Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2022 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir tekur eitt af sínum gríðar löngu innköstum. vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. Hæfileikinn kemur allavega ekki úr körfuboltanum. Þótt Keflavík, heimabær Sveindísar, sé þekktur körfuboltabær fann hún sig ekki á parketinu. „Ég hef bara æft fótbolta. Ég byrjaði þegar ég var níu ára. Ég gerði ótrúlega lítið þegar ég var krakki og var eitthvað löt. Ég fór í fótboltann út af vinkonum mínum úr grunnskólanum. En ég fór á tvær körfuboltaæfingar, fannst það ömurlegt og hélt ekki áfram,“ sagði Sveindís í léttum dúr í samtali við blaðamann Vísis í Tékklandi í síðasta mánuði. Sveindís er þekkt fyrir löngu innköstin sín sem hafa vakið heimsathygli enda hefur hún meðal annars beitt þeim með Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Keflvíkingurinn uppgötvaði þennan hæfileika nánast óvart. „Ég veit það í alvöru ekki. Ég hef fengið þessa spurningu áður. Ég held ég hafi uppgötvað þetta í einhverjum leik í 6. flokki. Þá kastaði ég langt, í markmanninn og skoraði þannig. Og ég stundaði þetta á mótum, að negla í markmanninn,“ sagði Sveindís. „Ég man ekki einu sinni eftir augnablikinu þar sem ég fattaði að ég gæti þetta. En ég æfði þetta líka þegar ég fattaði að þetta væri eitthvað sem gæti hjálpað liðinu.“ Klippa: Sveindís um körfubolta og löngu innköstin En hefur Sveindís skorað beint úr innkasti? „Ekki í ellefu manna bolta en ég gerði það nokkuð oft í sjö manna bolta,“ svaraði Sveindís. Hún átti afar sterka innkomu í lið Wolfsburg og skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn um þarsíðustu helgi. Sveindís, sem er 21 árs, hefur leikið átján landsleiki og skorað sex mörk. Þá skoraði hún 24 mörk í 41 leik fyrir yngri landsliðin á sínum tíma. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Hæfileikinn kemur allavega ekki úr körfuboltanum. Þótt Keflavík, heimabær Sveindísar, sé þekktur körfuboltabær fann hún sig ekki á parketinu. „Ég hef bara æft fótbolta. Ég byrjaði þegar ég var níu ára. Ég gerði ótrúlega lítið þegar ég var krakki og var eitthvað löt. Ég fór í fótboltann út af vinkonum mínum úr grunnskólanum. En ég fór á tvær körfuboltaæfingar, fannst það ömurlegt og hélt ekki áfram,“ sagði Sveindís í léttum dúr í samtali við blaðamann Vísis í Tékklandi í síðasta mánuði. Sveindís er þekkt fyrir löngu innköstin sín sem hafa vakið heimsathygli enda hefur hún meðal annars beitt þeim með Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Keflvíkingurinn uppgötvaði þennan hæfileika nánast óvart. „Ég veit það í alvöru ekki. Ég hef fengið þessa spurningu áður. Ég held ég hafi uppgötvað þetta í einhverjum leik í 6. flokki. Þá kastaði ég langt, í markmanninn og skoraði þannig. Og ég stundaði þetta á mótum, að negla í markmanninn,“ sagði Sveindís. „Ég man ekki einu sinni eftir augnablikinu þar sem ég fattaði að ég gæti þetta. En ég æfði þetta líka þegar ég fattaði að þetta væri eitthvað sem gæti hjálpað liðinu.“ Klippa: Sveindís um körfubolta og löngu innköstin En hefur Sveindís skorað beint úr innkasti? „Ekki í ellefu manna bolta en ég gerði það nokkuð oft í sjö manna bolta,“ svaraði Sveindís. Hún átti afar sterka innkomu í lið Wolfsburg og skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn um þarsíðustu helgi. Sveindís, sem er 21 árs, hefur leikið átján landsleiki og skorað sex mörk. Þá skoraði hún 24 mörk í 41 leik fyrir yngri landsliðin á sínum tíma.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30