Umfjöllun og viðtal: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Sverrir Mar Smárason skrifar 22. maí 2022 21:00 Víkingar fögnuðu á Hlíðarenda í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Valsmenn fengu Víkinga í heimsókn á Origo-völlinn í 7. umferð í Bestu deild karla í kvöld. Leiknum lauk með frábærum sigri gestanna, 3-1, eftir frábæra frammistöðu þeirra í síðari hálfleik. Byrjunarlið beggja liða vöktu athygli fyrir leik. Sigurður Egill Lárusson og Heiðar Ægisson byrjuðu báðir sinn fyrsta leik fyrir Val í sumar. Sigurður uppá topp og Heiðar á hægri kantinum. Þá var Viktori Örlygi Andrasyni stillt upp við hlið Kyle McLagan í hjarta varnarinnar hjá Víkingi. Fyrri hálfleikurinn bauð ekki uppá neina flugeldasýningu. Bæði lið virtust smeyk við að tapa og leikurinn hófst á þreifingum beggja liða. Besta færi hálfleiksins fékk þó Tryggvi Hrafn Haraldsson, leikmaður Vals, snemma í hálfleiknum eða eftir aðeins um sex mínútur. Birkir Heimisson átti þá góða sendingu inn fyrir vörn Víkinga og Tryggvi aleinn gegn Ingvari Jónssyni, markverði Víkings. Tryggvi missti boltann þó til Ingvars í annarri snertingu og náði ekki skoti að marki. Stuttu síðar fékk Nikolaj Hansen fínt færi eftir hornspyrnu en í fyrri hálfleik voru Valsmenn þó betri aðilinn. Valur setti ákafa pressu á Víkinga fyrsta hálftímann í leiknum sem virtist koma gestunum á óvart því þeir voru í miklum erfiðleikum með að leysa þá pressu. Valsmenn komust í fínar stöður en náðu ekki að skora fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum og staðan því markalaus, 0-0, í hálfleik. Víkingar höfðu náð aðeins betri tökum á spilinu sínu undir lok fyrri hálfleiks og héldu því svo áfram þegar út í þann síðari var komið. Hins vegar fékk Valur fyrsta færi síðari hálfleiks. Sebastian Hedlund skallaði boltann þá fyrir markið á Hólmar Örn sem skallaði á markið. Ingvar Jónsson gerði frábærlega í að verja frá honum og Víkingar komu boltanum í burtu. Fyrsta mark leiksins kom svo á 56. mínútu. Víkingar höfðu fengið tvö horn í röð og fengu það þriðja þegar Hólmar Örn féll við og vildi fá aukaspyrnu í eigin teig. Pablo Punyed sendi boltann inn í teig Vals úr hornspyrnunni og boltinn í hönd Birkis Más, vítaspyrna dæmd. Nikolaj Hansen fór á punktinn og vippaði boltanum á mitt markið. Gestirnir komnir yfir. Nikolaj Hansen fagnar marki sínu í kvöld. Hann skoraði fyrsta mark leiksins úr víti.Vísir/ Hulda Margrét Áfram héldu Víkingar að sækja en um tuttugu mínútum síðar fékk Logi Tómasson boltann á vinstri kantinum og keyrði inn í vítateig Vals. Boltinn hrökk af Loga til Helga Guðjónssonar sem lagði boltann aftur á Logi. Logi lék sér að varnarmönnum Vals áður en hann setti boltann fallega út við stöng og framhjá Sveini Sigurði í marki Vals sem hafði komið inná fyrir Guy Smit á 70. mínútu eftir að Guy virtist hafa tognað. Þriðja mark Víkinga skoraði svo Helgi Guðjónsson á 84. mínútu. Ari Sigurpálsson gerði þá atlögu að vörn Vals. Ari virtist vera að missa boltann þegar boltinn hrökk svo af honum og í gegn á Helga sem var kláraði færið vel. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu til þess að klóra í bakkann og þeim tókst það svo á 90. mínútu þegar Tryggvi Hrafn fékk dæmda vítaspyrnu þegar Kyle Mc Lagan braut á honum. Arnór Smárason fór á punktinn fyrir Val og skoraði örugglega. Þriðja skipti sem Arnór kemur inná sem varamaður og skorar fyrir Val og er hann nú markahæsti leikmaður liðsins. Lokatölur á Hlíðarenda í kvöld 1-3, Víkingum í vil. Af hverju vann Víkingur? Þeir náðu að þróast eftir því sem á leið á leikinn í dag. Byrjuðu brösulega en smátt og smátt tóku þeir svo yfir leikinn. Í síðari hálfleik náðu þeir að halda Valsmönnum frá boltanum nánast allan tímann og gerðu þeim virkilega erfitt fyrir. Sömuleiðis virtust Valsmenn ráðþrota. Heppnisstimpill yfir mörkum Víkinga en fyllilega verðskuldað og fagmannleg frammistaða eftir að hafa byrjað illa. Hverjir voru bestir? Júlíus Magnússon og Pablo Punyed voru virkilega góðir á miðjunni fyrir Víking. Sömuleiðis Kyle McLagan og Viktor Örlygur í varnarlínunni. Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson skoruðu báðir og skiluðu góðu dagsverki. Valsmegin er erfitt að velja einhvern sem stóð sig vel í dag, því miður. Hvað gerist næst? Liðin eru jöfn að stigum með 13 talsins í 4-5 sæti Bestu deildarinnar. Bæði liðin leika í Mjólkurbikarnum í vikunni. Víkingar gegn Haukum og Valsmenn spila stórleik umferðarinnar í bikarnum gegn Breiðablik. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík
Valsmenn fengu Víkinga í heimsókn á Origo-völlinn í 7. umferð í Bestu deild karla í kvöld. Leiknum lauk með frábærum sigri gestanna, 3-1, eftir frábæra frammistöðu þeirra í síðari hálfleik. Byrjunarlið beggja liða vöktu athygli fyrir leik. Sigurður Egill Lárusson og Heiðar Ægisson byrjuðu báðir sinn fyrsta leik fyrir Val í sumar. Sigurður uppá topp og Heiðar á hægri kantinum. Þá var Viktori Örlygi Andrasyni stillt upp við hlið Kyle McLagan í hjarta varnarinnar hjá Víkingi. Fyrri hálfleikurinn bauð ekki uppá neina flugeldasýningu. Bæði lið virtust smeyk við að tapa og leikurinn hófst á þreifingum beggja liða. Besta færi hálfleiksins fékk þó Tryggvi Hrafn Haraldsson, leikmaður Vals, snemma í hálfleiknum eða eftir aðeins um sex mínútur. Birkir Heimisson átti þá góða sendingu inn fyrir vörn Víkinga og Tryggvi aleinn gegn Ingvari Jónssyni, markverði Víkings. Tryggvi missti boltann þó til Ingvars í annarri snertingu og náði ekki skoti að marki. Stuttu síðar fékk Nikolaj Hansen fínt færi eftir hornspyrnu en í fyrri hálfleik voru Valsmenn þó betri aðilinn. Valur setti ákafa pressu á Víkinga fyrsta hálftímann í leiknum sem virtist koma gestunum á óvart því þeir voru í miklum erfiðleikum með að leysa þá pressu. Valsmenn komust í fínar stöður en náðu ekki að skora fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum og staðan því markalaus, 0-0, í hálfleik. Víkingar höfðu náð aðeins betri tökum á spilinu sínu undir lok fyrri hálfleiks og héldu því svo áfram þegar út í þann síðari var komið. Hins vegar fékk Valur fyrsta færi síðari hálfleiks. Sebastian Hedlund skallaði boltann þá fyrir markið á Hólmar Örn sem skallaði á markið. Ingvar Jónsson gerði frábærlega í að verja frá honum og Víkingar komu boltanum í burtu. Fyrsta mark leiksins kom svo á 56. mínútu. Víkingar höfðu fengið tvö horn í röð og fengu það þriðja þegar Hólmar Örn féll við og vildi fá aukaspyrnu í eigin teig. Pablo Punyed sendi boltann inn í teig Vals úr hornspyrnunni og boltinn í hönd Birkis Más, vítaspyrna dæmd. Nikolaj Hansen fór á punktinn og vippaði boltanum á mitt markið. Gestirnir komnir yfir. Nikolaj Hansen fagnar marki sínu í kvöld. Hann skoraði fyrsta mark leiksins úr víti.Vísir/ Hulda Margrét Áfram héldu Víkingar að sækja en um tuttugu mínútum síðar fékk Logi Tómasson boltann á vinstri kantinum og keyrði inn í vítateig Vals. Boltinn hrökk af Loga til Helga Guðjónssonar sem lagði boltann aftur á Logi. Logi lék sér að varnarmönnum Vals áður en hann setti boltann fallega út við stöng og framhjá Sveini Sigurði í marki Vals sem hafði komið inná fyrir Guy Smit á 70. mínútu eftir að Guy virtist hafa tognað. Þriðja mark Víkinga skoraði svo Helgi Guðjónsson á 84. mínútu. Ari Sigurpálsson gerði þá atlögu að vörn Vals. Ari virtist vera að missa boltann þegar boltinn hrökk svo af honum og í gegn á Helga sem var kláraði færið vel. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu til þess að klóra í bakkann og þeim tókst það svo á 90. mínútu þegar Tryggvi Hrafn fékk dæmda vítaspyrnu þegar Kyle Mc Lagan braut á honum. Arnór Smárason fór á punktinn fyrir Val og skoraði örugglega. Þriðja skipti sem Arnór kemur inná sem varamaður og skorar fyrir Val og er hann nú markahæsti leikmaður liðsins. Lokatölur á Hlíðarenda í kvöld 1-3, Víkingum í vil. Af hverju vann Víkingur? Þeir náðu að þróast eftir því sem á leið á leikinn í dag. Byrjuðu brösulega en smátt og smátt tóku þeir svo yfir leikinn. Í síðari hálfleik náðu þeir að halda Valsmönnum frá boltanum nánast allan tímann og gerðu þeim virkilega erfitt fyrir. Sömuleiðis virtust Valsmenn ráðþrota. Heppnisstimpill yfir mörkum Víkinga en fyllilega verðskuldað og fagmannleg frammistaða eftir að hafa byrjað illa. Hverjir voru bestir? Júlíus Magnússon og Pablo Punyed voru virkilega góðir á miðjunni fyrir Víking. Sömuleiðis Kyle McLagan og Viktor Örlygur í varnarlínunni. Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson skoruðu báðir og skiluðu góðu dagsverki. Valsmegin er erfitt að velja einhvern sem stóð sig vel í dag, því miður. Hvað gerist næst? Liðin eru jöfn að stigum með 13 talsins í 4-5 sæti Bestu deildarinnar. Bæði liðin leika í Mjólkurbikarnum í vikunni. Víkingar gegn Haukum og Valsmenn spila stórleik umferðarinnar í bikarnum gegn Breiðablik.