Íslenski boltinn

Fylkir og Sel­foss byrja sumarið á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ásgeir Eyþórsson skoraði fyrsta mark Fylkis á leiktíðinni.
Ásgeir Eyþórsson skoraði fyrsta mark Fylkis á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét

Tveir fyrstu leikir sumarsins í Lengjudeild karla í fótbolta fóru fram í kvöld. Fylkir vann 3-1 sigur á KV á meðan Selfoss gerði góða gerð í Kórinn og vann 3-2 útisigur.

Gary Martin byrjar sumarið af krafti en hann skoraði tvívegis í upphafi leiks og kom gestunum óvænt 2-0 yfir í Kórnum. Ásgeir Marteinsson og Hassan Jalloh sáu til þess að staðan var jöfn 2-2 eftir aðeins tólf mínútna leik.

Eftir það róaðist leikurinn aðeins en þegar tuttugu mínútur lifðu leiks skoraði Gonzalo Zamorano það sem reyndist sigurmarkið fyrir gestina. Lokatölur í Kórnum 2-3 og óvæntur sigur Selfyssinga staðreynd.

Í Árbæ voru nýliðar KV í heimsókn og reyndust heimamenn aðeins of stór biti fyrir gestina. Ásgeir Eyþórsson kom Fylki yfir snemma leiks og Daði Ólafsson tvöfaldaði forystuna áður en Grímur Ingi Jakobsson minnkaði muninn fyrir KV undir lok fyrri hálfleiks.

Mathias Laursen Christensen gerði út um leikinn á 78. mínútu og þar við sat, lokatölur 3-1.

Fyrsta umferð Lengjudeildar karla heldur áfram á morgun og lýkur svo með leik Gróttu og Vestra á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×