Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2022 19:21 Mikill skortur hefur verið á íbúðarmarkaðnum undanfarin misseri og íbúðaverð rokið upp. Töluverður fjöldi íbúða er á leið inn á markaðinn á næsta ári. Stöð 2/Sigurjón Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. Þótt vextir, sem hafa verið í sögulegu lágmarki um nokkurt skeið, hafi hækkað hratt að undanförnu eru raunvextir enn neikvæðir vegna mikillar verðbólgu, sem allir greiningaraðilar eru sammála um að eigi eftir að aukast. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir raunvexti ekki geta verið neikvæða til lengri tíma. BergþóraBaldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að reikna megi með að megin vextir Seðlabankans fari upp í allt að sex prósent fyrir lok ársins.Stöð 2/Sigurjón „Raunvextir verða að fara yfir núlllið. Á meðan þeir eru neikvæðir er peningamálastefnunefnd Seðlabankans ekki aðhaldssöm. Þá er hún í raun að drífa hagkerfið áfram í staðinn fyrir að bremsa það. Þess vegna erum við að búast við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm og sex prósent,“ segir Bergþóra. Frá lokum apríl í fyrra hefur verðbólgan aukist úr 4,6 prósentum í 7,2 prósent í lok apríl síðast liðnum. Á sama tíma hafa meginvextir Seðlabankans, eða stýrivextir, hækkað úr 0,75 prósentum í 3,75 prósent. Þar munar mest um hækkun upp á eitt prósentustig hinn 4. maí. Verðbólgan er nú 3,45 prósentustigum meiri en verðbólgan og því eru raunvextir neikvæðir í dag.Grafík/Ragnar Visage „Þess vegna erum við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm til sex prósent,“ segir Bergþóra. Það eru vissar þverstæður í stöðu efnahagsmála nú því greiningaraðilar spá miklum hagvexti í ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 5 prósenta hagvexti á þessu ári. Það dragi hratt úr atvinnuleysi þannig að skortur gæti orðið á vinnuafli. Greiningaraðilar binda vonir við að það dragi úr verðbólguþrýstingi innanlands þegar framboð á íbúðum tekur að aukast á ný. Meiri óvissa er um innflutta verðbólgu.Stöð 2/Sigurjón Íbúðaverð hefur hækkað um 22,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og ekkert útlit fyrir að það dragi úr þeim hækkunum á næstu mánuðum að mati Greiningar Íslandsbanka. Jafnvægi náist vonandi á íbúðamarkaði um mitt næsta ár en töluverð óvissa sé með innflutta verðbólgu vegna kórónuveirufaraldursins og nú síðast stríðsins í Úkraínu. „Auðvitað höfum við töluverðar áhyggjur af innfluttu verðbólgunni. Hún er að hafa mikil áhrif á verðbólguna hér á landi eins og annars staðar. En við erum að vonast til að þegar íbúðamarkaðurinn fer að róast að það gæti vegið upp á móti innfluttri verðbólgu,“ segir Bergþóra Baldursdóttir. Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33 Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. 18. maí 2022 11:52 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þótt vextir, sem hafa verið í sögulegu lágmarki um nokkurt skeið, hafi hækkað hratt að undanförnu eru raunvextir enn neikvæðir vegna mikillar verðbólgu, sem allir greiningaraðilar eru sammála um að eigi eftir að aukast. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir raunvexti ekki geta verið neikvæða til lengri tíma. BergþóraBaldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að reikna megi með að megin vextir Seðlabankans fari upp í allt að sex prósent fyrir lok ársins.Stöð 2/Sigurjón „Raunvextir verða að fara yfir núlllið. Á meðan þeir eru neikvæðir er peningamálastefnunefnd Seðlabankans ekki aðhaldssöm. Þá er hún í raun að drífa hagkerfið áfram í staðinn fyrir að bremsa það. Þess vegna erum við að búast við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm og sex prósent,“ segir Bergþóra. Frá lokum apríl í fyrra hefur verðbólgan aukist úr 4,6 prósentum í 7,2 prósent í lok apríl síðast liðnum. Á sama tíma hafa meginvextir Seðlabankans, eða stýrivextir, hækkað úr 0,75 prósentum í 3,75 prósent. Þar munar mest um hækkun upp á eitt prósentustig hinn 4. maí. Verðbólgan er nú 3,45 prósentustigum meiri en verðbólgan og því eru raunvextir neikvæðir í dag.Grafík/Ragnar Visage „Þess vegna erum við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm til sex prósent,“ segir Bergþóra. Það eru vissar þverstæður í stöðu efnahagsmála nú því greiningaraðilar spá miklum hagvexti í ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 5 prósenta hagvexti á þessu ári. Það dragi hratt úr atvinnuleysi þannig að skortur gæti orðið á vinnuafli. Greiningaraðilar binda vonir við að það dragi úr verðbólguþrýstingi innanlands þegar framboð á íbúðum tekur að aukast á ný. Meiri óvissa er um innflutta verðbólgu.Stöð 2/Sigurjón Íbúðaverð hefur hækkað um 22,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og ekkert útlit fyrir að það dragi úr þeim hækkunum á næstu mánuðum að mati Greiningar Íslandsbanka. Jafnvægi náist vonandi á íbúðamarkaði um mitt næsta ár en töluverð óvissa sé með innflutta verðbólgu vegna kórónuveirufaraldursins og nú síðast stríðsins í Úkraínu. „Auðvitað höfum við töluverðar áhyggjur af innfluttu verðbólgunni. Hún er að hafa mikil áhrif á verðbólguna hér á landi eins og annars staðar. En við erum að vonast til að þegar íbúðamarkaðurinn fer að róast að það gæti vegið upp á móti innfluttri verðbólgu,“ segir Bergþóra Baldursdóttir.
Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33 Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. 18. maí 2022 11:52 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53
Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33
Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. 18. maí 2022 11:52