Miklar lækkanir í Kauphöll ekki í samræmi við raunveruleikann Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2022 11:18 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Vísir Miklar verðlækkanir hafa sést í Kauphöllinni frá því í byrjun maí samhliða lækkunum á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Greinandi furðar sig á þessari þróun og segir engar forsendur vera fyrir álíka lækkunum hér í ljósi þess að horfur séu mun betri á flesta mælikvarða. OMXI10 úrvalsvísitala Kauphallarinnar hafði lækkað um 12,24% við lok markaða í gær en til samanburðar hefur bandaríska Dow Jones-vísitalan lækkað um 11,11%. Á sama tíma hefur hin breska FTSE 100-vísitala lækkað um 2,45%, Euronext 100 um 3,30% og hin þýska DAX um 1,47%. Öll félög aðalmarkaðar Kauphallarinnar voru rauð við lokun í gær og fyrradag. „Það sem er að gerast í Evrópu er að menn eru sjá fram á samdrátt í landsframleiðslu eða það hægi mjög mikið vergri landsframleiðslu, öfugt við það sem gerist hér,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Þrátt fyrir þetta hafi sést sömu eða jafnvel ívið meiri lækkanir á mörkuðum hér á landi en hann bætir við að ákveðin hjarðhegðun skýri hluta þróunarinnar. Þróun hinnar íslensku OMXI10-úrvalsvísitölu síðustu sex mánuði. Keldan Olíuverð hafi ekki jafn mikil áhrif hér „Markaðurinn hér heima er að sveiflast með þessum erlendu mörkuðum þó staðan hér sé allt önnur og í raun eftirsóknarverð eins og einn erlendur greinandi lýsti því,“ segir Snorri. Víða erlendis sé ekki bara útlit fyrir minni hagvöxt eða jafnvel samdrátt heldur stýrivaxtahækkanir á sama tíma. „Málið er að við erum fyrst og fremst hrávöruútflytjendur og erum lítið sem ekkert háð olíu. Þó bensínveðrið hérna hækki og það tekur aðeins í pyngjuna veldur það kannski ekki jafn dramatískum áhrifum og þar sem húshitun og rafmagn er allt tengt olíuverði. Svo áhrifin hér af þessu olíuverði eru bara svo miklu miklu minni heldur en erlendis.“ Þess fyrir utan hafi ferðaþjónustan á Íslandi tekið gríðarlega vel við sér að undanförnu, sterkara gengi krónunnar dregið úr áhrifum verðbólgunnar og Landsvirkjun skilað tæplega fimmtán milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Snorri á von á því að krónan komi jafnvel til með að styrkjast enn frekar á næstunni. Rauðir dagar eru að baki í Kauphöllinni.VÍSIR/VILHELM Auknar sveiflur með fjölgun lítilla fjárfesta „Hér á landi er útlit fyrir mjög kröftugan hagvöxt sem er drifinn áfram að miklum vexti í ferðaþjónustu og háu hrávöruverði þar sem verð á áli og fiski er í hæstu hæðum,“ segir Snorri. Seðlabankinn spái 4,6% hagvexti í ár sem sé gríðarlega öflugur vöxtur og allt önnur staða en víðast hvar annars staðar. „Það er svolítið sérstakt að menn séu að setja samasemmerki milli markaðarins hér og erlendis,“ segir Snorri Hann telur að það hafi mögulega áhrif hér líkt og erlendis að fjöldi lítilla fjárfesta hafi aukist á síðustu árum sem geti ýtt undir auknar sveiflur á mörkuðum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur sömuleiðis lækkað meira en sambærilegar vísitölur á Norðurlöndunum.Keldan Fáar leiðir til að fá raunávöxtun Snorra þykir líklegt að markaðurinn hér á landi eigi eftir að rétta sig af, sérstaklega í ljósi þess að lítið sé um vænlega kosti þegar kemur að því að ávaxta fjármagn í núverandi umhverfi þar sem neikvæðir raunvextir séu á bankareikningum og lágir vextir á skuldabréfamörkuðum. „Ef þú ætlar að fá einhverja raunávöxtun þá eru fáir aðrir staðir heldur en hlutabréfamarkaðurinn. Svo virðist fasteignamarkaðurinn hækka sama hvað og óháð öllu öðru,“ segir Snorri að lokum. Kauphöllin Bensín og olía Efnahagsmál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
OMXI10 úrvalsvísitala Kauphallarinnar hafði lækkað um 12,24% við lok markaða í gær en til samanburðar hefur bandaríska Dow Jones-vísitalan lækkað um 11,11%. Á sama tíma hefur hin breska FTSE 100-vísitala lækkað um 2,45%, Euronext 100 um 3,30% og hin þýska DAX um 1,47%. Öll félög aðalmarkaðar Kauphallarinnar voru rauð við lokun í gær og fyrradag. „Það sem er að gerast í Evrópu er að menn eru sjá fram á samdrátt í landsframleiðslu eða það hægi mjög mikið vergri landsframleiðslu, öfugt við það sem gerist hér,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Þrátt fyrir þetta hafi sést sömu eða jafnvel ívið meiri lækkanir á mörkuðum hér á landi en hann bætir við að ákveðin hjarðhegðun skýri hluta þróunarinnar. Þróun hinnar íslensku OMXI10-úrvalsvísitölu síðustu sex mánuði. Keldan Olíuverð hafi ekki jafn mikil áhrif hér „Markaðurinn hér heima er að sveiflast með þessum erlendu mörkuðum þó staðan hér sé allt önnur og í raun eftirsóknarverð eins og einn erlendur greinandi lýsti því,“ segir Snorri. Víða erlendis sé ekki bara útlit fyrir minni hagvöxt eða jafnvel samdrátt heldur stýrivaxtahækkanir á sama tíma. „Málið er að við erum fyrst og fremst hrávöruútflytjendur og erum lítið sem ekkert háð olíu. Þó bensínveðrið hérna hækki og það tekur aðeins í pyngjuna veldur það kannski ekki jafn dramatískum áhrifum og þar sem húshitun og rafmagn er allt tengt olíuverði. Svo áhrifin hér af þessu olíuverði eru bara svo miklu miklu minni heldur en erlendis.“ Þess fyrir utan hafi ferðaþjónustan á Íslandi tekið gríðarlega vel við sér að undanförnu, sterkara gengi krónunnar dregið úr áhrifum verðbólgunnar og Landsvirkjun skilað tæplega fimmtán milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Snorri á von á því að krónan komi jafnvel til með að styrkjast enn frekar á næstunni. Rauðir dagar eru að baki í Kauphöllinni.VÍSIR/VILHELM Auknar sveiflur með fjölgun lítilla fjárfesta „Hér á landi er útlit fyrir mjög kröftugan hagvöxt sem er drifinn áfram að miklum vexti í ferðaþjónustu og háu hrávöruverði þar sem verð á áli og fiski er í hæstu hæðum,“ segir Snorri. Seðlabankinn spái 4,6% hagvexti í ár sem sé gríðarlega öflugur vöxtur og allt önnur staða en víðast hvar annars staðar. „Það er svolítið sérstakt að menn séu að setja samasemmerki milli markaðarins hér og erlendis,“ segir Snorri Hann telur að það hafi mögulega áhrif hér líkt og erlendis að fjöldi lítilla fjárfesta hafi aukist á síðustu árum sem geti ýtt undir auknar sveiflur á mörkuðum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur sömuleiðis lækkað meira en sambærilegar vísitölur á Norðurlöndunum.Keldan Fáar leiðir til að fá raunávöxtun Snorra þykir líklegt að markaðurinn hér á landi eigi eftir að rétta sig af, sérstaklega í ljósi þess að lítið sé um vænlega kosti þegar kemur að því að ávaxta fjármagn í núverandi umhverfi þar sem neikvæðir raunvextir séu á bankareikningum og lágir vextir á skuldabréfamörkuðum. „Ef þú ætlar að fá einhverja raunávöxtun þá eru fáir aðrir staðir heldur en hlutabréfamarkaðurinn. Svo virðist fasteignamarkaðurinn hækka sama hvað og óháð öllu öðru,“ segir Snorri að lokum.
Kauphöllin Bensín og olía Efnahagsmál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira