Chelsea varði Englandsmeistaratitilinn þökk sé sigri á Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2022 13:00 Leikmenn Chelsea fagna með þjálfara sínum Emmu Hayes þegar ljóst er að titillinn er í augsýn þriðja árið í röð. Twitter@ChelseaFCW Chelsea er Englandsmeistari kvenna í fótbolta eftir 4-2 sigur á Manchester United er lokaumferð deildarinnar fór fram. Arsenal endar stigi á eftir Chelsea eftir 2-0 útisigur á Dagný Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United. Það hrikti í stoðunum hjá Chelsea er liðið lenti undir gegn Man United á heimavelli í dag en gestirnir gerðu sér vonir um að ná 3. sæti deildarinnar og komast þar með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Aðeins fimm mínútum eftir að Martha Thomas kom gestunum yfir þá jafnaði Erin Cuthbert fyrir Englandsmeistarana. Ella Ann Toone kom Man Utd hins vegar yfir á nýjan leik skömmu síðar og voru gestirnir 2-1 yfir í hálfleik. Ljóst var að spennustigið var hátt en Chelsea hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í 10 heimaleikjum þar á undan. Samantha Kerr sá til þess að taugar Chelsea róuðust en hún jafnaði metin á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Guro Reiten kom heimaliðinu svo yfir á 51. mínútu og allur vindur úr gestunum. Kerr bætti svo við öðru marki sínu á 66. mínútu og gat heimaliðið farið að undirbúa fagnaðarlætin. 42 - Since her @BarclaysFAWSL debut in January 2020, @samkerr1 has scored more goals than any other player in the division (42), whilst she's become the first player to net 20+ times in consecutive Women's Super League campaigns. Icing. pic.twitter.com/LTvCBE0HFf— OptaJoe (@OptaJoe) May 8, 2022 Fór það svo að leiknum lauk með 4-2 sigri og Chelsea ver því Englandsmeistaratitilinn. Þeirra þriðji titill í röð. María Þórisdóttir var í byrjunarliði Manchester United og lék allan leikinn í miðri vörn liðsins. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham sem tók á móti Arsenal en Skytturnar þurftu að treysta á að Man Utd myndi næla í allavega stig í Lundúnum svo þær gætu hirt toppsætið. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Skytturnar tvívegis í síðari hálfleik, Stina Blackstenius og Stephanie Catley með mörkin. Lokatölur 2-0 gestunum í vil en þar sem Chelsea vann sinn leik þá þurfti Arsenal að láta 2. sætið duga í ár. Dagný nældi sér í gult spjald á 54. mínútu og var tekin af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Önnur úrslit voru þau að Birmingham City vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Aston Villa. Brighton & Hove Albion og Everton gerðu 1-1 jafntefli. Manchester City vann 4-0 útisigur á Reading og þá vann Tottenham Hotspur 1-0 sigur á Leicester City. Chelsea endaði á toppi deildarinnar með 56 stig, þar á eftir kom Arsenal með 55 og svo fer Man City í Meistaradeildina þar sem liðið endaði í 3. sæti með 47 stig. West Ham endaði í 6. sæti með 27 stig og Birmingham féll með aðeins 11 stig. Fótbolti Enski boltinn England Bretland Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Sjá meira
Það hrikti í stoðunum hjá Chelsea er liðið lenti undir gegn Man United á heimavelli í dag en gestirnir gerðu sér vonir um að ná 3. sæti deildarinnar og komast þar með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Aðeins fimm mínútum eftir að Martha Thomas kom gestunum yfir þá jafnaði Erin Cuthbert fyrir Englandsmeistarana. Ella Ann Toone kom Man Utd hins vegar yfir á nýjan leik skömmu síðar og voru gestirnir 2-1 yfir í hálfleik. Ljóst var að spennustigið var hátt en Chelsea hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í 10 heimaleikjum þar á undan. Samantha Kerr sá til þess að taugar Chelsea róuðust en hún jafnaði metin á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Guro Reiten kom heimaliðinu svo yfir á 51. mínútu og allur vindur úr gestunum. Kerr bætti svo við öðru marki sínu á 66. mínútu og gat heimaliðið farið að undirbúa fagnaðarlætin. 42 - Since her @BarclaysFAWSL debut in January 2020, @samkerr1 has scored more goals than any other player in the division (42), whilst she's become the first player to net 20+ times in consecutive Women's Super League campaigns. Icing. pic.twitter.com/LTvCBE0HFf— OptaJoe (@OptaJoe) May 8, 2022 Fór það svo að leiknum lauk með 4-2 sigri og Chelsea ver því Englandsmeistaratitilinn. Þeirra þriðji titill í röð. María Þórisdóttir var í byrjunarliði Manchester United og lék allan leikinn í miðri vörn liðsins. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham sem tók á móti Arsenal en Skytturnar þurftu að treysta á að Man Utd myndi næla í allavega stig í Lundúnum svo þær gætu hirt toppsætið. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Skytturnar tvívegis í síðari hálfleik, Stina Blackstenius og Stephanie Catley með mörkin. Lokatölur 2-0 gestunum í vil en þar sem Chelsea vann sinn leik þá þurfti Arsenal að láta 2. sætið duga í ár. Dagný nældi sér í gult spjald á 54. mínútu og var tekin af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Önnur úrslit voru þau að Birmingham City vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum í Aston Villa. Brighton & Hove Albion og Everton gerðu 1-1 jafntefli. Manchester City vann 4-0 útisigur á Reading og þá vann Tottenham Hotspur 1-0 sigur á Leicester City. Chelsea endaði á toppi deildarinnar með 56 stig, þar á eftir kom Arsenal með 55 og svo fer Man City í Meistaradeildina þar sem liðið endaði í 3. sæti með 47 stig. West Ham endaði í 6. sæti með 27 stig og Birmingham féll með aðeins 11 stig.
Fótbolti Enski boltinn England Bretland Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Sjá meira