Umfjöllun og viðtöl: Fram 3-2 Leiknir | Tíu Framarar kláruðu Leikni í framlengingu Hjörvar Ólafsson skrifar 26. maí 2022 16:40 Jannik Holmsgaard skoraði sigurmark Fram í leiknum. Vísir/Vilhelm Það voru þónokkrar sviptingar er Fram vann 3-2 sigur á Leikni Reykjavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag. Jannik Holmsgaard reyndist hetja liðsins með marki í framlengingu en Framarar léku færri frá 70. mínútu. Framarar komust 2-0 yfir í leiknum en á fimm mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik fengu þeir á sig tvö mörk og rautt spjald, og voru því 10 gegn 11 í stöðunni 2-2. Þeir héldu út fram að framlengingu en þar skoraði Jannik Holmsgaard sigurmark þeirra undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Fram kveður því Safamýri á góðum nótum og vonast eflaust eftir leik á nýjum heimavelli í Úlfarsárdal í 16-liða úrslitunum. Jón Þórir Sveinsson var sáttur við að komast áfram eftir kaflaskiptan leik. vísir/skjáskot Jón Þor: Slitnaði svolítið vegna margra skiptinga „Þetta var alvöru bikarleikur með nóg af atvikum og dramatík. Báðir þjálfarar hefðu líklega þegið að sleppa við framlenginguna en fyrst að við kláruðum þetta þá kvörtum við ekki," sagði Jón Þór Sveinsson, þjálfari Fram. „Við byrjuðum leikinn vel en svo kom smá rót á þetta þegar við fórum að dreifa álaginu og skipta inná. Við vorum bæði búnir að breyta skipulaginu með því að breyta byrjunarliðinu og svo aftur með skiptingum um miðjan seinni hálfleikinn og við það riðlaðist leikur liðsins þó svo að þeir sem komu inn hafi allir staðið sig vel," sagði Jón Þór enn fremur. „Það er markmiðið að standa okkur vel bæði í deild og bikar og það hefur verið flottur gangur á okkur undanfarið. Nú erum við komnir eitt skref áfram í bikarnum sem er bara frábært," sagði hann. Sigurður Heiðar Höskuldsson var svekktur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Heiðar: Allt sem var að í raunnni í fyrri hálfleik „Við vorum rosalega flatir í fyrri hálfleik og vorum bara eiginlega ekki með framan af leik. Við fórum yfir í rauninni mjög margt í hálfleik þar sem það var eiginlega allt að," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis. „Við sýndum karakter og komum okkur aftur inn í leikinn eftir að hafa verið búnir að grafa djúpa holu sem í sjálfu sér jákvætt. Þetta var hins vegar nokkurn veginn það versta sem gat gerst. Að spila 120 mínútur og tapa með svekkjandi hætti," sagði Sigurður Heiðar. „Mér fannst sigurmarkið vera kolólöglegt en það er þó ekki það sem er efst í huga mér þessa stundina. Það er áhyggjuefni hversu kaflaskipt frammistaðan er og hvernig við spiluðum hluta leiksins. Nú er hins vegar bar að safna orku fyrir leikinn við Blika," sagði hann um framhaldið. Af hverju vann Fram? Liðin skiputst á að hafa yfirhöndina í leiknum en framan af leik benti allt til þægilegs sigurs hemamanna. Leiknismenn náðu hins vegar að koma leiknum í framlengingu þar sem Frammarar náðu að knýja fram sigur. Bæði lið dreifðu álaginu með því að hrista upp í byrjunarliðum sínum og nota allar skiptingar sínar. Hvorugt lið náði almennilegum tökum á leiknum. Hverjir sköruðu fram úr? Magnús Þórðarson og Alexander Már Þorláksson voru öflugastir í sóknarleik Frammara og Alex Freyr Elísson átti góðan leik þar til honum var vísað af velli með rauðu spjaldi. Hjá Leikni var Mikkel Elbæk Jakobsen öflugur og Henrik Berger og Dagur Austmann Hilmarsson áttu góðu innkomu af bekknum. Hvað gerist næst? Fram leikur við Val í Bestu-deildinni á sunnudaginn kemur og Leiknir tekur á móti Breiðabliki sama dag. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Leiknir Reykjavík Fram
Það voru þónokkrar sviptingar er Fram vann 3-2 sigur á Leikni Reykjavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag. Jannik Holmsgaard reyndist hetja liðsins með marki í framlengingu en Framarar léku færri frá 70. mínútu. Framarar komust 2-0 yfir í leiknum en á fimm mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik fengu þeir á sig tvö mörk og rautt spjald, og voru því 10 gegn 11 í stöðunni 2-2. Þeir héldu út fram að framlengingu en þar skoraði Jannik Holmsgaard sigurmark þeirra undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Fram kveður því Safamýri á góðum nótum og vonast eflaust eftir leik á nýjum heimavelli í Úlfarsárdal í 16-liða úrslitunum. Jón Þórir Sveinsson var sáttur við að komast áfram eftir kaflaskiptan leik. vísir/skjáskot Jón Þor: Slitnaði svolítið vegna margra skiptinga „Þetta var alvöru bikarleikur með nóg af atvikum og dramatík. Báðir þjálfarar hefðu líklega þegið að sleppa við framlenginguna en fyrst að við kláruðum þetta þá kvörtum við ekki," sagði Jón Þór Sveinsson, þjálfari Fram. „Við byrjuðum leikinn vel en svo kom smá rót á þetta þegar við fórum að dreifa álaginu og skipta inná. Við vorum bæði búnir að breyta skipulaginu með því að breyta byrjunarliðinu og svo aftur með skiptingum um miðjan seinni hálfleikinn og við það riðlaðist leikur liðsins þó svo að þeir sem komu inn hafi allir staðið sig vel," sagði Jón Þór enn fremur. „Það er markmiðið að standa okkur vel bæði í deild og bikar og það hefur verið flottur gangur á okkur undanfarið. Nú erum við komnir eitt skref áfram í bikarnum sem er bara frábært," sagði hann. Sigurður Heiðar Höskuldsson var svekktur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Heiðar: Allt sem var að í raunnni í fyrri hálfleik „Við vorum rosalega flatir í fyrri hálfleik og vorum bara eiginlega ekki með framan af leik. Við fórum yfir í rauninni mjög margt í hálfleik þar sem það var eiginlega allt að," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis. „Við sýndum karakter og komum okkur aftur inn í leikinn eftir að hafa verið búnir að grafa djúpa holu sem í sjálfu sér jákvætt. Þetta var hins vegar nokkurn veginn það versta sem gat gerst. Að spila 120 mínútur og tapa með svekkjandi hætti," sagði Sigurður Heiðar. „Mér fannst sigurmarkið vera kolólöglegt en það er þó ekki það sem er efst í huga mér þessa stundina. Það er áhyggjuefni hversu kaflaskipt frammistaðan er og hvernig við spiluðum hluta leiksins. Nú er hins vegar bar að safna orku fyrir leikinn við Blika," sagði hann um framhaldið. Af hverju vann Fram? Liðin skiputst á að hafa yfirhöndina í leiknum en framan af leik benti allt til þægilegs sigurs hemamanna. Leiknismenn náðu hins vegar að koma leiknum í framlengingu þar sem Frammarar náðu að knýja fram sigur. Bæði lið dreifðu álaginu með því að hrista upp í byrjunarliðum sínum og nota allar skiptingar sínar. Hvorugt lið náði almennilegum tökum á leiknum. Hverjir sköruðu fram úr? Magnús Þórðarson og Alexander Már Þorláksson voru öflugastir í sóknarleik Frammara og Alex Freyr Elísson átti góðan leik þar til honum var vísað af velli með rauðu spjaldi. Hjá Leikni var Mikkel Elbæk Jakobsen öflugur og Henrik Berger og Dagur Austmann Hilmarsson áttu góðu innkomu af bekknum. Hvað gerist næst? Fram leikur við Val í Bestu-deildinni á sunnudaginn kemur og Leiknir tekur á móti Breiðabliki sama dag.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti