Í miklum ógöngum með umgjörð áfengissölu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2022 10:40 Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra. Hann telur tímabært að endurskoða áfengisslöggjöfina. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, telur að nýleg umræða um áfengissölu hér á landi og sú staðreynd að verslun með áfengi fyrir utan verslanir ÁTVR virðist spretta upp, sýni að umgjörð áfengissölu hér á landi sé í miklum ógöngum. ÁTVR hefur einkaleyfi til smásölu á áfengi hér á landi, auk handhafa vínveitingaleyfis. Að undanförnu hafa hins vegar ýmsar vefverslanir með áfengi sprottið upp, í óþökk ÁTVR sem hefur reynt að sporna gegn þessari þróun, án árangurs hingað til. Þá hefur verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois. Í Bítinu á Bylgjunni í gær var svo rætt við Hjörvar Gunnarsson, einn af eigendum Acan.is, sem sagði það í raun vera lítið mál að stofna vefverslun með áfengi hér á landi. Jón Gunnarson dómsmálaráðherra var svo til svara í Bítinu í morgun, þar sem hann var meðal annar spurður út í fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi, í ljósi þessara vendinga. Verslun og þjónusta að breytast „Þetta sýnir okkur í hversu miklar ógöngur við erum komin í í þessum málum og þá umgjörð sem um þetta gildir. Við höfum ekki breytt lögum um áfengissölu hér í áratugi. Þetta eru mjög gömul lög sem allt okkar kerfi byggir á í þessu,“ sagði Jón. Fyrirkomulag verslunar og þjónustu væri að breytast og löggjöfin þyrfti að fylgja með. „Við getum öll horft í eigin barm og séð hvernig aðstæður í allri verslun og þjónustu hafa breyst á undanförnum árum, auðvitað löngu tímabært að við sláum nýjum takt í sölu á þessum vörum eins og öðrum,“ sagði Jón. Í þættinum minntist Jón á að einkasala ríkisins á áfengi hafi á sínum tíma verið byggð á lýðheilsusjónarmiðum, þar sem hugað var að því að tempra aðgengi að áfengi. „Við getum svo velt því fyrir okkur hvort við höfum verið að fylgja því í hvívetna þar sem að við erum stöðugt að fjölga útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,“ sagði Jón. Verið væri að skoða þessi mál í ráðuneytinu. „Ég hef verið að láta skoða þetta í ráðuneytinu á hvaða grunni við byggjum þessar reglur okkar og hvort við séum reyndar komin út fyrir þann ramma og þær reglur sem lágu grundvallar að fá þetta einkasöluleyfi á sínum tíma.“ Verslun Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32 Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
ÁTVR hefur einkaleyfi til smásölu á áfengi hér á landi, auk handhafa vínveitingaleyfis. Að undanförnu hafa hins vegar ýmsar vefverslanir með áfengi sprottið upp, í óþökk ÁTVR sem hefur reynt að sporna gegn þessari þróun, án árangurs hingað til. Þá hefur verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois. Í Bítinu á Bylgjunni í gær var svo rætt við Hjörvar Gunnarsson, einn af eigendum Acan.is, sem sagði það í raun vera lítið mál að stofna vefverslun með áfengi hér á landi. Jón Gunnarson dómsmálaráðherra var svo til svara í Bítinu í morgun, þar sem hann var meðal annar spurður út í fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi, í ljósi þessara vendinga. Verslun og þjónusta að breytast „Þetta sýnir okkur í hversu miklar ógöngur við erum komin í í þessum málum og þá umgjörð sem um þetta gildir. Við höfum ekki breytt lögum um áfengissölu hér í áratugi. Þetta eru mjög gömul lög sem allt okkar kerfi byggir á í þessu,“ sagði Jón. Fyrirkomulag verslunar og þjónustu væri að breytast og löggjöfin þyrfti að fylgja með. „Við getum öll horft í eigin barm og séð hvernig aðstæður í allri verslun og þjónustu hafa breyst á undanförnum árum, auðvitað löngu tímabært að við sláum nýjum takt í sölu á þessum vörum eins og öðrum,“ sagði Jón. Í þættinum minntist Jón á að einkasala ríkisins á áfengi hafi á sínum tíma verið byggð á lýðheilsusjónarmiðum, þar sem hugað var að því að tempra aðgengi að áfengi. „Við getum svo velt því fyrir okkur hvort við höfum verið að fylgja því í hvívetna þar sem að við erum stöðugt að fjölga útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,“ sagði Jón. Verið væri að skoða þessi mál í ráðuneytinu. „Ég hef verið að láta skoða þetta í ráðuneytinu á hvaða grunni við byggjum þessar reglur okkar og hvort við séum reyndar komin út fyrir þann ramma og þær reglur sem lágu grundvallar að fá þetta einkasöluleyfi á sínum tíma.“
Verslun Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32 Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32
Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38
ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26