Skert aðgengi fatlaðra jaðri við mismunun og útilokun Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 15:00 Alls er óvíst hvort pláss sé fyrir þessa stuðningsmenn Liverpool í París á laugardagskvöld. Premier League Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætir gagnrýni í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu, milli Liverpool og Real Madrid, sem fram fer í París á laugardag. Samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool segja úthlutun miða fyrir fatlaða einstaklinga jaðra við útilokun og mismunun. Úrslitaleikur liðanna fer fram á Stade de France í París á laugardagskvöld. Á vellinum, sem tekur 75 þúsund manns í sæti, eru sérstaklega frátekin svæði sem rúma 550 manns í hjólastól. Slík sértæk hjólastólavæði eru á öllum stórum völlum í Evrópu. Athygli vekur að UEFA mun aðeins hleypa fólki að í 93 slík stæði á leik laugardagsins. Liðin tvö geta útdeilt 38 stæðum hvort til sinna stuðningsmanna, alls 76, og hin 17 úthlutuð fólki sem ekki er beintengt félögunum. Ekki fylgir sögunni í hvað þau 457 stæði sem eftir standa verða nýtt eða hvers vegna UEFA hindri aðgengi fatlaðs fólks að leiknum með þessum hætti. LSDA, samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool, gagnrýna sambandið í tilkynningu þar sem segir að úthlutun UEFA „jaðri við útilokun og mismunun“. Þá hefur aktívistahópurinn Level Playing Field sent UEFA skeyti og krafist skýringa. „Við erum mjög reið yfir þessu,“ segir Ted Morris, stjórnarmaður í LSDA, sem segist sjálfur fara á leikinn með trega vegna ástandsins. „Þetta er ekki sanngjarnt þegar stæðin eru til staðar. Þetta er bara rangt“. „Ég vil óska eftir því að UEFA útskýri undir hvað þau verða notuð. Þetta hefur áhrif á bæði lið.“ sagði Morris sem tók jafnframt fram að Liverpool hefði gert allt í sínu valdi til að bæta ástandið en talað fyrir daufum eyrum stjórnarmanna sambandsins. Enska félagið hafði upprunalega samband fyrir þremur vikum vegna málsins, en ólíklegt verður að þykja að fjöldanum verði breytt úr þessu. UEFA svaraði fyrir málið í tilkynningu þar sem bent er á að sambandið hafi haft skamman tíma til að undirbúnings. Úrslitaleikurinn átti að fara fram í Pétursborg í Rússlandi en hann færður til Frakklands eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar. „Fyrir viðburð af þessari stærðargráðu myndi UEFA undir venjulegum kringumstæðum stefna að fleiri stæðum fyrir fólk í hjólastólum, en vegna skipulagstakmarkana og skamms tíma til undirbúnings, var það ekki mögulegt,“ segir í yfirlýsingu UEFA um málið þar sem ekki er tekið fram undir hvað lausu stæðin verði notuð eða hvers kyns skipulagsörðugleikar hafi valdið þessari skerðingu. Búist er við fullum 75 þúsund manna velli á leiknum á laugardag. Hvoru liði um sig var úthlutað tæplega 20 þúsund miðum til að dreifa til sinna stuðningsmanna og þá fóru 12 þúsund miðar í almenna sölu. Eftir standa 23 þúsund miðar sem fara til starfsfólks UEFA, styrktaraðila og fyrirmenna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Úrslitaleikur liðanna fer fram á Stade de France í París á laugardagskvöld. Á vellinum, sem tekur 75 þúsund manns í sæti, eru sérstaklega frátekin svæði sem rúma 550 manns í hjólastól. Slík sértæk hjólastólavæði eru á öllum stórum völlum í Evrópu. Athygli vekur að UEFA mun aðeins hleypa fólki að í 93 slík stæði á leik laugardagsins. Liðin tvö geta útdeilt 38 stæðum hvort til sinna stuðningsmanna, alls 76, og hin 17 úthlutuð fólki sem ekki er beintengt félögunum. Ekki fylgir sögunni í hvað þau 457 stæði sem eftir standa verða nýtt eða hvers vegna UEFA hindri aðgengi fatlaðs fólks að leiknum með þessum hætti. LSDA, samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool, gagnrýna sambandið í tilkynningu þar sem segir að úthlutun UEFA „jaðri við útilokun og mismunun“. Þá hefur aktívistahópurinn Level Playing Field sent UEFA skeyti og krafist skýringa. „Við erum mjög reið yfir þessu,“ segir Ted Morris, stjórnarmaður í LSDA, sem segist sjálfur fara á leikinn með trega vegna ástandsins. „Þetta er ekki sanngjarnt þegar stæðin eru til staðar. Þetta er bara rangt“. „Ég vil óska eftir því að UEFA útskýri undir hvað þau verða notuð. Þetta hefur áhrif á bæði lið.“ sagði Morris sem tók jafnframt fram að Liverpool hefði gert allt í sínu valdi til að bæta ástandið en talað fyrir daufum eyrum stjórnarmanna sambandsins. Enska félagið hafði upprunalega samband fyrir þremur vikum vegna málsins, en ólíklegt verður að þykja að fjöldanum verði breytt úr þessu. UEFA svaraði fyrir málið í tilkynningu þar sem bent er á að sambandið hafi haft skamman tíma til að undirbúnings. Úrslitaleikurinn átti að fara fram í Pétursborg í Rússlandi en hann færður til Frakklands eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar. „Fyrir viðburð af þessari stærðargráðu myndi UEFA undir venjulegum kringumstæðum stefna að fleiri stæðum fyrir fólk í hjólastólum, en vegna skipulagstakmarkana og skamms tíma til undirbúnings, var það ekki mögulegt,“ segir í yfirlýsingu UEFA um málið þar sem ekki er tekið fram undir hvað lausu stæðin verði notuð eða hvers kyns skipulagsörðugleikar hafi valdið þessari skerðingu. Búist er við fullum 75 þúsund manna velli á leiknum á laugardag. Hvoru liði um sig var úthlutað tæplega 20 þúsund miðum til að dreifa til sinna stuðningsmanna og þá fóru 12 þúsund miðar í almenna sölu. Eftir standa 23 þúsund miðar sem fara til starfsfólks UEFA, styrktaraðila og fyrirmenna.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti