Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 2-1 | Baráttusigur Keflavíkur gegn FH Smári Jökull Jónsson skrifar 22. maí 2022 20:03 Keflvíkingar fögnuðu sigri gegn FH í dag. Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann góðan sigur á FH þegar liðin mættust í Bestu deildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og fjórða tap FH í sumar staðreynd. Öll mörkin í dag komu í fyrri hálfleik. Patrik Johannesen kom Keflavík yfir á 12.mínútu en Matthías Vilhjálmsson jafnaði eftir með marki í markteiginum á 24.mínútu. Staðan var þó ekki lengi jöfn því á 28.mínútu skoraði Dani Hatakka með skalla eftir hornspyrnu. Lengst af voru FH-ingar ekki líklegir til þess að jafna metin í síðari hálfleiknum en fengu þó tvö dauðafæri undir lokin þar sem Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur gerði frábærlega í að verja, fyrst frá Steven Lennon og svo Baldri Loga Guðlaugssyni. Keflvíkingar fögnuðu sigrinum vel en þeir jafna FH-inga í töflunni með sigrinum, bæði lið eru með sjö stig eftir sjö umferðir. Af hverju vann Keflavík? Heimamenn spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru verðskuldað með forystuna í hálfleik. Þeir börðust vel fyrir sínu og lokuðu á allar sóknaraðgerðir FH-inga. Í síðari hálfleik var FH meira með boltann en voru í vandræðum með að skapa sér færi þar til undir lokin en þá var það Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur sem kom þeim til bjargar. Í heildina séð er sigurinn verðskuldaður þó svo að þeir geti vissulega þakkað fyrir með vörslunum góðu undir lokin. Þessir stóðu upp úr: Það verður að minnast á Sindra í markinu sem átti tvær frábærar vörslur þegar langt var liðið á leikinn, fyrst frá Steven Lennon og svo Baldri Loga. Færin voru keimlík og höfðu Hafnfirðingarnir nægan tíma til að athafna sig en Sindri átti frábær úthlaup í bæði skiptin. Magnús Þór Magnússon í vörn FH átti einnig fínan leik sem og Patrik Johannesen í framlínunni en hann skoraði gott mark. Hjá FH var fremur fátt um fína drætti. Þeir fóru illa með þau færi sem þeir fengu og eiga inni lykilmenn sem geta betur. Hvað gekk illa? FH spilaði ekki sérlega vel í dag. Í fyrri hálfleik voru þeir undir í flestum aðgerðum og í þeim síðari voru þeir hægir og hugmyndasnauðir í sínum sóknarleik. Svo er hægt að fara í ef og hefði leikinn. Þorvaldur Árnason dómari hefði getað gefið Erni Bjarnasyni rautt spjald í síðari hálfleiknum þegar hann fór í ansi groddaralega tæklingu. FH-ingar vildu rautt en sjálfur var Ernir ekki á því eftir leik og sýndi ummerki á legg sínum því til sönnunar. Hann fékk þó gult spjald. Skömmu síðar braut Ernir hins vegar aftur af sér. Þá fór Þorvaldur Árnason í vasann í leit að spjaldinu en hætti svo við og ekkert spjald fór á loft. Hver ástæðan var fyrir því getur Þorvaldur einn svarað. Hvað gerist næst? Framundan eru bikarleikir. Keflavík mætir þar nágrönnum sínum í Njarðvík á meðan FH fær Kára frá Akranesi í heimsókn. Í næstu umferð í Bestu deildinni tekur FH á móti KR og Keflavík heldur upp á Akranes og mætir ÍA. Sigurður Ragnar: Við erum hættir að gefa eins mörg færi á okkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var hæstánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í núna í kvöld. „Ég er mjög ánægður, þetta var flott frammistaða og gott framlag. Við sköpuðum okkur færi í fyrri hálfleik og skoruðum góð mörk í þessum leik. Í seinni hálfleik nær FH að ýta okkur aðeins neðar, vindurinn hafði áhrif á leikinn og þetta var svolítið leikur tveggja hálfleika,“ sagði Sigurður Ragnar þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Mér finnst síðustu fjórir til fimm leikir hafa verið fínir, þetta er fimmti leikurinn þar sem við fáum góða frammistöðu. Við höfum ekki alltaf fengið úrslitin en núna fengum við þrjú stig.“ Sigurður Ragnar sagði að varnarframmistaða Keflavíkurliðsins væri alltaf að verða betri. „Við erum hættir að gefa eins mörg færi á ykkur. Við vorum að spila við gríðarlega sterk lið í byrjun móts og það er gott að vera búinn með þau. Þetta eru allt erfiðir leikir og við skíttöpuðum hér í fyrra gegn FH en unnum núna 2-1 sem er ágæt breyting.“ Sigurður Ragnar sagði lítið hægt að rýna í stöðuna þar sem lítið væri búið af mótinu. „Við þurfum að halda áfram í hverjum einasta leik og bæta okkur. Þetta eru allt erfiðir leikir og núna er bikarinn framundan og stutt á milli leikja. Við þurfum á öllum að halda, þurfum að halda áfram að standa okkur vel og megum ekkert slaka á.“ Sindri Kristinn í marki Keflavíkur bjargaði sigrinum fyrir sína menn með frábærum vörslum undir lokin. „Mér fannst Sindri Kristinn eiga frábæran dag. Hann tók þessa bolta hrikalega vel, ég var líka ánægður með hann í fyrirgjöfunum og að koma út í háu boltana. Það er gott að vera með markmann sem er sterkur í loftinu.“ „Hann beið vel í þessum færum, lokaði markinu og gerði árás á boltann. Þegar hann er að spila svona vel líka þá gefur það liðinu aukið sjálfstraust.“ Ólafur: Snýst ekki um hvað mér finnst, það er bara dæmt eftir reglunum Óli Jóh var ekki sáttur í leikslok og sagði stigasöfnunina hingað til vera vonbrigði.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Jóhannesson þjálfari FH var fremur þungur á brún eftir tapið gegn Keflavík en hans menn hafa aðeins náð í sjö stig í fyrstu sjö umferðum Bestu deildarinnar. „Mér fannst við gera ágætlega á köflum en alls ekki nóg og það eru vonbrigði með leikinn. Við vorum í vandræðum og líka með varnarleikinn. Heilt yfir vantaði uppá hjá okkur,“ sagði Ólafur við Vísi eftir leik. Hann var fljótur að svara þegar blaðamaður spurði hvort hann hefði velt fyrir sér að breyta um taktík á meðan á leiknum stóð, en FH stillti upp með þriggja manna vörn í dag. „Nei.“ FH fékk tvö frábær færi undir lok leiksins en tókst ekki að koma boltanum framhjá Sindra í marki Keflavíkur. „Við fáum tvö mjög góð færi sem að öllu jöfnu menn skora úr en við gerðum það ekki í dag.“ Þegar langt var liðið á síðari hálfleikinn kölluðu FH-ingar eftir rauðu spjaldi á Erni Bjarnason fyrir groddaralega tæklingu en fengu aðeins gult. Skömmu síðar braut Ernir aftur af sér og þá virtist Þorvaldur Árnason dómari fara í vasann í leit að spjaldi en hætta svo við að gefa það. „Þetta snýst ekki um hvað mér finnst. Það er bara dæmt eftir reglunum. Eins og þú varst að segja, ég sá það nú ekki en þú hlýtur að vera búin að skoða það, ef hann hefur farið í vasann og séð hver þetta var þá er það ekki góð dómgæsla.“ FH er með sjö stig eftir sjö umferðir í Bestu deildinni og Ólafur viðurkenndi að það væru vonbrigði. „Það eru mikil vonbrigði, tvímælalaust,“ sagði Ólafur stuttorður að lokum. Besta deild karla Keflavík ÍF FH Tengdar fréttir Sindri: Fannst þetta vera fullorðins frammistaða „Þessi var alveg 8,5, hann var mjög sætur. Það er mjög gaman að vinna FH á heimavelli,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur eftir sigur gegn FH í Bestu deildinni í knattspyrnu. 22. maí 2022 19:32
Keflavík vann góðan sigur á FH þegar liðin mættust í Bestu deildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og fjórða tap FH í sumar staðreynd. Öll mörkin í dag komu í fyrri hálfleik. Patrik Johannesen kom Keflavík yfir á 12.mínútu en Matthías Vilhjálmsson jafnaði eftir með marki í markteiginum á 24.mínútu. Staðan var þó ekki lengi jöfn því á 28.mínútu skoraði Dani Hatakka með skalla eftir hornspyrnu. Lengst af voru FH-ingar ekki líklegir til þess að jafna metin í síðari hálfleiknum en fengu þó tvö dauðafæri undir lokin þar sem Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur gerði frábærlega í að verja, fyrst frá Steven Lennon og svo Baldri Loga Guðlaugssyni. Keflvíkingar fögnuðu sigrinum vel en þeir jafna FH-inga í töflunni með sigrinum, bæði lið eru með sjö stig eftir sjö umferðir. Af hverju vann Keflavík? Heimamenn spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru verðskuldað með forystuna í hálfleik. Þeir börðust vel fyrir sínu og lokuðu á allar sóknaraðgerðir FH-inga. Í síðari hálfleik var FH meira með boltann en voru í vandræðum með að skapa sér færi þar til undir lokin en þá var það Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur sem kom þeim til bjargar. Í heildina séð er sigurinn verðskuldaður þó svo að þeir geti vissulega þakkað fyrir með vörslunum góðu undir lokin. Þessir stóðu upp úr: Það verður að minnast á Sindra í markinu sem átti tvær frábærar vörslur þegar langt var liðið á leikinn, fyrst frá Steven Lennon og svo Baldri Loga. Færin voru keimlík og höfðu Hafnfirðingarnir nægan tíma til að athafna sig en Sindri átti frábær úthlaup í bæði skiptin. Magnús Þór Magnússon í vörn FH átti einnig fínan leik sem og Patrik Johannesen í framlínunni en hann skoraði gott mark. Hjá FH var fremur fátt um fína drætti. Þeir fóru illa með þau færi sem þeir fengu og eiga inni lykilmenn sem geta betur. Hvað gekk illa? FH spilaði ekki sérlega vel í dag. Í fyrri hálfleik voru þeir undir í flestum aðgerðum og í þeim síðari voru þeir hægir og hugmyndasnauðir í sínum sóknarleik. Svo er hægt að fara í ef og hefði leikinn. Þorvaldur Árnason dómari hefði getað gefið Erni Bjarnasyni rautt spjald í síðari hálfleiknum þegar hann fór í ansi groddaralega tæklingu. FH-ingar vildu rautt en sjálfur var Ernir ekki á því eftir leik og sýndi ummerki á legg sínum því til sönnunar. Hann fékk þó gult spjald. Skömmu síðar braut Ernir hins vegar aftur af sér. Þá fór Þorvaldur Árnason í vasann í leit að spjaldinu en hætti svo við og ekkert spjald fór á loft. Hver ástæðan var fyrir því getur Þorvaldur einn svarað. Hvað gerist næst? Framundan eru bikarleikir. Keflavík mætir þar nágrönnum sínum í Njarðvík á meðan FH fær Kára frá Akranesi í heimsókn. Í næstu umferð í Bestu deildinni tekur FH á móti KR og Keflavík heldur upp á Akranes og mætir ÍA. Sigurður Ragnar: Við erum hættir að gefa eins mörg færi á okkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var hæstánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í núna í kvöld. „Ég er mjög ánægður, þetta var flott frammistaða og gott framlag. Við sköpuðum okkur færi í fyrri hálfleik og skoruðum góð mörk í þessum leik. Í seinni hálfleik nær FH að ýta okkur aðeins neðar, vindurinn hafði áhrif á leikinn og þetta var svolítið leikur tveggja hálfleika,“ sagði Sigurður Ragnar þegar Vísir ræddi við hann eftir leikinn í kvöld. „Mér finnst síðustu fjórir til fimm leikir hafa verið fínir, þetta er fimmti leikurinn þar sem við fáum góða frammistöðu. Við höfum ekki alltaf fengið úrslitin en núna fengum við þrjú stig.“ Sigurður Ragnar sagði að varnarframmistaða Keflavíkurliðsins væri alltaf að verða betri. „Við erum hættir að gefa eins mörg færi á ykkur. Við vorum að spila við gríðarlega sterk lið í byrjun móts og það er gott að vera búinn með þau. Þetta eru allt erfiðir leikir og við skíttöpuðum hér í fyrra gegn FH en unnum núna 2-1 sem er ágæt breyting.“ Sigurður Ragnar sagði lítið hægt að rýna í stöðuna þar sem lítið væri búið af mótinu. „Við þurfum að halda áfram í hverjum einasta leik og bæta okkur. Þetta eru allt erfiðir leikir og núna er bikarinn framundan og stutt á milli leikja. Við þurfum á öllum að halda, þurfum að halda áfram að standa okkur vel og megum ekkert slaka á.“ Sindri Kristinn í marki Keflavíkur bjargaði sigrinum fyrir sína menn með frábærum vörslum undir lokin. „Mér fannst Sindri Kristinn eiga frábæran dag. Hann tók þessa bolta hrikalega vel, ég var líka ánægður með hann í fyrirgjöfunum og að koma út í háu boltana. Það er gott að vera með markmann sem er sterkur í loftinu.“ „Hann beið vel í þessum færum, lokaði markinu og gerði árás á boltann. Þegar hann er að spila svona vel líka þá gefur það liðinu aukið sjálfstraust.“ Ólafur: Snýst ekki um hvað mér finnst, það er bara dæmt eftir reglunum Óli Jóh var ekki sáttur í leikslok og sagði stigasöfnunina hingað til vera vonbrigði.Vísir/Hulda Margrét Ólafur Jóhannesson þjálfari FH var fremur þungur á brún eftir tapið gegn Keflavík en hans menn hafa aðeins náð í sjö stig í fyrstu sjö umferðum Bestu deildarinnar. „Mér fannst við gera ágætlega á köflum en alls ekki nóg og það eru vonbrigði með leikinn. Við vorum í vandræðum og líka með varnarleikinn. Heilt yfir vantaði uppá hjá okkur,“ sagði Ólafur við Vísi eftir leik. Hann var fljótur að svara þegar blaðamaður spurði hvort hann hefði velt fyrir sér að breyta um taktík á meðan á leiknum stóð, en FH stillti upp með þriggja manna vörn í dag. „Nei.“ FH fékk tvö frábær færi undir lok leiksins en tókst ekki að koma boltanum framhjá Sindra í marki Keflavíkur. „Við fáum tvö mjög góð færi sem að öllu jöfnu menn skora úr en við gerðum það ekki í dag.“ Þegar langt var liðið á síðari hálfleikinn kölluðu FH-ingar eftir rauðu spjaldi á Erni Bjarnason fyrir groddaralega tæklingu en fengu aðeins gult. Skömmu síðar braut Ernir aftur af sér og þá virtist Þorvaldur Árnason dómari fara í vasann í leit að spjaldi en hætta svo við að gefa það. „Þetta snýst ekki um hvað mér finnst. Það er bara dæmt eftir reglunum. Eins og þú varst að segja, ég sá það nú ekki en þú hlýtur að vera búin að skoða það, ef hann hefur farið í vasann og séð hver þetta var þá er það ekki góð dómgæsla.“ FH er með sjö stig eftir sjö umferðir í Bestu deildinni og Ólafur viðurkenndi að það væru vonbrigði. „Það eru mikil vonbrigði, tvímælalaust,“ sagði Ólafur stuttorður að lokum.
Besta deild karla Keflavík ÍF FH Tengdar fréttir Sindri: Fannst þetta vera fullorðins frammistaða „Þessi var alveg 8,5, hann var mjög sætur. Það er mjög gaman að vinna FH á heimavelli,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur eftir sigur gegn FH í Bestu deildinni í knattspyrnu. 22. maí 2022 19:32
Sindri: Fannst þetta vera fullorðins frammistaða „Þessi var alveg 8,5, hann var mjög sætur. Það er mjög gaman að vinna FH á heimavelli,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur eftir sigur gegn FH í Bestu deildinni í knattspyrnu. 22. maí 2022 19:32
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti