„Erum að fara að keppa um titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2022 11:00 Hilmar Smári Henningsson ætlar sér stóra hluti með Haukum. vísir/bjarni Hilmar Smári Henningsson segir að hann sé ekki kominn aftur í Hauka til að vera í einhverri meðalmennsku. Hann segir að Hafnfirðingar ætli sér að berjast um titla. Nýliðum Hauka í Subway-deild karla barst heldur betur góður liðsstyrkur í gær þegar Hilmar Smári og Breki Gylfason sömdu við liðið. Hilmar Smári kemur til Hauka frá bikarmeisturum Stjörnunnar. „Það er margt spilar inn í. Það var eitt og annað sem gekk á eftir síðasta tímabil hjá Stjörnunni sem leiddi mig í aðra átt. Þetta er þvílíkt skemmtilegt og spennandi verkefni í Haukum sem þeir kynntu fyrir mér. Ég var strax tilbúinn að taka þátt í því,“ sagði Hilmar Smári í samtali við Vísi í gær. Hann er með sterka tengingu við Hauka og kemur úr mikilli Haukafjölskyldu. Systir hans, landsliðskonan Lovísa Björt, leikur með Haukum og pabbi hans, Henning, var fyrirliði eina Íslandsmeistaraliðs Hauka 1988. Hilmar Smári segir að ákvörðunin að yfirgefa Stjörnunni og snúa aftur í heimahagana hafi á endanum ekki verið svo erfið. „Erfitt og ekki erfitt. Mér leið mjög vel í Stjörnunni, þeir voru góðir við mig og þetta er þvílíkt flott félag og allt þannig. En á endanum er þetta bara bissness og maður þarf að taka þau skref sem maður telur best fyrir sjálfan sig. Ég taldi að mitt skref í Haukana yrði skref áfram á mínum ferli. Á endanum var þetta ekki erfitt,“ sagði Hilmar Smári. Haukar ætla sér stóra hluti og fara ekki í neinar felur með það. „Möguleikarnir eru þeir sem við viljum. Við setjum markið hátt og ætlum okkur ekki neina meðalmennsku. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera á toppnum.“ Klippa: Viðtal við Hilmar Smára Á blaðamannafundinum þar sem Hilmar Smári og Breki voru kynntir til leiks sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, að þeir litu ekki á sig sem nýliða, þrátt fyrir að vera nýliðar. Hilmar Smári tekur undir þetta. „Við erum í allt annarri stöðu en flest önnur lið sem koma upp í deildina. Við erum með þvílíkt flotta aðstöðu, þvílíkt flott lið á bak við okkur og þvílíkt flotta stjórn. Það er öðruvísi bragur yfir þessu en liðum sem eru að flakka á milli deilda,“ sagði Hilmar Smári. „Við horfum ekki niður aftur, horfum bara upp og erum að fara að keppa um titla.“ Hilmar Smári, sem hefur leikið fjóra A-landsleiki, var um tíma á mála hjá Valencia á Spáni og stefnir aftur út í atvinnumennsku. „Algjörlega og stóra ástæðan fyrir því að ég kom í Hauka var að ég taldi þetta vera skref áfram á mínum ferli. Það er þvílíkt mikilvægt fyrir mig sem tiltölulega ungan leikmann að reyna að taka skref í átt að atvinnumennsku í hvert sinn sem ég tek ákvörðun. Það er lokamarkmiðið,“ sagði Hilmar Smári að lokum. Viðtalið við Hilmar Smára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Haukar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Nýliðum Hauka í Subway-deild karla barst heldur betur góður liðsstyrkur í gær þegar Hilmar Smári og Breki Gylfason sömdu við liðið. Hilmar Smári kemur til Hauka frá bikarmeisturum Stjörnunnar. „Það er margt spilar inn í. Það var eitt og annað sem gekk á eftir síðasta tímabil hjá Stjörnunni sem leiddi mig í aðra átt. Þetta er þvílíkt skemmtilegt og spennandi verkefni í Haukum sem þeir kynntu fyrir mér. Ég var strax tilbúinn að taka þátt í því,“ sagði Hilmar Smári í samtali við Vísi í gær. Hann er með sterka tengingu við Hauka og kemur úr mikilli Haukafjölskyldu. Systir hans, landsliðskonan Lovísa Björt, leikur með Haukum og pabbi hans, Henning, var fyrirliði eina Íslandsmeistaraliðs Hauka 1988. Hilmar Smári segir að ákvörðunin að yfirgefa Stjörnunni og snúa aftur í heimahagana hafi á endanum ekki verið svo erfið. „Erfitt og ekki erfitt. Mér leið mjög vel í Stjörnunni, þeir voru góðir við mig og þetta er þvílíkt flott félag og allt þannig. En á endanum er þetta bara bissness og maður þarf að taka þau skref sem maður telur best fyrir sjálfan sig. Ég taldi að mitt skref í Haukana yrði skref áfram á mínum ferli. Á endanum var þetta ekki erfitt,“ sagði Hilmar Smári. Haukar ætla sér stóra hluti og fara ekki í neinar felur með það. „Möguleikarnir eru þeir sem við viljum. Við setjum markið hátt og ætlum okkur ekki neina meðalmennsku. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera á toppnum.“ Klippa: Viðtal við Hilmar Smára Á blaðamannafundinum þar sem Hilmar Smári og Breki voru kynntir til leiks sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, að þeir litu ekki á sig sem nýliða, þrátt fyrir að vera nýliðar. Hilmar Smári tekur undir þetta. „Við erum í allt annarri stöðu en flest önnur lið sem koma upp í deildina. Við erum með þvílíkt flotta aðstöðu, þvílíkt flott lið á bak við okkur og þvílíkt flotta stjórn. Það er öðruvísi bragur yfir þessu en liðum sem eru að flakka á milli deilda,“ sagði Hilmar Smári. „Við horfum ekki niður aftur, horfum bara upp og erum að fara að keppa um titla.“ Hilmar Smári, sem hefur leikið fjóra A-landsleiki, var um tíma á mála hjá Valencia á Spáni og stefnir aftur út í atvinnumennsku. „Algjörlega og stóra ástæðan fyrir því að ég kom í Hauka var að ég taldi þetta vera skref áfram á mínum ferli. Það er þvílíkt mikilvægt fyrir mig sem tiltölulega ungan leikmann að reyna að taka skref í átt að atvinnumennsku í hvert sinn sem ég tek ákvörðun. Það er lokamarkmiðið,“ sagði Hilmar Smári að lokum. Viðtalið við Hilmar Smára má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Haukar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira