Alþingi verði að koma áfengislöggjöf til nútímans Snorri Másson skrifar 26. maí 2022 16:15 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt frumvarp um smábrugghús fyrir þingið en kallar það hænuskref í rétta átt. Vísir/Vilhelm Í formála ársskýrslu ÁTVR skrifar forstjóri ríkisfyrirtækisins, Ívar Arndal, að ef vefverslun einkaaðila með áfengi verði leyfð á Íslandi, sé smásala innanlands í raun gefin frjáls. Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að stigin verði skref í átt að frjálsari sölu áfengis. Hann segir enga millileið vera til; ekki sé hægt að vera með frjálsa samkeppni og einkasölu ríkisins á sömu vöru og sama tíma, segir forstjórinn, eins og má segja að ástandið hafi verið nú um hríð með tilkomu vefverslana með áfengi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að frumvarp nú um lítil brugghús sé hænuskref fram á við í átt að eðlilegri löggjöf, en að hugsa þurfi stærra. „Við erum komin bara í ógöngur í þessum málaflokki. Alþingi verður að horfast í augu við það að við verðum að uppfæra þessa löggjöf og koma henni til nútímans. Það er ítrekað búið að reyna að skapa umræðu um það og leggja fram frumvörp, ég er til dæmis með frumvarp núna um lítil brugghús inni í þinginu, en þetta hefur aldrei komist til þinglegrar meðferðar eða til afgreiðslu í þingsal, aldrei komist frá nefnd, af því að það er einhver andstaða meðal einhverra þingmanna, hún er ekki á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir vilja halda gömlum siðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst styðja einkasölu ríkisins á áfengi eftir sem áður. „Ég hef stutt það fyrirkomulag og ég tel það sambærilegt við fyrirkomulagið á öðrum Norðurlöndum, nema í Danmörku. Þetta hefur í raun og veru verið hluti af okkar fornvarna- og áfengisstefnu í þessu. Hins vegar sjáum við það að breytingar á tækni og viðskiptaháttum hafa gert það að verkum að við erum að sjá nýjar áskoranir blasa við og það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. „Við höfum verið opin fyrir ýmsu en við höfum á sama tíma, sem flokkur, verið á því að það eigi að ganga varlega um þær dyr að auka aðgengi að áfengi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst ekki vilja afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Hann segir enga millileið vera til; ekki sé hægt að vera með frjálsa samkeppni og einkasölu ríkisins á sömu vöru og sama tíma, segir forstjórinn, eins og má segja að ástandið hafi verið nú um hríð með tilkomu vefverslana með áfengi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að frumvarp nú um lítil brugghús sé hænuskref fram á við í átt að eðlilegri löggjöf, en að hugsa þurfi stærra. „Við erum komin bara í ógöngur í þessum málaflokki. Alþingi verður að horfast í augu við það að við verðum að uppfæra þessa löggjöf og koma henni til nútímans. Það er ítrekað búið að reyna að skapa umræðu um það og leggja fram frumvörp, ég er til dæmis með frumvarp núna um lítil brugghús inni í þinginu, en þetta hefur aldrei komist til þinglegrar meðferðar eða til afgreiðslu í þingsal, aldrei komist frá nefnd, af því að það er einhver andstaða meðal einhverra þingmanna, hún er ekki á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir vilja halda gömlum siðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst styðja einkasölu ríkisins á áfengi eftir sem áður. „Ég hef stutt það fyrirkomulag og ég tel það sambærilegt við fyrirkomulagið á öðrum Norðurlöndum, nema í Danmörku. Þetta hefur í raun og veru verið hluti af okkar fornvarna- og áfengisstefnu í þessu. Hins vegar sjáum við það að breytingar á tækni og viðskiptaháttum hafa gert það að verkum að við erum að sjá nýjar áskoranir blasa við og það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem þarf að taka til umræðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. „Við höfum verið opin fyrir ýmsu en við höfum á sama tíma, sem flokkur, verið á því að það eigi að ganga varlega um þær dyr að auka aðgengi að áfengi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sem kveðst ekki vilja afnema einkasölu ríkisins á áfengi.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira