Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 4. maí 2022 12:16 Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. Gert er ráð fyrir að verðbólga aukist í rúmlega 8 prósent á þriðja ársfjórðungi, en helsti drifkraftur verðbólgunnar er snarhækkandi húsnæðisverð í kjölfar þess að hömlum var létt af bankakerfinu í heimsfaraldri og hundruðum milljarða af lánsfé dælt inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan ríkisstjórnir nágrannalandanna kynna björgunarpakka til að verja fólk og fyrirtæki fyrir verðþrýstingi skilar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur auðu. Engar aðgerðir hafa verið kynntar til að bregðast við stöðunni í efnahagsmálum. Ráðherrar talaþvers og kruss og það virðist ekki vera margt sem stjórnarliðar geta sameinast um, annað en kannski það að Íslandsbankaklúðrið sé öllum nema Bjarna Benediktssyni að kenna. Framundan eru kjaraviðræður við krefjandi aðstæður. Alþýðusamband Íslands hefur lýst því yfir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ráðast að miklu leyti af því hvort stjórnvöld séu tilbúin að efla tilfærslukerfin og auka framboð af húsnæði fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi þegar kemur að slíkri húsnæðisuppbyggingu á undanförnum árum. Þótt aðeins 36 prósent landsmanna búi í Reykjavík hafa meira en 70 prósent íbúða í almenna íbúðakerfinu risið í borginni síðan 2016. Um leið hafa verið slegin met í úthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Nýlega kynnti borgarstjóri áform um að tvöfalda fyrri uppbyggingaráætlanir svo meira en 2 þúsund íbúðir geti farið í uppbyggingu á hverju ári næstu fimm árin í Reykjavík. Það er áhyggjuefni að á meðan borgin stendur sig í stykkinu skuli ríkisstjórn Íslands boða talsverðan niðurskurð í fjárframlögum ríkisins til almenna íbúðakerfisins og algera stöðnun þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur gegnum tilfærslukerfin. Þetta er gert í nafni aðhaldssamrar fjármálastefnu um leið og þensluhvetjandi skattastyrkjum er pungað út til efri millitekjufólks og hvers kyns hugmyndum um hærri álögur á tekjuhæstu hópana og stöndugustu fyrirtækin hafnað. Þetta eru kaldar kveðjur til verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjaraviðræðna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa raunar enn ekki staðið við loforð sem gefin voru launafólki við undirritun síðustu kjarasamninga. Þá lofuðu Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi að hafa forgöngu um aðgerðir gegn launaþjófnaði og að tryggja leigjendum ákveðnar réttarbætur með breytingum á húsaleigulögum. Þessi mál mæta afgangi og rata ekki á dagskrá Alþingis; stjórnarliðum finnst t.a.m. liggja meira á því að fá umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar til umræðu í þingsal og til umfjöllunar í þingnefnd heldur en að efna þessi loforð. Þannig er forgangsröðunin við landstjórnina. Hætt er við því að ákvarðanafælni og úrræðaleysi, bæði gagnvart áhrifum verðbólgunnar á tekjulág og skuldsett heimili og gagnvart undirliggjandi orsökum verðþrýstingsins, valdi spennu sem brjótist fram í kjaraviðræðunum í haust. Þá mun sem fyrr skipta máli að hafa flokka við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg sem skilja mikilvægi félagslegrar húsnæðisuppbyggingar, forgangsraða í þágu velferðar og stjórna af ábyrgð og festu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Verðlag Alþingi Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. Gert er ráð fyrir að verðbólga aukist í rúmlega 8 prósent á þriðja ársfjórðungi, en helsti drifkraftur verðbólgunnar er snarhækkandi húsnæðisverð í kjölfar þess að hömlum var létt af bankakerfinu í heimsfaraldri og hundruðum milljarða af lánsfé dælt inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan ríkisstjórnir nágrannalandanna kynna björgunarpakka til að verja fólk og fyrirtæki fyrir verðþrýstingi skilar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur auðu. Engar aðgerðir hafa verið kynntar til að bregðast við stöðunni í efnahagsmálum. Ráðherrar talaþvers og kruss og það virðist ekki vera margt sem stjórnarliðar geta sameinast um, annað en kannski það að Íslandsbankaklúðrið sé öllum nema Bjarna Benediktssyni að kenna. Framundan eru kjaraviðræður við krefjandi aðstæður. Alþýðusamband Íslands hefur lýst því yfir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ráðast að miklu leyti af því hvort stjórnvöld séu tilbúin að efla tilfærslukerfin og auka framboð af húsnæði fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi þegar kemur að slíkri húsnæðisuppbyggingu á undanförnum árum. Þótt aðeins 36 prósent landsmanna búi í Reykjavík hafa meira en 70 prósent íbúða í almenna íbúðakerfinu risið í borginni síðan 2016. Um leið hafa verið slegin met í úthlutun lóða; fjöldi útgefinna byggingarleyfa er alla jafna langt umfram fjölda framkvæmda sem ráðist er í og samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í fyrra voru 900 fleiri íbúðir í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans. Nýlega kynnti borgarstjóri áform um að tvöfalda fyrri uppbyggingaráætlanir svo meira en 2 þúsund íbúðir geti farið í uppbyggingu á hverju ári næstu fimm árin í Reykjavík. Það er áhyggjuefni að á meðan borgin stendur sig í stykkinu skuli ríkisstjórn Íslands boða talsverðan niðurskurð í fjárframlögum ríkisins til almenna íbúðakerfisins og algera stöðnun þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur gegnum tilfærslukerfin. Þetta er gert í nafni aðhaldssamrar fjármálastefnu um leið og þensluhvetjandi skattastyrkjum er pungað út til efri millitekjufólks og hvers kyns hugmyndum um hærri álögur á tekjuhæstu hópana og stöndugustu fyrirtækin hafnað. Þetta eru kaldar kveðjur til verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjaraviðræðna. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa raunar enn ekki staðið við loforð sem gefin voru launafólki við undirritun síðustu kjarasamninga. Þá lofuðu Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi að hafa forgöngu um aðgerðir gegn launaþjófnaði og að tryggja leigjendum ákveðnar réttarbætur með breytingum á húsaleigulögum. Þessi mál mæta afgangi og rata ekki á dagskrá Alþingis; stjórnarliðum finnst t.a.m. liggja meira á því að fá umdeilt útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar til umræðu í þingsal og til umfjöllunar í þingnefnd heldur en að efna þessi loforð. Þannig er forgangsröðunin við landstjórnina. Hætt er við því að ákvarðanafælni og úrræðaleysi, bæði gagnvart áhrifum verðbólgunnar á tekjulág og skuldsett heimili og gagnvart undirliggjandi orsökum verðþrýstingsins, valdi spennu sem brjótist fram í kjaraviðræðunum í haust. Þá mun sem fyrr skipta máli að hafa flokka við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg sem skilja mikilvægi félagslegrar húsnæðisuppbyggingar, forgangsraða í þágu velferðar og stjórna af ábyrgð og festu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun