Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2022 12:24 Kristrún Frostadóttir segir það grátlegt, í ljósi hækkandi verðbólgu, að ríkisstjórnin hafi hummað fram af sér allar ábendingar um blikur á lofti. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. Eins og fram kom í morgun ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti um eitt prósent í þeirri von að það slái á verðbólgu. Bankinn hefur snarhækkað verðbólguspá sína. Kristrún segir að þau í Samfylkingu hafi barist fyrir aðgerðum vegna verðbólguþrýstings allt frá í febrúar, þegar ljóst var í hvað stefndi. Hún birtir skjáskot af fjölda athugasemda þar um sem hún hefur birt á Facebook-vegg sínum á undanförnum mánuðum. „Í marga mánuði hefur ríkisstjórnin hummað þetta fram af sér. Þau treysta sér ekki til að beita virkri velferðarstjórn til að koma í veg fyrir að vandinn vindi upp á sig. Aukinn stuðningur við uppbyggingu húsnæðis, vaxtabætur og barnabætur myndu draga úr launaþrýstingi í komandi kjaraviðræðum enda eru slík úrræði til þess fallin að styðja við ráðstöfunartekjur fólks,“ segir Kristrún. Þingmaðurinn segir að í staðinn fyrir að grípa til slíkra aðgerða hafi ríkisstjórnin boðað 2 milljarða króna niðurskurð í uppbyggingu húsnæðis í fjármálaáætlun til 2026. Það sé á sama tíma og vaxtabætur fjari út og verðgildi barnabóta fjarlægist óðfluga það sem þekkist á Norðurlöndum. „7,2 prósent verðbólga og tug prósenta hækkun húsnæðisverðs er ekki óhjákvæmileg staða og ekki náttúrulögmál - þetta er mannanna verk,“ segir Kristrún. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. 4. maí 2022 12:16 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Eins og fram kom í morgun ákvað Seðlabankinn að hækka stýrivexti um eitt prósent í þeirri von að það slái á verðbólgu. Bankinn hefur snarhækkað verðbólguspá sína. Kristrún segir að þau í Samfylkingu hafi barist fyrir aðgerðum vegna verðbólguþrýstings allt frá í febrúar, þegar ljóst var í hvað stefndi. Hún birtir skjáskot af fjölda athugasemda þar um sem hún hefur birt á Facebook-vegg sínum á undanförnum mánuðum. „Í marga mánuði hefur ríkisstjórnin hummað þetta fram af sér. Þau treysta sér ekki til að beita virkri velferðarstjórn til að koma í veg fyrir að vandinn vindi upp á sig. Aukinn stuðningur við uppbyggingu húsnæðis, vaxtabætur og barnabætur myndu draga úr launaþrýstingi í komandi kjaraviðræðum enda eru slík úrræði til þess fallin að styðja við ráðstöfunartekjur fólks,“ segir Kristrún. Þingmaðurinn segir að í staðinn fyrir að grípa til slíkra aðgerða hafi ríkisstjórnin boðað 2 milljarða króna niðurskurð í uppbyggingu húsnæðis í fjármálaáætlun til 2026. Það sé á sama tíma og vaxtabætur fjari út og verðgildi barnabóta fjarlægist óðfluga það sem þekkist á Norðurlöndum. „7,2 prósent verðbólga og tug prósenta hækkun húsnæðisverðs er ekki óhjákvæmileg staða og ekki náttúrulögmál - þetta er mannanna verk,“ segir Kristrún.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. 4. maí 2022 12:16 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. 4. maí 2022 12:16
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30