„Fulltrúar erlendu stórfyrirtækjanna tókust bara á loft“ Snorri Másson skrifar 20. maí 2022 21:12 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Bessastöðum. Hann hefur verið í Bandaríkjunum ásamt íslenskri sendinefnd á fundum við erlend stórfyrirtæki um íslenskuvæðingu snjalltækjanna. Vísir/egill Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku. Forseti Íslands er staddur á hótelherbergi í Boston á austurströnd Bandaríkjanna, á milli funda við öflugustu tæknifyrirtæki heims. Á síðustu örfáu dögum hefur þetta verið ekki minna en Apple, Microsoft og Amazon. Fundarefnið: Íslensk máltækni. „Hæ Embla. Hver er forseti Íslands?“ spyr Guðni. „Forseti Íslands er Guðni Th. Jóhannesson,“ svarar tækið. Guðni: „Sérðu, við getum þetta alveg. Þetta er enn þá á frumstigi, eða ekki langt á veg komið, en þetta verður framtíðin hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Meginmálið er að við getum talað íslensku við tækin. Á Íslandi er töluverð þekking til á þessu sviði, en hana þarf að sníða inn í kerfi tæknifyrirtækjanna, sem hanna síðan búnaðinn. Í þessu skyni var haldið til fundar við þessi fyrirtæki ásamt helstu sérfræðingum Íslendinga á þessu sviði. „Hinir erlendu fulltrúar þessara stórfyrirtækja tókust bara á loft þegar þeir heyrðu hvað við höfðum fram að færa í þessum efnum. Ég er mjög bjartsýnn. Ég er mjög bjartsýnn á framtíð íslenskrar tungu,“ segir Guðni. „Það sem skiptir máli er að sérfræðingarnir tali saman, að við náum tengslum við þessi fyrirtæki og að þau sjái sér hag í að vinna með okkur og það er afrakstur þessarar ferðar leyfi ég mér að segja,“ bætir forsetinn við. Forseti Íslands Íslenska á tækniöld Guðni Th. Jóhannesson Apple Microsoft Amazon Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Forseti Íslands er staddur á hótelherbergi í Boston á austurströnd Bandaríkjanna, á milli funda við öflugustu tæknifyrirtæki heims. Á síðustu örfáu dögum hefur þetta verið ekki minna en Apple, Microsoft og Amazon. Fundarefnið: Íslensk máltækni. „Hæ Embla. Hver er forseti Íslands?“ spyr Guðni. „Forseti Íslands er Guðni Th. Jóhannesson,“ svarar tækið. Guðni: „Sérðu, við getum þetta alveg. Þetta er enn þá á frumstigi, eða ekki langt á veg komið, en þetta verður framtíðin hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Meginmálið er að við getum talað íslensku við tækin. Á Íslandi er töluverð þekking til á þessu sviði, en hana þarf að sníða inn í kerfi tæknifyrirtækjanna, sem hanna síðan búnaðinn. Í þessu skyni var haldið til fundar við þessi fyrirtæki ásamt helstu sérfræðingum Íslendinga á þessu sviði. „Hinir erlendu fulltrúar þessara stórfyrirtækja tókust bara á loft þegar þeir heyrðu hvað við höfðum fram að færa í þessum efnum. Ég er mjög bjartsýnn. Ég er mjög bjartsýnn á framtíð íslenskrar tungu,“ segir Guðni. „Það sem skiptir máli er að sérfræðingarnir tali saman, að við náum tengslum við þessi fyrirtæki og að þau sjái sér hag í að vinna með okkur og það er afrakstur þessarar ferðar leyfi ég mér að segja,“ bætir forsetinn við.
Forseti Íslands Íslenska á tækniöld Guðni Th. Jóhannesson Apple Microsoft Amazon Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira