Kristófer valinn sá besti i þriðja sinn en Dagný Lísa í fyrsta skiptið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 12:47 Dagný Lísa Davíðsdóttir og Kristófer Acox stóðu sig best allra í Subway deildunum í vetur. Sigurjón Kristófer Acox og Dagný Lísa Davíðsdóttir voru í dag valin bestu leikmenn ársins í Subway deildum karla og kvenna í körfubolta. Þorvaldur Orri Árnason hjá KR og Tinna Guðrún Alexandersdóttir hjá Haukum voru kosin bestu ungu leikmenn ársins. Valsmaðurinn Kristófer Acox var að fá þessu verðlaun í þriðja sinn á ferlinum en nú í fyrsta sinn sem leikmaður Vals. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem er valin bestur sem leikmaður tveggja félaga. Aðeins Teitur Örlygsson (4 sinnum) hefur nú verið oftar valinn leikmaður ársins en Kristófer er kominn í hóp með Jóni Arnóri Stefánssyni og Val Ingimundarsyni sem voru líka valdir þrisvar sinnum á sínum ferli. Kristófer Acox má vera stoltur eftir að hafa orðið Íslandsmeistari og valinn bestur á tímabilinu.vísir/sigurjón Kristófer var með 13,9 stig og 10,9 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu en hann hitti úr 65 prósent skota sinna út á velli og var einnig með 2,7 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta í leik. Fjölniskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir var kosin leikmaður ársins í fyrsta sinn og er líka fyrsta Fjölniskonan sem nær þessu. Dagný Lísa var með 14,7 stig og 8,4 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu en hún hitti úr 47 prósent skota sinna út á velli og var einnig með 2,0 í leik. Dagný Lísa Davíðsdóttir sá til þess að Fjölnir ynni sinn fyrsta titil þegar liðið varð deildarmeistari.vísir/sigurjón Bestu erlendu leikmennirnir voru valin Daniel Mortensen hjá Þór Þ. og Aliyah Daija Mazyck hjá Fjölni. Baldur Þór Ragnarsson hjá Tindastól og Bjarni Magnússon hjá Haukum voru valdir þjálfarar ársins en lið þeirra beggja töpuðu í úrslitaeinvíginu. Sauðkrækingar fengu viðurkenningar. Sigtryggur Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru í liði ársins og Baldur Þór Ragnarsson valinn þjálfari ársins en hann stýrði Tindastóli til silfurverðlauna.vísir/Sigurjón Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn og er þetta í fimmtánda skiptið sem hann hlýtur þessi verðlaun sem er að sjálfsögðu met. Kristófer Acox og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru þeir einu hjá körlunum sem voru í úrvalsliði ársins annað árið í röð en þeir Hilmar Pétursson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Ólafur Ólafsson komu nýir inn. Sigurður Gunnar var valinn í sjöunda skiptið í úrvalsliðið og Kristófer í fjórða skiptið. Sigtryggur Arnar og Ólafur hafa verið valdir einu sinni áður í liðið en Hilmar er valinn í fyrsta skiptið. Verðlaunahafarnir sem fengu viðurkenningar fyrir tímabilið í Subway-deildunum 2021-22.vísir/sigurjón Hjá konunum voru þær Helena Sverrisdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir valdar annað árið í röð og var þetta í raun í áttunda skiptið sem Helena er í úrvalsliði ársins. Dagný Lísa, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Eva Margrét Kristjánsdóttir eru allir í liðinu í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á Verðlaunahátíð KKÍ í hádeginu en einnig voru veitt verðlaun fyrir 1. deild karla og 1. deild kvenna sem og fyrir sjálfboðaliða ársins sem var valinn Ómar Rafn Halldórsson hjá Haukum. Verðlaunahafar á Verðlaunahátíð KKÍ - Subway deild karla - Úrvalslið Hilmar Pétursson Breiðablik Úrvalslið Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll Úrvalslið Ólafur Ólafsson Grindavík Úrvalslið Kristófer Acox Valur Úrvalslið Sigurður Gunnar Þorsteinsson Tindastóll - Leikmaður ársins: Kristófer Acox Valur Erlendur leikmaður ársins: Daniel Mortensen Þór Þ. Þjálfari ársins: Baldur Þór Ragnarsson Tindastóll Ungi leikmaður ársins: Þorvaldur Orri Árnason KR - - Subway deild kvenna - Úrvalslið Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur Úrvalslið Eva Margrét Kristjánsdóttir Haukar Úrvalslið Helena Sverrisdóttir Haukar Úrvalslið Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Úrvalslið Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik - Leikmaður ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Erlendur leikmaður ársins: Aliyah Daija Mazyck Fjölnir Þjálfari ársins: Bjarni Magnússon Haukar Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir Haukar - - 1. deild karla - Úrvalslið Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir Úrvalslið Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Úrvalslið Orri Gunnarsson Haukar Úrvalslið Friðrik Anton Jónsson Álftanes Úrvalslið Ólafur Ingi Styrmisson Fjölnir - Leikmaður ársins: Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Erlendur leikmaður ársins: Detrek Marqual Browning Sindri Þjálfari ársins: Mate Dalmay Haukar Ungi leikmaður ársins: Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir - - 1. deild kvenna - Úrvalslið Írena Sól Jónsdóttir ÍR Úrvalslið Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Úrvalslið Hulda Ósk Bergsteinsdóttir KR Úrvalslið Aníka Linda Hjálmarsdóttir ÍR - Leikmaður ársins: Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Erlendur leikmaður ársins: Astaja Tyghter Hamar/Þór Þjálfari ársins: Karl Guðlaugsson Ármann Ungi leikmaður ársins: Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan - Dómari ársins: Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins: Ómar Rafn Halldórsson Haukar Subway-deild kvenna Subway-deild karla Valur Fjölnir Haukar KR Tindastóll Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira
Valsmaðurinn Kristófer Acox var að fá þessu verðlaun í þriðja sinn á ferlinum en nú í fyrsta sinn sem leikmaður Vals. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem er valin bestur sem leikmaður tveggja félaga. Aðeins Teitur Örlygsson (4 sinnum) hefur nú verið oftar valinn leikmaður ársins en Kristófer er kominn í hóp með Jóni Arnóri Stefánssyni og Val Ingimundarsyni sem voru líka valdir þrisvar sinnum á sínum ferli. Kristófer Acox má vera stoltur eftir að hafa orðið Íslandsmeistari og valinn bestur á tímabilinu.vísir/sigurjón Kristófer var með 13,9 stig og 10,9 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu en hann hitti úr 65 prósent skota sinna út á velli og var einnig með 2,7 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta í leik. Fjölniskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir var kosin leikmaður ársins í fyrsta sinn og er líka fyrsta Fjölniskonan sem nær þessu. Dagný Lísa var með 14,7 stig og 8,4 fráköst að meðaltali á Íslandsmótinu en hún hitti úr 47 prósent skota sinna út á velli og var einnig með 2,0 í leik. Dagný Lísa Davíðsdóttir sá til þess að Fjölnir ynni sinn fyrsta titil þegar liðið varð deildarmeistari.vísir/sigurjón Bestu erlendu leikmennirnir voru valin Daniel Mortensen hjá Þór Þ. og Aliyah Daija Mazyck hjá Fjölni. Baldur Þór Ragnarsson hjá Tindastól og Bjarni Magnússon hjá Haukum voru valdir þjálfarar ársins en lið þeirra beggja töpuðu í úrslitaeinvíginu. Sauðkrækingar fengu viðurkenningar. Sigtryggur Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru í liði ársins og Baldur Þór Ragnarsson valinn þjálfari ársins en hann stýrði Tindastóli til silfurverðlauna.vísir/Sigurjón Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn og er þetta í fimmtánda skiptið sem hann hlýtur þessi verðlaun sem er að sjálfsögðu met. Kristófer Acox og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru þeir einu hjá körlunum sem voru í úrvalsliði ársins annað árið í röð en þeir Hilmar Pétursson, Sigtryggur Arnar Björnsson og Ólafur Ólafsson komu nýir inn. Sigurður Gunnar var valinn í sjöunda skiptið í úrvalsliðið og Kristófer í fjórða skiptið. Sigtryggur Arnar og Ólafur hafa verið valdir einu sinni áður í liðið en Hilmar er valinn í fyrsta skiptið. Verðlaunahafarnir sem fengu viðurkenningar fyrir tímabilið í Subway-deildunum 2021-22.vísir/sigurjón Hjá konunum voru þær Helena Sverrisdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir valdar annað árið í röð og var þetta í raun í áttunda skiptið sem Helena er í úrvalsliði ársins. Dagný Lísa, Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Eva Margrét Kristjánsdóttir eru allir í liðinu í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á Verðlaunahátíð KKÍ í hádeginu en einnig voru veitt verðlaun fyrir 1. deild karla og 1. deild kvenna sem og fyrir sjálfboðaliða ársins sem var valinn Ómar Rafn Halldórsson hjá Haukum. Verðlaunahafar á Verðlaunahátíð KKÍ - Subway deild karla - Úrvalslið Hilmar Pétursson Breiðablik Úrvalslið Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll Úrvalslið Ólafur Ólafsson Grindavík Úrvalslið Kristófer Acox Valur Úrvalslið Sigurður Gunnar Þorsteinsson Tindastóll - Leikmaður ársins: Kristófer Acox Valur Erlendur leikmaður ársins: Daniel Mortensen Þór Þ. Þjálfari ársins: Baldur Þór Ragnarsson Tindastóll Ungi leikmaður ársins: Þorvaldur Orri Árnason KR - - Subway deild kvenna - Úrvalslið Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur Úrvalslið Eva Margrét Kristjánsdóttir Haukar Úrvalslið Helena Sverrisdóttir Haukar Úrvalslið Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Úrvalslið Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik - Leikmaður ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Erlendur leikmaður ársins: Aliyah Daija Mazyck Fjölnir Þjálfari ársins: Bjarni Magnússon Haukar Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir Haukar - - 1. deild karla - Úrvalslið Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir Úrvalslið Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Úrvalslið Orri Gunnarsson Haukar Úrvalslið Friðrik Anton Jónsson Álftanes Úrvalslið Ólafur Ingi Styrmisson Fjölnir - Leikmaður ársins: Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Erlendur leikmaður ársins: Detrek Marqual Browning Sindri Þjálfari ársins: Mate Dalmay Haukar Ungi leikmaður ársins: Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir - - 1. deild kvenna - Úrvalslið Írena Sól Jónsdóttir ÍR Úrvalslið Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Úrvalslið Hulda Ósk Bergsteinsdóttir KR Úrvalslið Aníka Linda Hjálmarsdóttir ÍR - Leikmaður ársins: Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Erlendur leikmaður ársins: Astaja Tyghter Hamar/Þór Þjálfari ársins: Karl Guðlaugsson Ármann Ungi leikmaður ársins: Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan - Dómari ársins: Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins: Ómar Rafn Halldórsson Haukar
Verðlaunahafar á Verðlaunahátíð KKÍ - Subway deild karla - Úrvalslið Hilmar Pétursson Breiðablik Úrvalslið Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll Úrvalslið Ólafur Ólafsson Grindavík Úrvalslið Kristófer Acox Valur Úrvalslið Sigurður Gunnar Þorsteinsson Tindastóll - Leikmaður ársins: Kristófer Acox Valur Erlendur leikmaður ársins: Daniel Mortensen Þór Þ. Þjálfari ársins: Baldur Þór Ragnarsson Tindastóll Ungi leikmaður ársins: Þorvaldur Orri Árnason KR - - Subway deild kvenna - Úrvalslið Dagbjört Dögg Karlsdóttir Valur Úrvalslið Eva Margrét Kristjánsdóttir Haukar Úrvalslið Helena Sverrisdóttir Haukar Úrvalslið Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Úrvalslið Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik - Leikmaður ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir Fjölnir Erlendur leikmaður ársins: Aliyah Daija Mazyck Fjölnir Þjálfari ársins: Bjarni Magnússon Haukar Ungi leikmaður ársins: Tinna Guðrún Alexandersdóttir Haukar - - 1. deild karla - Úrvalslið Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir Úrvalslið Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Úrvalslið Orri Gunnarsson Haukar Úrvalslið Friðrik Anton Jónsson Álftanes Úrvalslið Ólafur Ingi Styrmisson Fjölnir - Leikmaður ársins: Eysteinn Bjarni Ævarsson Álftanes Erlendur leikmaður ársins: Detrek Marqual Browning Sindri Þjálfari ársins: Mate Dalmay Haukar Ungi leikmaður ársins: Daníel Ágúst Halldórsson Fjölnir - - 1. deild kvenna - Úrvalslið Írena Sól Jónsdóttir ÍR Úrvalslið Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan Úrvalslið Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Úrvalslið Hulda Ósk Bergsteinsdóttir KR Úrvalslið Aníka Linda Hjálmarsdóttir ÍR - Leikmaður ársins: Jónína Þórdís Karlsdóttir Ármann Erlendur leikmaður ársins: Astaja Tyghter Hamar/Þór Þjálfari ársins: Karl Guðlaugsson Ármann Ungi leikmaður ársins: Diljá Ögn Lárusdóttir Stjarnan - Dómari ársins: Sigmundur Már Herbertsson Sjálfboðaliði ársins: Ómar Rafn Halldórsson Haukar
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Valur Fjölnir Haukar KR Tindastóll Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Sjá meira