílómetra. Kerfin eru mun þróaðri en þau kerfi sem úkraínski herinn býr yfir. Vilja Úkraínumenn meina að sending af slíku eldflaugakerfi gæti snúið stríðinu Úkraínu í vil. Úkraínumenn hafa einnig óskað eftir svokölluðu HIMARS-eldflaugakerfi, léttari og færanlegri útgáfu af MLSR-kerfinu. Úkraínumenn hafa að undanförnu kvartað yfir því að hafa lítt geta svarað tíðum loftárásum Rússa í austurhluta Úkraínu. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa hingað til verið báðum áttum með að senda slík kerfi til Úkraínu, ekki síst vegna ótta um að Úkraínumenn myndu nota þau til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Sergei Lavrov varaði einmitt við því í dag að vopnasendingar vestrænna ríkja sem myndu gera Úkraínumönnum kleift að framkvæma slíkar árásir myndu hafa afleiðingar. Þær myndu fela í sér óásættanlega stigmögnun. Reuters greinir frá því í kvöld að bandarískir embættismenn og kollegar þeirra á vesturlöndum hafi að undanförnu átt samræður við úkraínska embættismenn um þetta. Það er að ef gerðar yrðu árásir á rússneskt landsvæði gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ekki búið að taka endanlega ákvörðun Í frétt Reuters kemur fram að bandarískir embættismenn telji að Úkraínumenn geti haft betur í stríðinu. Því sé kominn fram aukinn vilji til að senda þróaðri vopn til Úkraínu. Í frétt CNN kemur fram að ekki sé búið að ákveða að senda eldflaugakerfin til Úkraínu, en sem stendur hallist ríkisstjórnin frekar að því en ekki.
Bandaríkin Hernaður Rússland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira