„Leikmaður Keflavíkur brotlegur í aðdragandanum“ Atli Arason skrifar 12. maí 2022 23:17 Brynjar Hlöðversson og félagar í Leikni hafa byrjað tímabilið í Bestu deildinni illa. vísir/vilhelm Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, var langt því frá að vera ánægður eftir 3-0 tap gegn Keflavík í fimmtu umferð Bestu deildarinnar í kvöld. „Fyrstu viðbrögð eru reiði, pirringur og bara almennt mjög sár út í frammistöðu okkar í kvöld. Við hefðum átt að sýna einhvern karakter í þessum leik, við vorum eftir á í fyrsta bolta, öðrum bolta, tæklingum og fleira. Ég er mjög svekktur út í liðið,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, í viðtali við Vísi eftir leik. Keflavík fékk fyrstu tvö mörk leiksins á silfurfati frá Leikni. Brynjari fannst fyrra markið þó ekki eiga að standa þegar Bjarki Aðalsteinsson og Viktor Freyr Sigurðsson, leikmenn Leiknis lenda saman inn í vítateig gestanna. „Það var leikmaður Keflavíkur brotlegur í aðdragandanum. Mér fannst hann brjóta á Bjarka og það ætti að vera aukaspyrna en kannski sá ég þetta ekki nógu vel. Í öðru markinu kixa ég boltann, ég er með sólina í augunum en þetta var alltof mikill klaufagangur hjá mér." Veðrið spilaði sitt hlutverk í leiknum í kvöld eins og svo oft áður í Keflavík. Vindurinn stóð á annað markið allan leikinn og í síðari hálfleik var sólin komin lágt á loft sem augljóslega truflaði leikmenn Leiknis eitthvað. „Ég veit ekki hvort við eigum að reyna spila minni fótbolta fyrir vikið. Þetta var ekkert skemmtilegur fótboltaleikur fyrir áhorfendur en svona er boltinn stundum á Íslandi. Veðrið getur spilað inn í en við þurfum að geta spilað í svona aðstöðu,“ svaraði Brynjar aðspurður út í aðstöðunnar í Keflavík í kvöld. Leikmenn Leiknis hafa enn ekki skorað mark í deildinni eftir fimm umferðir. Eina mark liðsins til þessa er sjálfsmark Eiðs Arons, leikmanns ÍBV. Næsti leikur Leiknis er gegn Fram, sem er leikur sem Breiðhyltingar verða að sækja sigur í til að lyfta sér úr kjallara Bestu deildarinnar. Brynjar kallar eftir því að hann og liðsfélagar sínir mæti betur til leiks á móti Fram á mánudaginn. „Við þurfum bara að byrja á því að mæta til leiks. Við þurfum að mæta klárir frá fyrstu mínútu og geta gefið allt í leikinn,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru reiði, pirringur og bara almennt mjög sár út í frammistöðu okkar í kvöld. Við hefðum átt að sýna einhvern karakter í þessum leik, við vorum eftir á í fyrsta bolta, öðrum bolta, tæklingum og fleira. Ég er mjög svekktur út í liðið,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, í viðtali við Vísi eftir leik. Keflavík fékk fyrstu tvö mörk leiksins á silfurfati frá Leikni. Brynjari fannst fyrra markið þó ekki eiga að standa þegar Bjarki Aðalsteinsson og Viktor Freyr Sigurðsson, leikmenn Leiknis lenda saman inn í vítateig gestanna. „Það var leikmaður Keflavíkur brotlegur í aðdragandanum. Mér fannst hann brjóta á Bjarka og það ætti að vera aukaspyrna en kannski sá ég þetta ekki nógu vel. Í öðru markinu kixa ég boltann, ég er með sólina í augunum en þetta var alltof mikill klaufagangur hjá mér." Veðrið spilaði sitt hlutverk í leiknum í kvöld eins og svo oft áður í Keflavík. Vindurinn stóð á annað markið allan leikinn og í síðari hálfleik var sólin komin lágt á loft sem augljóslega truflaði leikmenn Leiknis eitthvað. „Ég veit ekki hvort við eigum að reyna spila minni fótbolta fyrir vikið. Þetta var ekkert skemmtilegur fótboltaleikur fyrir áhorfendur en svona er boltinn stundum á Íslandi. Veðrið getur spilað inn í en við þurfum að geta spilað í svona aðstöðu,“ svaraði Brynjar aðspurður út í aðstöðunnar í Keflavík í kvöld. Leikmenn Leiknis hafa enn ekki skorað mark í deildinni eftir fimm umferðir. Eina mark liðsins til þessa er sjálfsmark Eiðs Arons, leikmanns ÍBV. Næsti leikur Leiknis er gegn Fram, sem er leikur sem Breiðhyltingar verða að sækja sigur í til að lyfta sér úr kjallara Bestu deildarinnar. Brynjar kallar eftir því að hann og liðsfélagar sínir mæti betur til leiks á móti Fram á mánudaginn. „Við þurfum bara að byrja á því að mæta til leiks. Við þurfum að mæta klárir frá fyrstu mínútu og geta gefið allt í leikinn,“ sagði Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira