Innlent

Sjálf­stæðis­menn á­fram í meiri­hluta í Snæ­fells­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Frambjóðendur Sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ fagna eftir að úrslit lágu fyrir.
Frambjóðendur Sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ fagna eftir að úrslit lágu fyrir. XD-Snæfellsbær

D-listi Sjálfstæðisflokks hélt meirihluta sínum í sveitarstjórn Snæfellsbæjar í sveitarstjórnarkosningunum í gær.

Flokkurinn náði inn fjórum mönnum í sveitarstjórn, en J-listi bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar þremur.

Á vef Skessuhorns kemur fram að litlu hafi munað á framboðinu, en D-listinn hlaut 48 atkvæðum fleiri en J-listinn. Hlaut D-listi 446 atkvæði en J-listi 398. Auðir seðlar og ógildir voru 39. Á kjörskrá voru 1.206 og greiddu 883 atkvæði.

Kristinn Jónasson mun því áfram gegna embætti bæjarstjóri en fyrir kosningar var tilkynnt að hann yrði bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna.

Í Snæfellsbæ er meðal annars að finna Ólafsvík, Hellissand og Rif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×