Erlent

Verða að klæðast búrku og eiga helst að vera heima

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þeim tilmælum hefur verið beint til afganskra kvenna að halda sig heima.
Þeim tilmælum hefur verið beint til afganskra kvenna að halda sig heima. AP/Ebrahim Noroozi

Talíbanar hafa skipað öllum konum í Afganistan að klæða búrku þegar þær fara út. „Við viljum að konurnar okkar búi við reisn og öryggi,“ segir Khalid Hanafi, ráðherra siðferðismála.

Um er að ræða enn einar aðgerðir stjórnvalda þar sem vegið er að frelsi kvenna en áður höfðu þau bannað stúlkum eldri en 12 ára að ganga í skóla. 

Annar embættismaður hjá siðferðisráðuneytinu sagði að fyrir allar virðulegar afganskar konur væri hijab, höfuðslæða, nauðsynlegt og besta höfuðslæðan væri búrka, sem hylur bæði andlit og allan líkama konunnar.

Það sem vekur enn meiri athygli er að í yfirlýsingunni um ákvörðuninna segir að konur eigi helst ekki að fara út af heimilinnu, nema í mikilvægum erindagjörðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×