Þórólfur Guðnason segir upp störfum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 12. maí 2022 09:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef landlæknisembættisins. Þar segir að helstu faglegu ástæður séu þær að núverandi bylgja Covid-19 sé að mestu yfirstaðin og nýr kafli að hefjast í starfsemi sóttvarnalæknis. Þá segir að í nýjum kafla felist meðal annars uppgjör á viðbrögðum við Covid faraldrinum með það fyrir augum að bæta viðbrögð við faröldrum framtíðarinnar og vinna við þau lögboðnu verkefni sem sóttvarnalækni er ætlað að sinna en hafa að miklu leyti fallið niður á tímum Covid-19. Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður ræddi við Þórólf um ákvörðunina í húsakynnum Embætti landlæknis í Katrínartúni í dag. „Þó að Ísland sé nú á góðum stað í Covid faraldrinum þá er honum hvergi lokið á heimsvísu og á meðan að svo er, þarf að fylgjast náið með tilkomu nýrra afbrigða veirunnar og hversu vel og lengi ónæmið sem einstaklingar hafa náð mun vara. Að auki mun koma til lögskipaðra starfsloka sóttvarnalæknis á næsta ári en hann verður sjötugur,“ segir í tilkynningunni. „Allt hér að ofan mælir því með að sóttvarnalæknir láti af störfum á þessum tímapunkti. Embætti landlæknis mun á næstu dögum auglýsa starf sóttvarnalæknis.“ Embætti landlæknis mun á næstu dögum auglýsa starf sóttvarnalæknis. Tuttugu ár hjá Embætti landlæknis Þórólfur tók við embættinu þann 1. september 2015 af Haraldi Briem. Þórólfur, sem er sérfræðingur í barnalækningum og smitsjúkdómum barna, hafði þá starfað sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis frá árinu 2002. Að neðan má sjá fyrsta blaðamannafundinn við upphaf kórónuveirufaraldursins. Þá vissu fáir hver Þórólfur væri en það átti eftir að breytast. Sérsvið hans hjá embættinu var meðal annars bólusetningar barna. Með fram störfum sínum sem yfirlæknir hjá embættinu hafði hann unnið sem sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins og rekið eigin lækningastofu. Þórólfur lauk námi í almennri læknisfræði frá Háskóla Íslands 1981, almennum barnalækningum frá Háskólanum í Connecticut í Bandaríkjunum 1988 og smitsjúkdómum barna frá Háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum 1990. Hann hóf doktorsnám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands undir leiðsögn Haraldar Briem árið 2007 og í nóvember 2013 varði hann doktorsritgerð sína sem nefnist „Sýkingar og sýklun pneumókokka hjá börnum á íslenskum leikskólum – faraldsfræði, áhættuþættir og íhlutandi aðgerðir“. Ráðherra gæti skipað sóttvarnalækni Sóttvarnalæknir heyrir í dag undir landlækni sem auglýsir eftir eftirmanni Þórólfs. Það gæti breyst. Lagt er til í nýju frumvarpi að sóttvarnalögum að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra líkt og ráðherra skipar landlækni. Frumvarpið var samið af starfshópi heilbrigðisráðherra sem skipaður var 18. júní 2021. Áður höfðu verið gerðar nokkrar breytingar á gildandi sóttvarnalögum með frumvarpi sem varð að lögum í febrúar 2021. Í frumvarpinu er lagt til að breytingar verði gerðar á stjórnsýslu sóttvarna. Sóttvarnalæknir verði þannig skipaður af ráðherra líkt og landlæknir og aðrir forstöðumenn stofnana samhliða því að ábyrgð hans á framkvæmd sóttvarna heyri beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni. Auk þess verði sett á laggirnar nýtt fjölskipað stjórnvald, farsóttarnefnd, sem skili inn tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. Samhliða þessu verði sóttvarnaráð lagt niður. Þó er lagt til að sóttvarnalæknir hafi heimild til að kveða sér til ráðgjafar sérfræðinga vegna þeirra verkefna sem falla undir hlutverk hans. Einnig er lagt til að aðkoma og eftirlitshlutverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt og að viðurlagaákvæði laganna verði uppfært í samræmi við löggjafarþróun síðari ára. Heilbrigðismál Vistaskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Tengdar fréttir Allt bendir til að góðu hjarðónæmi hafi verið náð: „Við getum bara hrósað happi yfir þessari stöðu“ Sóttvarnalæknir telur að Íslendingar geti hrósað happi yfir stöðu faraldursins hér á landi. Bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að hér sé komið gott hjarðónæmi en óljóst er hvort ráðast þurfi í útbreiddar bólusetningar í haust með fjórða skammt bóluefnis. 9. maí 2022 20:36 Ekki sérlega smeykur við ný afbrigði veirunnar Sóttvarnalæknir segist ekki hafa of miklar áhyggjur af nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Nýtt undirafbrigði omikronafbrigðisins þykir meira smitandi en önnur en óljóst er hvort það valdi alvarlegri veikindum. 9. maí 2022 08:59 Veiran náði í skottið á Þórólfi: „Ein sú versta pest sem ég hef nokkurn tímann fengið“ Töluvert færri eru nú að greinast með Covid-19 hér á landi heldur en fyrir aðeins nokkrum vikum en sóttvarnalæknir telur að veiran verði viðloðandi í einhvern tíma. Sjálfur hefur hann smitast og segir veikindin langt frá því að líkjast venjulegri flensu. 27. apríl 2022 09:31 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef landlæknisembættisins. Þar segir að helstu faglegu ástæður séu þær að núverandi bylgja Covid-19 sé að mestu yfirstaðin og nýr kafli að hefjast í starfsemi sóttvarnalæknis. Þá segir að í nýjum kafla felist meðal annars uppgjör á viðbrögðum við Covid faraldrinum með það fyrir augum að bæta viðbrögð við faröldrum framtíðarinnar og vinna við þau lögboðnu verkefni sem sóttvarnalækni er ætlað að sinna en hafa að miklu leyti fallið niður á tímum Covid-19. Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður ræddi við Þórólf um ákvörðunina í húsakynnum Embætti landlæknis í Katrínartúni í dag. „Þó að Ísland sé nú á góðum stað í Covid faraldrinum þá er honum hvergi lokið á heimsvísu og á meðan að svo er, þarf að fylgjast náið með tilkomu nýrra afbrigða veirunnar og hversu vel og lengi ónæmið sem einstaklingar hafa náð mun vara. Að auki mun koma til lögskipaðra starfsloka sóttvarnalæknis á næsta ári en hann verður sjötugur,“ segir í tilkynningunni. „Allt hér að ofan mælir því með að sóttvarnalæknir láti af störfum á þessum tímapunkti. Embætti landlæknis mun á næstu dögum auglýsa starf sóttvarnalæknis.“ Embætti landlæknis mun á næstu dögum auglýsa starf sóttvarnalæknis. Tuttugu ár hjá Embætti landlæknis Þórólfur tók við embættinu þann 1. september 2015 af Haraldi Briem. Þórólfur, sem er sérfræðingur í barnalækningum og smitsjúkdómum barna, hafði þá starfað sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis frá árinu 2002. Að neðan má sjá fyrsta blaðamannafundinn við upphaf kórónuveirufaraldursins. Þá vissu fáir hver Þórólfur væri en það átti eftir að breytast. Sérsvið hans hjá embættinu var meðal annars bólusetningar barna. Með fram störfum sínum sem yfirlæknir hjá embættinu hafði hann unnið sem sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins og rekið eigin lækningastofu. Þórólfur lauk námi í almennri læknisfræði frá Háskóla Íslands 1981, almennum barnalækningum frá Háskólanum í Connecticut í Bandaríkjunum 1988 og smitsjúkdómum barna frá Háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum 1990. Hann hóf doktorsnám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands undir leiðsögn Haraldar Briem árið 2007 og í nóvember 2013 varði hann doktorsritgerð sína sem nefnist „Sýkingar og sýklun pneumókokka hjá börnum á íslenskum leikskólum – faraldsfræði, áhættuþættir og íhlutandi aðgerðir“. Ráðherra gæti skipað sóttvarnalækni Sóttvarnalæknir heyrir í dag undir landlækni sem auglýsir eftir eftirmanni Þórólfs. Það gæti breyst. Lagt er til í nýju frumvarpi að sóttvarnalögum að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra líkt og ráðherra skipar landlækni. Frumvarpið var samið af starfshópi heilbrigðisráðherra sem skipaður var 18. júní 2021. Áður höfðu verið gerðar nokkrar breytingar á gildandi sóttvarnalögum með frumvarpi sem varð að lögum í febrúar 2021. Í frumvarpinu er lagt til að breytingar verði gerðar á stjórnsýslu sóttvarna. Sóttvarnalæknir verði þannig skipaður af ráðherra líkt og landlæknir og aðrir forstöðumenn stofnana samhliða því að ábyrgð hans á framkvæmd sóttvarna heyri beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni. Auk þess verði sett á laggirnar nýtt fjölskipað stjórnvald, farsóttarnefnd, sem skili inn tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. Samhliða þessu verði sóttvarnaráð lagt niður. Þó er lagt til að sóttvarnalæknir hafi heimild til að kveða sér til ráðgjafar sérfræðinga vegna þeirra verkefna sem falla undir hlutverk hans. Einnig er lagt til að aðkoma og eftirlitshlutverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt og að viðurlagaákvæði laganna verði uppfært í samræmi við löggjafarþróun síðari ára.
Heilbrigðismál Vistaskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Tengdar fréttir Allt bendir til að góðu hjarðónæmi hafi verið náð: „Við getum bara hrósað happi yfir þessari stöðu“ Sóttvarnalæknir telur að Íslendingar geti hrósað happi yfir stöðu faraldursins hér á landi. Bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að hér sé komið gott hjarðónæmi en óljóst er hvort ráðast þurfi í útbreiddar bólusetningar í haust með fjórða skammt bóluefnis. 9. maí 2022 20:36 Ekki sérlega smeykur við ný afbrigði veirunnar Sóttvarnalæknir segist ekki hafa of miklar áhyggjur af nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Nýtt undirafbrigði omikronafbrigðisins þykir meira smitandi en önnur en óljóst er hvort það valdi alvarlegri veikindum. 9. maí 2022 08:59 Veiran náði í skottið á Þórólfi: „Ein sú versta pest sem ég hef nokkurn tímann fengið“ Töluvert færri eru nú að greinast með Covid-19 hér á landi heldur en fyrir aðeins nokkrum vikum en sóttvarnalæknir telur að veiran verði viðloðandi í einhvern tíma. Sjálfur hefur hann smitast og segir veikindin langt frá því að líkjast venjulegri flensu. 27. apríl 2022 09:31 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Allt bendir til að góðu hjarðónæmi hafi verið náð: „Við getum bara hrósað happi yfir þessari stöðu“ Sóttvarnalæknir telur að Íslendingar geti hrósað happi yfir stöðu faraldursins hér á landi. Bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að hér sé komið gott hjarðónæmi en óljóst er hvort ráðast þurfi í útbreiddar bólusetningar í haust með fjórða skammt bóluefnis. 9. maí 2022 20:36
Ekki sérlega smeykur við ný afbrigði veirunnar Sóttvarnalæknir segist ekki hafa of miklar áhyggjur af nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Nýtt undirafbrigði omikronafbrigðisins þykir meira smitandi en önnur en óljóst er hvort það valdi alvarlegri veikindum. 9. maí 2022 08:59
Veiran náði í skottið á Þórólfi: „Ein sú versta pest sem ég hef nokkurn tímann fengið“ Töluvert færri eru nú að greinast með Covid-19 hér á landi heldur en fyrir aðeins nokkrum vikum en sóttvarnalæknir telur að veiran verði viðloðandi í einhvern tíma. Sjálfur hefur hann smitast og segir veikindin langt frá því að líkjast venjulegri flensu. 27. apríl 2022 09:31