„Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella mig“ Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2022 11:43 Guðmundur Árni mætti herskár til leiks, boðaði að meirihlutinn í Hafnarfirði yrði felldur í komandi kosningum. Rósa bæjarstjóri hélt ekki en Jón Ingi fulltrúi Viðreisnar taldi talsverðar sérhyggju og verktaræðis gæta í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Hafnfirðingar sviku ekki í kappræðum um bæjarstjórnarmálin í kappræðum á Vísi í gær og buðu uppá hressileg skoðanaskipti. Átta framboð keppast um hituna og flugu skeytin milli oddvita. Hafnarfjörður var lengi vel kallaður kratabærinn en Alþýðuflokkurinn/Samfylking missti hins vegar völd sín til Sjálfstæðisflokksins. Ekki fengust svör í þættinum við því hvernig það atvikaðist en Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað meirihluta í Hafnarfirði undanfarin tvö kjörtímabil, fyrst með Bjartri framtíð eftir kosningarnar 2014 og síðan með Framsóknarflokknum eftir kosningar 2018. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, sem verða nú um helgina, bjóða átta flokkar og framboð sig fram í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu bæjarstjórans Rósu Guðbjartsdóttur fékk fimm af ellefu bæjarfulltrúum síðast og Framsóknarflokkurinn fékk einn með Ágúst Bjarna Garðarsson í oddvitasætinu en hann hvarf til þingstarfa síðast liðið haust. Valdimar Víðisson skólastjóri leiðir því Framsóknarflokkinn að þessu sinni. Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri Alþýðuflokksins, alþingismaður, ráðherra og síðast sendiherra snýr aftur á svið stjórnmálanna í heimabænum og leiðir lista Samfylkingarinnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna í kosningunum 2018. Flokkurinn má muna fífil sinn fegurri en hann fékk sjö fulltrúa í kosningunum 2006, fimm í kosningunum 2010 og þrjá í kosningunum 2014. Jón Ingi Hákonarson er oddviti Viðreisnar sem fékk einn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 2018. Sigurður Þ. Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins öðru sinni en hann náði einn kjöri fyrir flokkinn síðast. Nafni hans Sigurður Pétur Sigmundsson er oddviti Bæjarlistans sem sömuleiðis fékk einn fulltrúa í kosningunum 2018. Haraldur Rafn Ingvason er í oddvitasæti Pírata og Davíð Arnar Stefánsson leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hvorugur þessara flokka náði inn mann í bæjarstjórn í síðustu kosningum. Ánægðir oddvitar meirihluta Oddvitarnir voru mættir til leiks í kappræðum sem Heimir Már Pétursson stýrði af miklu öryggi. Hér verður gerð tilraun til að tæpa á því helsta. En áhugasömum er bent á að umræðurnar má í heild sinni finna í spilaranum hér neðar. Rósa og svo Valdimar sögðust bæði stolt af verkum meirihlutans: Staðið hafi verið við loforð sem þau gáfu um að taka fjármálin í gegn. Rósa sagði skuldastöðuna hafa verið erfiða en þau hafi getað eflt þjónustu og mannlíf blómstri, mikil uppbygging hafi verið í undirbúningi; fyrir dyrum stæði eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Hafnarfjarðar. Þá hafi 90 prósent svarenda í þjónustukönnun lýst yfir ánægju með bæinn. Valdimar tók undir þetta, sagði Framsóknarflokkinn hafa komið inn eftir eyðimerkurgöngu í Hafnarfirði en Framsóknarmenn telji sig hafa góða sögu að segja. Velferðarmálin hafi verið tekin föstum tökum og þau í flokknum væru stolt eftir kjörtímabilið. Hafnarfjörður er okkar Guðmundur Árni sagði „Guð láti á gott vita.“ Margt ágætt hafi verið gert en verkefnin væru víða og út um allt. Leikskólamálin væru í uppnámi, málefni aldraðra einnig og ýmislegt sem lýtur að íþróttamálum. Hann nefndi sem dæmi að skóflustungur hafi verið teknar að knatthúsi Hauka og reiðskemmu Sörla en svo hafi ekkert gerst. Samfylkingin styðji verkefnin en það þurfi að láta verkin tala. Guðmundur Árni minnti á veðmál sem hann efndi til í Pallborði Vísis nýverið og það stæði: Guðmundur Árni vísaði til þess að ræturnar í Hafnarfirði væru jafnaðarmanna og hann ætlaði sér að taka bæjarfélagið úr höndum Sjálfstæðismanna: Hafnarfjörður er okkar!Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Við ætlum að ná fjórum mönnum, fella þennan meirihluta og það stendur. Ræturnar í Hafnarfirði eru jafnaðarmanna.“ Og nú tóku oddvitarnir hver af öðrum til við að punda á meirihlutann, eins og lög gera ráð fyrir í kosningabaráttu. Davíð Arnar Vinstri grænum sagði það hárrétt hjá Rósu að Hafnarfjörður væri blómlegur bær. En þetta væri spurning um áherslur. Hann hefði til að mynda, svo eitthvað væri nefnt, ekki enn heyrt nokkurn tala um umhverfis- og náttúruverndarmál. Taka þyrfti til í loftslagsmálum. Sigurður P. Sigmundsson hjá Bæjarlistanum sagði það rétt, auðvitað hafi margt gott verið gert en fráleitt að halda því fram að rekstrarstaðan væri góð. Um það vitnuðu tölur úr ársreikningi. Skuldir næmu 50 milljörðum og hefðu hækkað mikið. Skuldahlutfallið væri 150 prósent. Veltufé neikvætt um 50 milljónir sem þýddi að ekki væri til króna í afborganir eða uppbyggingu. „Þar er verk að vinna. Það þarf að auka tekjurnar í bænum,“ sagði Sigurður og kallaði eftir því að bærinn hefði forgöngu um að tala við ríkið um verkskiptingu. Fjármagn hafi ekki fylgt auknum verkefnum. Pírata dauðlangar í bæjarstjórn Nafni hans Þ. Ragnarsson Miðflokki sagði lítið hafa gerst í fyrri hluta kjörtímabils og minnti á að fækkun hafi átt sér stað í bænum sem væri einsdæmi í stærri sveitarfélögum: „1,5 milljarður halli síðustu tvö ár og þá er skrýtið að tala um að allt sé í blóma,“ sagði Sigurður Þ. og vildi meina, öfugt við Rósu, að ánægja með þjónustu bæjarins væri að dvína samkvæmt könnunum Gallup. Hann sagði grunnskóla vera að dala og þar væri jafnvel verið að úrskrifa ólæst fólk. Heimir Már stýrði umræðum af mikilli röggsemi og fór ekki leynt með að honum þótti alltof mikið látið með íþróttir ... í íþróttabænum Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki hverju Rósa er að lýsa. Bærinn ekki lengur undir eftirliti vegna fjármála en það segir ekki alla söguna.“ Haraldur Rafn lýsti því yfir fyrir hönd Pírata að þau langaði mikið til að ná inn fulltrúa. Sumt hafi gengið ágætlega, annað væri lakara og Píratar vildu sanna sig. Hann sagði þá þekkta stærð, Píratar leggðu áherslu á lýðræðismál og hefðu sannað sig á þingi og í öðrum sveitarfélögum. Hann nefndi sem dæmi um klúðursleg mistök húsin sem áður voru nefnd og ekki risu. Slíkt illi úlfúð sem mætti ekki eiga sér stað. Þá vildi Haraldur Rafn meina að stóru íþróttafélögin væru að soga til sín allt fjarmagn og þau minni fengju að gjalda fyrir það. Það kæmi sér illa fyrir þá sem ættu erfiðara uppdráttar, sem þrífast ef til vill ekki vel í skipulögðum boltaíþróttum. Salan á HS Orku sögð skandall Jón Ingi í Viðreisn taldi að fulltrúar meirihlutans væru að draga upp glansmynd sem ekki stæðist. Það væri vissulega gott að búa í Hafnarfirði, þetta væri dásamlegur bær en 14 hundruð þúsunda króna skuld á mann í Hafnarfirði væru óheyrilegar upphæðir, biðlistar á leikskóla, fólksfækkun og fleira mætti nefna. Hafnarfirði hafi aldrei verið stýrt af öðrum en Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu og eina leiðin til að breyta væri að kjósa eitthvað annað en þá tvo turna. Rósa bæjarstjóri telur sig í góðri stöðu, Hafnarfjörður blómstri og framundan séu bjartir tímar. Hún varðist fimlega öllum atlögum mótframbjóðenda.Vísir/Vilhelm Rósa mótmælti því harðlega að illa hafi verið haldið um fjármálin, ytri aðstæður, einkum vegna lífeyrisskuldbindinga skekkti myndina. Raunskuldir hafi lækkað. Guðmundur Árni skaut því inní að ágætt væri að vita að Viðreisn vildi líma sig við Sjálfstæðisflokkinn en varðandi fjármálin þá hafi tekjur tvöfaldast en skuldir aukist. Jón Ingi gaf lítið fyrir meintan sleikjuskap gagnvart Sjálfstæðisflokknum og nefndi að salan á HS veitum, en Hafnarfjarðarbær seldi hlut sinn sem nam 15 prósentum, á kjörtímabilinu. „Salan á því er skandall,“ sagði Jón Ingi. Haukar verði að fá sitt knatthús Þáttastjórnandi vísaði til þess að Hafnarfjörður hefur stundum verið nefndur íþróttabærinn og þar væru FH og Haukar ráðandi. Honum sýndist eitt og annað miðast við það í bæjarpólitíkinni; flokkadrættir færu eftir því hvort menn væru í FH eða Haukum. Hann kom upp um vanþekkingu sína með því velta því upp hvort verið gæti að kratar væru FH-ingar og Sjálfstæðisflokkurinn ætti Haukana. Guðmundur Árni er vissulega FH-ingur og Rósa styður Hauka en þau lýstu því bæði yfir að þetta væri algjör della. Mikilvægt væri að reisa Haukahúsið og voru allir frambjóðendur meira og minna sammála um það. Þétting byggðar var tekin til umræðu og sú staðreynd að byggingarland er takmörkuð auðlind. Voru allir frambjóðendur sammála um að fara yrði varlega í að þétta viðkvæma byggð í Hafnarfirði og í fullu samráði við bæjarbúa. Davíð Arnar Vinstri grænum sagði að í Hafnarfirði þyrfti að koma umhverfis- og loftslagsmálum á dagskrá. Ekkert bólaði á slíku og til að mynda væri viðkvæmt vistkerfi Ástjarnar í stórhættu vegna flumbrugangs í skipulagsmálum.Vísir/Vilhelm Davíð Arnar Vinstri grænum sagði að fólk yrði að leggja það niður fyrir sig í hvers konar bæ það ætlaði og vildi búa. Hvort þenja ætti byggðina upp eftir öllu upplandi bæjarins eða þétta? Mikilvægt væri að íbúar hefðu sitt að segja um það í stað þess að verktakar stjórnuðu því. „Löngu tímabært að færa skipulagið aftur til bæjarins,“ sagði Davíð Arnar og ljóst að honum þótti þar pottur brotinn. Korteri fyrir kosningar er sett í gírinn Valdimar Framsóknarmaður sagði að fyrir dyrum stæði mikil uppbygging, þúsund lóðir væru í byggingu. Þar væri allt í bullandi sókn. Guðmundur Árni henti þessu á loft og sagði erfitt fyrir það ágæta fólk sem nú væri í meirihluta að heyra talað um fólksfækkun í Hafnarfirði. „Korteri fyrir kosningar hafa menn sett í gírinn,“ sagði Guðmundur Árni og vildi meina að alger skortur væri á framsýni – málið væri í undirbúningi. Stefnan væri einfaldlega röng. Róa þyrfti að því öllum árum að óhagnaðardrifnir aðilar kæmu að fremur en að kasta öllu til stórra verktaka sem fengju heilu og hálfu hverfin til umráða. Þessar yfirlýsingar féllu í grýttan jarðveg hjá þeim Valdimar og Rósu: „Korter í kosningar?“ Það þyrfti ekki annað en keyra um hverfin til að sjá þá uppbyggingu sem ætti sér stað að sögn Rósu. Frá því Sjálfstæðismenn komust til valda í Hafnarfirði hafi íbúum fjölgað um sem næmi öllum íbúum í Hveragerði. Verið væri að byggja eða við að fara að byggja um 7.500 íbúðir. Lóða- og skipulagsmál rædd af miklu fjöri Jón Ingi Viðreisn sagði rétt að það væri uppbyggingartímabil en það yrði að losna við hagsmunapólitíkina og það að tilteknum verktökum væri hyglað. Lóðamálin voru rædd af miklu fjöri fram og til baka í þættinum. Frambjóðendur vildu gjalda varhug við verktökum, svo mjög að bæjarstjórinn taldi rétt að grípa í taumana og lýsa því yfir að skipulagsvaldið væri sannarlega hjá bænum. Jón Ingi oddviti Viðreisnar varaði við verktakaræði í Hafnarfirði og boðaði ópólitískan bæjarstjóra ef það mætti vera til að koma í veg fyrir sérhygli.Vísir/Vilhelm Þetta væru ekki vondu verktakarnir að byggja eingöngu fyrir ríka fólkið. Þar væru ýmsar kvaðir og bærinn hefði tryggt að allt að fimm prósent þess sem byggt væri færi undir félagslegar íbúðir. Bjarg væri til að mynda að byggja óhagnaðardrifið í bæjarlandinu. Jón Ingi Viðreisn vildi hins vegar meina að mál væru unnin þannig að sýndar væru rósrauðar myndir í römmum en það gleymdist að reikna út hvaða verð á fermetra þyrfti til að skila arði. Rammaskipulagið muni aldrei skila arði og því heimti verktakar meira land, tvöfalda byggingarlandið annars færu þeir á hausinn. Blómstrandi menning en hvar er ferðamaðurinn? Þáttastjórnandi beindi þá umræðum í átt að menningarmálum og notaði tækifærið til að lýsa því yfir að mönnum þætti vert að beina fjármunum í íþróttir, því það þætti svo merkilegt (sic) en hvað um menningarmálin? Nú brá svo við að allir frambjóðendur voru meira og minna sammála. Menning væri blómstrandi í bæjarfélaginu, tónleikar í Bæjarbíói og leiksýningar í Gaflaraleikhúsinu og vert væri að styðja þetta með ráðum og dáð. Fólk kæmi til Hafnarfjarðar í stórum stíl til að njóta menningar. Tryggja þyrfti Gaflaraleikhúsinu húsnæði sem væri að missa aðstöðu sína. Rósa bæjarstjóri vildi meina að á þessu sviði hefði verið lyft grettistaki. Valdimar sagði bæinn hafa svo margt sem lyfta mætti upp. Það mætti til dæmis efna til grínhátíðar; út af Hafnarfjarðarbröndurunum. Sigurður P. og Sigurður Þ. vildu meðal annars meina að farþegar skemmtiferðaskipa stöldruðu ekki við í bæjarfélaginu heldur færu í rútur og eitthvað út í buskann.Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Miðflokki taldi ónýtt tækifæri á sviði ferðaþjónustu. Innan bæjarmarka Hafnarfjarðar væru margar náttúruperlur. Og farþega- og skemmtiferðaskip, en Hafnarfjarðarhöfn tæki reyndar ekki nema miðlungs stór skip; farþegar þaðan færu bara í rútum frá bænum, eitthvað út í buskann. Hann og nafni hans Sigurður P. fyrir Bæjarlistann notuðu tækifærið og nefndu hvor um sig að gera mætti svo miklu betur í að taka til og hreinsa í bænum. Laga holur og aðgengi. Þvo og sópa. En þeir höfðu meiri áhuga á að þvo og sópa meirihlutanum frá en að ræða menninguna. Sigurður Þ. sagði hneykslaður þá stöðu uppi að Hafnfirðingar þyrftu að bíða í sex til sjö vikur til að komast til heimilislæknis. Það þekki hann vel hjá fólki sem stæði honum nærri. „Passaðu þig á því að panta tíma sex vikum áður en þú veikist," sagði Sigurður Þ. Hann vildi einkarekna læknaþjónustu á Völlunum. Þá væri ef til vill einhver von til þess að þjónustan kæmi. „Hvað segir Bjarni, maðurinn með veskið?“ Guðmundur Árni komst óvænt inn í þessa sendingu, greip þann bolta öruggum höndum og sagði þetta ófremdarástand. Vissulega væri það svo að ríkið ræki heilsugæsluna en meirihlutinn hafi ekki haft frumkvæði að því að reisa nýja heilsugæslu. Hann vísaði til þess, enn og aftur, að meirihlutaflokkarnir væru þeir sömu og sætu í ríkisstjórn en þar virtist ekki vera neitt talsamband. „Hvað segir Bjarni, maðurinn með veskið?“ Hann taldi einsýnt að meirihlutinn notfærði sér í engu talsamband sem hann ætti að eiga við samflokksmenn sína í ríkisstjórninni. Valdimar sagði á móti að um þetta hefði verið ályktað, að brýnt væri að ná þessu í lag og virkt samtal væri við ríkisstjórnina um málið. Píratinn Haraldur Rafn Ingvason sagði að Píratar væru þekkt stærð, þó sjálfur væri hann ekki frægur. Hann taldi sig skynja mikla undiröldu og spáði meirihlutanum falli í komandi kosningum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni var ekki hættur. Hann vildi pota í það sem áður hafði verið tæpt á með sölu Hafnarfjarðar á hlut bæjarins í HS orku. „Skylt er skeggið hökunni,“ sagði oddviti Samfylkingarinnar. Seldar hefðu verið grunnstoðir og ekkert stæði eftir. Rósa var nú ekki til í að kaupa það og benti á að 3,2 milljarða innspýting í bæjarsjóð væri ekki nokkuð sem tekið væri upp af götunni. Fuglalífi við og á Ástjörn teflt í tvísýnu Oddvitarnir átta voru spurðir hvað myndi breytast ef þeirra flokkar og framboð kæmust að við að stjórna og hvernig stjórnarmynstur þeim hugnaðist. Jón Ingi Viðreisn taldi um alltof mikla sérgæslu væri að ræða í bæjarstjórn, mikilvægt væri að þrír flokkar væru í meirihluta til aðhalds. Davíð Arnar taldi að ef Vinstri grænir kæmu manni að yrðu umhverfismálin á dagskrá. Hann nefndi til dæmis að til stæði að reisa byggingu sem stofnaði viðkvæmu lífríki í hættu, verðmætu fuglalífi við Ástjörn. Þar hafi ekki verið gætt að umhverfisverndarsjónarmiðum né farið í umhverfismat. Davíð Arnar vildi koma á meira íbúðalýðræði og að skólarnir mótuðu sína eigin stefnu. Sigurður P. fullyrti að Bæjarlistinn væri eina óháða framboðið. Listi vildi fjárfesta í ungu fólki og börnum. Hann vildi að allir fengju tækifæri óháð efnahag og uppruna; hann vildi styðja betur við innflytjendur og upplýsa þá um sín réttindi. Þá krakka þyrfti að fá inn í íþróttastarfið en nú væri svo komið að innflytjendur teldu 15 prósent bæjarbúa. „Við erum skynsemisflokkur sem er tilbúinn að vinna með öllum í þágu bæjarbúa.“ Spáir því að meirihlutinn falli Sigurður Þ. Miðflokki sagði að hann myndi ræða við alla sem í framboði væru og heyra í þeim hljóðið hvað varðaði meirihlutaviðræður. Leikskólarnir væru forgangsmál. Nú væri staðan þannig að 24 prósent starfsfólks væri faglært meðan lög kvæðu á um 66 prósent. Þetta væri óásættanlegt. Miðflokkurinn væri með útfærðar tillögur til að bæta þar úr skák, til að mynda með því að taka upp bónuskerfi í launamálum til að laða að faglært starfsfólk. Sigurður P. fyrir Bæjarlista er gömul íþróttakempa og vann mörg afrek á hlaupabrautum í sinni tíð. Hann gaf ekki mikið fyrir útlistun bæjarstjórna á góðri fjármálastjórn, ársreikningar bæjarins segðu aðra sögu.Vísir/Vilhelm Haraldur Rafn sagði Pírata hafa sérstakan áhuga á lýðræðismálum. Flokkurinn vildi efla íbúalýðræði, koma á fót sterkum kerfisráðum, fá umboðsmann bæjarbúa, sérstakan umboðsmann fyrir eldri borgara. Þá yrði að vinna að því að koma upp góðu stafrænu aðgengi. Þegar talað væri um aðgengismál færi fólk að hugsa um rampa en ekki væri síður mikilvægt að tryggja gott stafrænt aðgengi að þjónustu bæjarins. Haraldur Rafn taldi vert að líta til styttingar vinnuvikunnar og brúa það bilið milli fæðingarorlofs þar til börn fengju leikskólapláss. Hann spurði hvar hleðslustöðvarnar væru en allir væru nú að kaupa sér rafmagnsbíla. Píratar vildu vinna með flokkum sem hefðu svipaða framtíðarsýn og þeir; stefna bæri að fjölskylduvænum grænum bæ. Veruleg undiralda væri í pólitíkinni í Hafnarfirði og hann spáði því að meirihlutinn félli. „Algjörlega rangt“ að ráðist sé að leikskólakennurum Nokkurt uppnám var meðal frambjóðenda eftir að Valdimar oddviti Framsóknar, sem þó sagðist vera maður sátta, lýsti því yfir að honum gremdist að starf leikskólakennara væri talað niður og fullyrt að þar væri allt í ólestri. Staðreyndin væri að þar væri verið að vinna frábært starf. Þetta væri frábært fólk. Sigurður Þ. sagði þetta fráleitt; „algjörlega rangt“. Ekki væri verið að ráðast á leikskólakennara nema síður væri heldur verið að tala um aðstöðumál. Valdimar lét þetta ekki slá sig út af laginu. Það sem kæmi upp úr kjörkössunum réði því hverjir töluðu saman og hvaða meirihluti verði myndaður. Valdimar Víðisson Framsóknarflokki henti sprengju inn í umræðuna þegar hann sakaði þá sem gagnrýndu stöðuna í leikskólamálum borgarinnar um að vera með því að atyrða leikskólakennara, sem væru frábært fólk.Vísir/Vilhelm Valdimar gerði athugasemd við orð Jóns Inga sem vildi leggja áherslu á að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri að loknum kosningum. Það væri einfaldlega svo að hver bæjarstjóri starfaði ætíð í umboði meirihlutans. Og væri þannig pólitískur beint sem óbeint. Vanda leikskólanna í bænum mætti rekja til þess að þegar gefið var út eitt leyfisbréf fyrir leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara. Þá hefðu margir leikskólakennarar fært sig milli skólastiga af ýmsum ástæðum. Á því þyrfti að ráða bót og finna lausnir. Ætlar sér að fella meirihlutann Guðmundur Árni sagði jafnaðarmenn tilbúna til að taka að sér stjórn bæjarins. Hann væri tilbúinn til að vinna með góðu fólki sem væri með hjartað á réttum stað. Kosningar snérust um traust; „hverjum treystirðu og ég er viss um að við jafnaðarmenn munum uppskera vel.“ Jafnaðarmenn væru með traustar rætur í Hafnarfirði og hann hefði orðið þess áskynja í kosningabaráttunni. Guðmundur Árni sagðist ekki reikna með að Samfylkingin yrði með hreinan meirihluta eftir kosningarnar en verk væri að vinna. Þar sem jafnaðarmenn væru við völd yrði enginn útundan. Það vantaði félagslega uppbyggingu. Guðmundur Árni lofaði því að Samfylkingin myndi fara vel með útsvar bæjarbúa og … hún myndi ekki selja grunnþjónustu bæjarfélagsins. „Við ætlum ekki að selja höfnina.“ Markmiðið væri að fella meirihlutann. Samfylkingin styddi Rósu ekki til áframhaldandi setu í bæjarstjórastóli, þótt hann hefði ekkert á móti henni persónulega. Hann útilokaði ekki neitt en að loknum kosningum snúa sér fyrst að þeim sem væru með hjartað á réttum stað. „Tímabært að hvíla þennan þreytta meirihluta. Við getum gert miklu betur.“ Framtíðin björt í Hafnarfirði Rósa bæjarstjóri naut þess heiðurs að eiga síðasta orðið í kappræðunum. Hún notaði tækifærið og skaut til baka á hinn herskáa Guðmund Árna og sagði leitt til þess að vita ef gamall bæjarstjóri væri mættur á völlinn eingöngu og gagngert til að fella hana. „Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella Sjálfstæðisflokkinn og sérstaklega mig.“ Tekist var á um forystuna í Hafnarfirði í kappræðum á Vísi í gær. Oddvitar þeirra átta flokka og framboða sem bjóða fram í Hafnarfirði eru: Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Sigmundsson. Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson.Vísir/Vilhelm Rósa sagði að miðað við þær viðtökur sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn væri að fá í kosningabaráttunni og að 90 prósent bæjarbúa lýsi í skoðunarkönnun ánægju með bæinn, óttaðist hún ekki niðurstöðu kosninganna. Hún hvatti kjósendur til að líta til þess. Hún gæti unnið með öllum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði í meirihluta eftir kosningar yrði haldið áfram á sömu braut. Passað yrði upp á fjármálin, rekstur sveitarfélaga væri þungur hvert sem litið væri en gríðarleg innspýting væri í vændum með fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun íbúa. Hún nefndi ýmis félagleg úrræði sem bæjaryfirvöld hefðu ráðist í á kjörtímabilinu. Hún skynjaði samhljóm meðal allra frambjóðenda og nýverði hafi fulltrúar allra flokka samþykkt einróma heildstæða stefnumótun í stýrihópi til næstu ára. Framtíðin væri björt í Hafnarfirði. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Hafnarfjörður var lengi vel kallaður kratabærinn en Alþýðuflokkurinn/Samfylking missti hins vegar völd sín til Sjálfstæðisflokksins. Ekki fengust svör í þættinum við því hvernig það atvikaðist en Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað meirihluta í Hafnarfirði undanfarin tvö kjörtímabil, fyrst með Bjartri framtíð eftir kosningarnar 2014 og síðan með Framsóknarflokknum eftir kosningar 2018. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, sem verða nú um helgina, bjóða átta flokkar og framboð sig fram í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu bæjarstjórans Rósu Guðbjartsdóttur fékk fimm af ellefu bæjarfulltrúum síðast og Framsóknarflokkurinn fékk einn með Ágúst Bjarna Garðarsson í oddvitasætinu en hann hvarf til þingstarfa síðast liðið haust. Valdimar Víðisson skólastjóri leiðir því Framsóknarflokkinn að þessu sinni. Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri Alþýðuflokksins, alþingismaður, ráðherra og síðast sendiherra snýr aftur á svið stjórnmálanna í heimabænum og leiðir lista Samfylkingarinnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna í kosningunum 2018. Flokkurinn má muna fífil sinn fegurri en hann fékk sjö fulltrúa í kosningunum 2006, fimm í kosningunum 2010 og þrjá í kosningunum 2014. Jón Ingi Hákonarson er oddviti Viðreisnar sem fékk einn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 2018. Sigurður Þ. Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins öðru sinni en hann náði einn kjöri fyrir flokkinn síðast. Nafni hans Sigurður Pétur Sigmundsson er oddviti Bæjarlistans sem sömuleiðis fékk einn fulltrúa í kosningunum 2018. Haraldur Rafn Ingvason er í oddvitasæti Pírata og Davíð Arnar Stefánsson leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hvorugur þessara flokka náði inn mann í bæjarstjórn í síðustu kosningum. Ánægðir oddvitar meirihluta Oddvitarnir voru mættir til leiks í kappræðum sem Heimir Már Pétursson stýrði af miklu öryggi. Hér verður gerð tilraun til að tæpa á því helsta. En áhugasömum er bent á að umræðurnar má í heild sinni finna í spilaranum hér neðar. Rósa og svo Valdimar sögðust bæði stolt af verkum meirihlutans: Staðið hafi verið við loforð sem þau gáfu um að taka fjármálin í gegn. Rósa sagði skuldastöðuna hafa verið erfiða en þau hafi getað eflt þjónustu og mannlíf blómstri, mikil uppbygging hafi verið í undirbúningi; fyrir dyrum stæði eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Hafnarfjarðar. Þá hafi 90 prósent svarenda í þjónustukönnun lýst yfir ánægju með bæinn. Valdimar tók undir þetta, sagði Framsóknarflokkinn hafa komið inn eftir eyðimerkurgöngu í Hafnarfirði en Framsóknarmenn telji sig hafa góða sögu að segja. Velferðarmálin hafi verið tekin föstum tökum og þau í flokknum væru stolt eftir kjörtímabilið. Hafnarfjörður er okkar Guðmundur Árni sagði „Guð láti á gott vita.“ Margt ágætt hafi verið gert en verkefnin væru víða og út um allt. Leikskólamálin væru í uppnámi, málefni aldraðra einnig og ýmislegt sem lýtur að íþróttamálum. Hann nefndi sem dæmi að skóflustungur hafi verið teknar að knatthúsi Hauka og reiðskemmu Sörla en svo hafi ekkert gerst. Samfylkingin styðji verkefnin en það þurfi að láta verkin tala. Guðmundur Árni minnti á veðmál sem hann efndi til í Pallborði Vísis nýverið og það stæði: Guðmundur Árni vísaði til þess að ræturnar í Hafnarfirði væru jafnaðarmanna og hann ætlaði sér að taka bæjarfélagið úr höndum Sjálfstæðismanna: Hafnarfjörður er okkar!Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Við ætlum að ná fjórum mönnum, fella þennan meirihluta og það stendur. Ræturnar í Hafnarfirði eru jafnaðarmanna.“ Og nú tóku oddvitarnir hver af öðrum til við að punda á meirihlutann, eins og lög gera ráð fyrir í kosningabaráttu. Davíð Arnar Vinstri grænum sagði það hárrétt hjá Rósu að Hafnarfjörður væri blómlegur bær. En þetta væri spurning um áherslur. Hann hefði til að mynda, svo eitthvað væri nefnt, ekki enn heyrt nokkurn tala um umhverfis- og náttúruverndarmál. Taka þyrfti til í loftslagsmálum. Sigurður P. Sigmundsson hjá Bæjarlistanum sagði það rétt, auðvitað hafi margt gott verið gert en fráleitt að halda því fram að rekstrarstaðan væri góð. Um það vitnuðu tölur úr ársreikningi. Skuldir næmu 50 milljörðum og hefðu hækkað mikið. Skuldahlutfallið væri 150 prósent. Veltufé neikvætt um 50 milljónir sem þýddi að ekki væri til króna í afborganir eða uppbyggingu. „Þar er verk að vinna. Það þarf að auka tekjurnar í bænum,“ sagði Sigurður og kallaði eftir því að bærinn hefði forgöngu um að tala við ríkið um verkskiptingu. Fjármagn hafi ekki fylgt auknum verkefnum. Pírata dauðlangar í bæjarstjórn Nafni hans Þ. Ragnarsson Miðflokki sagði lítið hafa gerst í fyrri hluta kjörtímabils og minnti á að fækkun hafi átt sér stað í bænum sem væri einsdæmi í stærri sveitarfélögum: „1,5 milljarður halli síðustu tvö ár og þá er skrýtið að tala um að allt sé í blóma,“ sagði Sigurður Þ. og vildi meina, öfugt við Rósu, að ánægja með þjónustu bæjarins væri að dvína samkvæmt könnunum Gallup. Hann sagði grunnskóla vera að dala og þar væri jafnvel verið að úrskrifa ólæst fólk. Heimir Már stýrði umræðum af mikilli röggsemi og fór ekki leynt með að honum þótti alltof mikið látið með íþróttir ... í íþróttabænum Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki hverju Rósa er að lýsa. Bærinn ekki lengur undir eftirliti vegna fjármála en það segir ekki alla söguna.“ Haraldur Rafn lýsti því yfir fyrir hönd Pírata að þau langaði mikið til að ná inn fulltrúa. Sumt hafi gengið ágætlega, annað væri lakara og Píratar vildu sanna sig. Hann sagði þá þekkta stærð, Píratar leggðu áherslu á lýðræðismál og hefðu sannað sig á þingi og í öðrum sveitarfélögum. Hann nefndi sem dæmi um klúðursleg mistök húsin sem áður voru nefnd og ekki risu. Slíkt illi úlfúð sem mætti ekki eiga sér stað. Þá vildi Haraldur Rafn meina að stóru íþróttafélögin væru að soga til sín allt fjarmagn og þau minni fengju að gjalda fyrir það. Það kæmi sér illa fyrir þá sem ættu erfiðara uppdráttar, sem þrífast ef til vill ekki vel í skipulögðum boltaíþróttum. Salan á HS Orku sögð skandall Jón Ingi í Viðreisn taldi að fulltrúar meirihlutans væru að draga upp glansmynd sem ekki stæðist. Það væri vissulega gott að búa í Hafnarfirði, þetta væri dásamlegur bær en 14 hundruð þúsunda króna skuld á mann í Hafnarfirði væru óheyrilegar upphæðir, biðlistar á leikskóla, fólksfækkun og fleira mætti nefna. Hafnarfirði hafi aldrei verið stýrt af öðrum en Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu og eina leiðin til að breyta væri að kjósa eitthvað annað en þá tvo turna. Rósa bæjarstjóri telur sig í góðri stöðu, Hafnarfjörður blómstri og framundan séu bjartir tímar. Hún varðist fimlega öllum atlögum mótframbjóðenda.Vísir/Vilhelm Rósa mótmælti því harðlega að illa hafi verið haldið um fjármálin, ytri aðstæður, einkum vegna lífeyrisskuldbindinga skekkti myndina. Raunskuldir hafi lækkað. Guðmundur Árni skaut því inní að ágætt væri að vita að Viðreisn vildi líma sig við Sjálfstæðisflokkinn en varðandi fjármálin þá hafi tekjur tvöfaldast en skuldir aukist. Jón Ingi gaf lítið fyrir meintan sleikjuskap gagnvart Sjálfstæðisflokknum og nefndi að salan á HS veitum, en Hafnarfjarðarbær seldi hlut sinn sem nam 15 prósentum, á kjörtímabilinu. „Salan á því er skandall,“ sagði Jón Ingi. Haukar verði að fá sitt knatthús Þáttastjórnandi vísaði til þess að Hafnarfjörður hefur stundum verið nefndur íþróttabærinn og þar væru FH og Haukar ráðandi. Honum sýndist eitt og annað miðast við það í bæjarpólitíkinni; flokkadrættir færu eftir því hvort menn væru í FH eða Haukum. Hann kom upp um vanþekkingu sína með því velta því upp hvort verið gæti að kratar væru FH-ingar og Sjálfstæðisflokkurinn ætti Haukana. Guðmundur Árni er vissulega FH-ingur og Rósa styður Hauka en þau lýstu því bæði yfir að þetta væri algjör della. Mikilvægt væri að reisa Haukahúsið og voru allir frambjóðendur meira og minna sammála um það. Þétting byggðar var tekin til umræðu og sú staðreynd að byggingarland er takmörkuð auðlind. Voru allir frambjóðendur sammála um að fara yrði varlega í að þétta viðkvæma byggð í Hafnarfirði og í fullu samráði við bæjarbúa. Davíð Arnar Vinstri grænum sagði að í Hafnarfirði þyrfti að koma umhverfis- og loftslagsmálum á dagskrá. Ekkert bólaði á slíku og til að mynda væri viðkvæmt vistkerfi Ástjarnar í stórhættu vegna flumbrugangs í skipulagsmálum.Vísir/Vilhelm Davíð Arnar Vinstri grænum sagði að fólk yrði að leggja það niður fyrir sig í hvers konar bæ það ætlaði og vildi búa. Hvort þenja ætti byggðina upp eftir öllu upplandi bæjarins eða þétta? Mikilvægt væri að íbúar hefðu sitt að segja um það í stað þess að verktakar stjórnuðu því. „Löngu tímabært að færa skipulagið aftur til bæjarins,“ sagði Davíð Arnar og ljóst að honum þótti þar pottur brotinn. Korteri fyrir kosningar er sett í gírinn Valdimar Framsóknarmaður sagði að fyrir dyrum stæði mikil uppbygging, þúsund lóðir væru í byggingu. Þar væri allt í bullandi sókn. Guðmundur Árni henti þessu á loft og sagði erfitt fyrir það ágæta fólk sem nú væri í meirihluta að heyra talað um fólksfækkun í Hafnarfirði. „Korteri fyrir kosningar hafa menn sett í gírinn,“ sagði Guðmundur Árni og vildi meina að alger skortur væri á framsýni – málið væri í undirbúningi. Stefnan væri einfaldlega röng. Róa þyrfti að því öllum árum að óhagnaðardrifnir aðilar kæmu að fremur en að kasta öllu til stórra verktaka sem fengju heilu og hálfu hverfin til umráða. Þessar yfirlýsingar féllu í grýttan jarðveg hjá þeim Valdimar og Rósu: „Korter í kosningar?“ Það þyrfti ekki annað en keyra um hverfin til að sjá þá uppbyggingu sem ætti sér stað að sögn Rósu. Frá því Sjálfstæðismenn komust til valda í Hafnarfirði hafi íbúum fjölgað um sem næmi öllum íbúum í Hveragerði. Verið væri að byggja eða við að fara að byggja um 7.500 íbúðir. Lóða- og skipulagsmál rædd af miklu fjöri Jón Ingi Viðreisn sagði rétt að það væri uppbyggingartímabil en það yrði að losna við hagsmunapólitíkina og það að tilteknum verktökum væri hyglað. Lóðamálin voru rædd af miklu fjöri fram og til baka í þættinum. Frambjóðendur vildu gjalda varhug við verktökum, svo mjög að bæjarstjórinn taldi rétt að grípa í taumana og lýsa því yfir að skipulagsvaldið væri sannarlega hjá bænum. Jón Ingi oddviti Viðreisnar varaði við verktakaræði í Hafnarfirði og boðaði ópólitískan bæjarstjóra ef það mætti vera til að koma í veg fyrir sérhygli.Vísir/Vilhelm Þetta væru ekki vondu verktakarnir að byggja eingöngu fyrir ríka fólkið. Þar væru ýmsar kvaðir og bærinn hefði tryggt að allt að fimm prósent þess sem byggt væri færi undir félagslegar íbúðir. Bjarg væri til að mynda að byggja óhagnaðardrifið í bæjarlandinu. Jón Ingi Viðreisn vildi hins vegar meina að mál væru unnin þannig að sýndar væru rósrauðar myndir í römmum en það gleymdist að reikna út hvaða verð á fermetra þyrfti til að skila arði. Rammaskipulagið muni aldrei skila arði og því heimti verktakar meira land, tvöfalda byggingarlandið annars færu þeir á hausinn. Blómstrandi menning en hvar er ferðamaðurinn? Þáttastjórnandi beindi þá umræðum í átt að menningarmálum og notaði tækifærið til að lýsa því yfir að mönnum þætti vert að beina fjármunum í íþróttir, því það þætti svo merkilegt (sic) en hvað um menningarmálin? Nú brá svo við að allir frambjóðendur voru meira og minna sammála. Menning væri blómstrandi í bæjarfélaginu, tónleikar í Bæjarbíói og leiksýningar í Gaflaraleikhúsinu og vert væri að styðja þetta með ráðum og dáð. Fólk kæmi til Hafnarfjarðar í stórum stíl til að njóta menningar. Tryggja þyrfti Gaflaraleikhúsinu húsnæði sem væri að missa aðstöðu sína. Rósa bæjarstjóri vildi meina að á þessu sviði hefði verið lyft grettistaki. Valdimar sagði bæinn hafa svo margt sem lyfta mætti upp. Það mætti til dæmis efna til grínhátíðar; út af Hafnarfjarðarbröndurunum. Sigurður P. og Sigurður Þ. vildu meðal annars meina að farþegar skemmtiferðaskipa stöldruðu ekki við í bæjarfélaginu heldur færu í rútur og eitthvað út í buskann.Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Miðflokki taldi ónýtt tækifæri á sviði ferðaþjónustu. Innan bæjarmarka Hafnarfjarðar væru margar náttúruperlur. Og farþega- og skemmtiferðaskip, en Hafnarfjarðarhöfn tæki reyndar ekki nema miðlungs stór skip; farþegar þaðan færu bara í rútum frá bænum, eitthvað út í buskann. Hann og nafni hans Sigurður P. fyrir Bæjarlistann notuðu tækifærið og nefndu hvor um sig að gera mætti svo miklu betur í að taka til og hreinsa í bænum. Laga holur og aðgengi. Þvo og sópa. En þeir höfðu meiri áhuga á að þvo og sópa meirihlutanum frá en að ræða menninguna. Sigurður Þ. sagði hneykslaður þá stöðu uppi að Hafnfirðingar þyrftu að bíða í sex til sjö vikur til að komast til heimilislæknis. Það þekki hann vel hjá fólki sem stæði honum nærri. „Passaðu þig á því að panta tíma sex vikum áður en þú veikist," sagði Sigurður Þ. Hann vildi einkarekna læknaþjónustu á Völlunum. Þá væri ef til vill einhver von til þess að þjónustan kæmi. „Hvað segir Bjarni, maðurinn með veskið?“ Guðmundur Árni komst óvænt inn í þessa sendingu, greip þann bolta öruggum höndum og sagði þetta ófremdarástand. Vissulega væri það svo að ríkið ræki heilsugæsluna en meirihlutinn hafi ekki haft frumkvæði að því að reisa nýja heilsugæslu. Hann vísaði til þess, enn og aftur, að meirihlutaflokkarnir væru þeir sömu og sætu í ríkisstjórn en þar virtist ekki vera neitt talsamband. „Hvað segir Bjarni, maðurinn með veskið?“ Hann taldi einsýnt að meirihlutinn notfærði sér í engu talsamband sem hann ætti að eiga við samflokksmenn sína í ríkisstjórninni. Valdimar sagði á móti að um þetta hefði verið ályktað, að brýnt væri að ná þessu í lag og virkt samtal væri við ríkisstjórnina um málið. Píratinn Haraldur Rafn Ingvason sagði að Píratar væru þekkt stærð, þó sjálfur væri hann ekki frægur. Hann taldi sig skynja mikla undiröldu og spáði meirihlutanum falli í komandi kosningum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni var ekki hættur. Hann vildi pota í það sem áður hafði verið tæpt á með sölu Hafnarfjarðar á hlut bæjarins í HS orku. „Skylt er skeggið hökunni,“ sagði oddviti Samfylkingarinnar. Seldar hefðu verið grunnstoðir og ekkert stæði eftir. Rósa var nú ekki til í að kaupa það og benti á að 3,2 milljarða innspýting í bæjarsjóð væri ekki nokkuð sem tekið væri upp af götunni. Fuglalífi við og á Ástjörn teflt í tvísýnu Oddvitarnir átta voru spurðir hvað myndi breytast ef þeirra flokkar og framboð kæmust að við að stjórna og hvernig stjórnarmynstur þeim hugnaðist. Jón Ingi Viðreisn taldi um alltof mikla sérgæslu væri að ræða í bæjarstjórn, mikilvægt væri að þrír flokkar væru í meirihluta til aðhalds. Davíð Arnar taldi að ef Vinstri grænir kæmu manni að yrðu umhverfismálin á dagskrá. Hann nefndi til dæmis að til stæði að reisa byggingu sem stofnaði viðkvæmu lífríki í hættu, verðmætu fuglalífi við Ástjörn. Þar hafi ekki verið gætt að umhverfisverndarsjónarmiðum né farið í umhverfismat. Davíð Arnar vildi koma á meira íbúðalýðræði og að skólarnir mótuðu sína eigin stefnu. Sigurður P. fullyrti að Bæjarlistinn væri eina óháða framboðið. Listi vildi fjárfesta í ungu fólki og börnum. Hann vildi að allir fengju tækifæri óháð efnahag og uppruna; hann vildi styðja betur við innflytjendur og upplýsa þá um sín réttindi. Þá krakka þyrfti að fá inn í íþróttastarfið en nú væri svo komið að innflytjendur teldu 15 prósent bæjarbúa. „Við erum skynsemisflokkur sem er tilbúinn að vinna með öllum í þágu bæjarbúa.“ Spáir því að meirihlutinn falli Sigurður Þ. Miðflokki sagði að hann myndi ræða við alla sem í framboði væru og heyra í þeim hljóðið hvað varðaði meirihlutaviðræður. Leikskólarnir væru forgangsmál. Nú væri staðan þannig að 24 prósent starfsfólks væri faglært meðan lög kvæðu á um 66 prósent. Þetta væri óásættanlegt. Miðflokkurinn væri með útfærðar tillögur til að bæta þar úr skák, til að mynda með því að taka upp bónuskerfi í launamálum til að laða að faglært starfsfólk. Sigurður P. fyrir Bæjarlista er gömul íþróttakempa og vann mörg afrek á hlaupabrautum í sinni tíð. Hann gaf ekki mikið fyrir útlistun bæjarstjórna á góðri fjármálastjórn, ársreikningar bæjarins segðu aðra sögu.Vísir/Vilhelm Haraldur Rafn sagði Pírata hafa sérstakan áhuga á lýðræðismálum. Flokkurinn vildi efla íbúalýðræði, koma á fót sterkum kerfisráðum, fá umboðsmann bæjarbúa, sérstakan umboðsmann fyrir eldri borgara. Þá yrði að vinna að því að koma upp góðu stafrænu aðgengi. Þegar talað væri um aðgengismál færi fólk að hugsa um rampa en ekki væri síður mikilvægt að tryggja gott stafrænt aðgengi að þjónustu bæjarins. Haraldur Rafn taldi vert að líta til styttingar vinnuvikunnar og brúa það bilið milli fæðingarorlofs þar til börn fengju leikskólapláss. Hann spurði hvar hleðslustöðvarnar væru en allir væru nú að kaupa sér rafmagnsbíla. Píratar vildu vinna með flokkum sem hefðu svipaða framtíðarsýn og þeir; stefna bæri að fjölskylduvænum grænum bæ. Veruleg undiralda væri í pólitíkinni í Hafnarfirði og hann spáði því að meirihlutinn félli. „Algjörlega rangt“ að ráðist sé að leikskólakennurum Nokkurt uppnám var meðal frambjóðenda eftir að Valdimar oddviti Framsóknar, sem þó sagðist vera maður sátta, lýsti því yfir að honum gremdist að starf leikskólakennara væri talað niður og fullyrt að þar væri allt í ólestri. Staðreyndin væri að þar væri verið að vinna frábært starf. Þetta væri frábært fólk. Sigurður Þ. sagði þetta fráleitt; „algjörlega rangt“. Ekki væri verið að ráðast á leikskólakennara nema síður væri heldur verið að tala um aðstöðumál. Valdimar lét þetta ekki slá sig út af laginu. Það sem kæmi upp úr kjörkössunum réði því hverjir töluðu saman og hvaða meirihluti verði myndaður. Valdimar Víðisson Framsóknarflokki henti sprengju inn í umræðuna þegar hann sakaði þá sem gagnrýndu stöðuna í leikskólamálum borgarinnar um að vera með því að atyrða leikskólakennara, sem væru frábært fólk.Vísir/Vilhelm Valdimar gerði athugasemd við orð Jóns Inga sem vildi leggja áherslu á að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri að loknum kosningum. Það væri einfaldlega svo að hver bæjarstjóri starfaði ætíð í umboði meirihlutans. Og væri þannig pólitískur beint sem óbeint. Vanda leikskólanna í bænum mætti rekja til þess að þegar gefið var út eitt leyfisbréf fyrir leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara. Þá hefðu margir leikskólakennarar fært sig milli skólastiga af ýmsum ástæðum. Á því þyrfti að ráða bót og finna lausnir. Ætlar sér að fella meirihlutann Guðmundur Árni sagði jafnaðarmenn tilbúna til að taka að sér stjórn bæjarins. Hann væri tilbúinn til að vinna með góðu fólki sem væri með hjartað á réttum stað. Kosningar snérust um traust; „hverjum treystirðu og ég er viss um að við jafnaðarmenn munum uppskera vel.“ Jafnaðarmenn væru með traustar rætur í Hafnarfirði og hann hefði orðið þess áskynja í kosningabaráttunni. Guðmundur Árni sagðist ekki reikna með að Samfylkingin yrði með hreinan meirihluta eftir kosningarnar en verk væri að vinna. Þar sem jafnaðarmenn væru við völd yrði enginn útundan. Það vantaði félagslega uppbyggingu. Guðmundur Árni lofaði því að Samfylkingin myndi fara vel með útsvar bæjarbúa og … hún myndi ekki selja grunnþjónustu bæjarfélagsins. „Við ætlum ekki að selja höfnina.“ Markmiðið væri að fella meirihlutann. Samfylkingin styddi Rósu ekki til áframhaldandi setu í bæjarstjórastóli, þótt hann hefði ekkert á móti henni persónulega. Hann útilokaði ekki neitt en að loknum kosningum snúa sér fyrst að þeim sem væru með hjartað á réttum stað. „Tímabært að hvíla þennan þreytta meirihluta. Við getum gert miklu betur.“ Framtíðin björt í Hafnarfirði Rósa bæjarstjóri naut þess heiðurs að eiga síðasta orðið í kappræðunum. Hún notaði tækifærið og skaut til baka á hinn herskáa Guðmund Árna og sagði leitt til þess að vita ef gamall bæjarstjóri væri mættur á völlinn eingöngu og gagngert til að fella hana. „Leiðinlegt ef gamall bæjarstjóri er mættur til þess eins að fella Sjálfstæðisflokkinn og sérstaklega mig.“ Tekist var á um forystuna í Hafnarfirði í kappræðum á Vísi í gær. Oddvitar þeirra átta flokka og framboða sem bjóða fram í Hafnarfirði eru: Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Sigmundsson. Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson.Vísir/Vilhelm Rósa sagði að miðað við þær viðtökur sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn væri að fá í kosningabaráttunni og að 90 prósent bæjarbúa lýsi í skoðunarkönnun ánægju með bæinn, óttaðist hún ekki niðurstöðu kosninganna. Hún hvatti kjósendur til að líta til þess. Hún gæti unnið með öllum. Ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði í meirihluta eftir kosningar yrði haldið áfram á sömu braut. Passað yrði upp á fjármálin, rekstur sveitarfélaga væri þungur hvert sem litið væri en gríðarleg innspýting væri í vændum með fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun íbúa. Hún nefndi ýmis félagleg úrræði sem bæjaryfirvöld hefðu ráðist í á kjörtímabilinu. Hún skynjaði samhljóm meðal allra frambjóðenda og nýverði hafi fulltrúar allra flokka samþykkt einróma heildstæða stefnumótun í stýrihópi til næstu ára. Framtíðin væri björt í Hafnarfirði.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira