Erlent

Liðs­foringi hjá íranska byltingar­verðinum skotinn til bana

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sayad Khodei.
Sayad Khodei. EPA

Liðsforingi hjá írönsku byltingarvörðunum, sem eru ein valdamesta stofnun Írans, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í gær.

Liðsforinginn, Sayad Khodei varð fyrir árásinni þar sem hann kom akandi í bíl sínum og var hann skotinn fimm sinnum. 

Enn sem komið hefur enginn lýst ábyrgðinni á morðinu á hendur sér og er árásarmannana leitað ákaft. 

Breska ríkisútvarpið líkir drápinu á Khodei við aftöku árið 2020 þegar einn helsti kjarnorkusérfræðingur Írana var myrtur. Khodei var meðlimur í Quds sveitunum, sérsveit innan byltingarvarðarins sem sér um aðgerðir á erlendri grundu. 

Bandjaríkjamenn og Ísraelar hafa lengi haft horn í síðu hópsins og saka þá um stuðning við hryðjuverkamenn og um að hafa staðið að árásum víða um Miðausturlönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×