Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2022 13:38 Lilja Alfreðsdóttir var í skýjunum með samþykkt nýja frumvarpsins í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, setti drög að frumvarpinu í Samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Fram kom á Mbl í morgun að Lilja hefði á dögunum setið fund með fulltrúum framleiðendanna HBO og Amazon sem Íslandsstofa skipulagði. „Það vill þannig til að það eru mjög stórir erlendir aðilar sem hafa áhuga á því að koma hingað inn með verkefni sem eru upp á marga milljarða,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hlutfall endurgreiðslu af framleiðslukostnaði sem til fellur hér á landi er samkvæmt gildandi lögum 25 prósent. Fram kom á vef Stjórnarráðsins í vikunni að víða í nágrannalöndum Íslands sé hlutfallið komið í 35 prósent. Það séu þau lönd sem Ísland eigi í mestri samkeppni við í að laða til sín stærri og lengri tíma kvikmynda- og sjónvarpsverkefni Því sé mikið hagsmunamál fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað að lögin verði endurskoðuð með tilliti til þeirrar samkeppni. Í frumvarpinu er lagt til að afmörkuð stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, eigi rétt á 35% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði. „Þannig að hér er verið að stækka hugverkaiðnaðinn og það eru gjaldeyristekjur sem koma úr þessu. Þetta er mjög jákvætt,“ segir Lilja. Hún var í skýjunum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún telur málið svo til óumdeilt. „Ég myndi segja það. Það er verið að búa til störf í þessum skapandi greinum. Það hefur hingað til verið nokkuð jákvætt.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, setti drög að frumvarpinu í Samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Fram kom á Mbl í morgun að Lilja hefði á dögunum setið fund með fulltrúum framleiðendanna HBO og Amazon sem Íslandsstofa skipulagði. „Það vill þannig til að það eru mjög stórir erlendir aðilar sem hafa áhuga á því að koma hingað inn með verkefni sem eru upp á marga milljarða,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hlutfall endurgreiðslu af framleiðslukostnaði sem til fellur hér á landi er samkvæmt gildandi lögum 25 prósent. Fram kom á vef Stjórnarráðsins í vikunni að víða í nágrannalöndum Íslands sé hlutfallið komið í 35 prósent. Það séu þau lönd sem Ísland eigi í mestri samkeppni við í að laða til sín stærri og lengri tíma kvikmynda- og sjónvarpsverkefni Því sé mikið hagsmunamál fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað að lögin verði endurskoðuð með tilliti til þeirrar samkeppni. Í frumvarpinu er lagt til að afmörkuð stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, eigi rétt á 35% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði. „Þannig að hér er verið að stækka hugverkaiðnaðinn og það eru gjaldeyristekjur sem koma úr þessu. Þetta er mjög jákvætt,“ segir Lilja. Hún var í skýjunum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún telur málið svo til óumdeilt. „Ég myndi segja það. Það er verið að búa til störf í þessum skapandi greinum. Það hefur hingað til verið nokkuð jákvætt.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira